Vísbending


Vísbending - 27.07.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.07.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING Verðbólga oghag\'öxtur Aukning raunverulegrar þjóðar- framleiðslu á hvern lslending um 150% síðan 1950 jafngildir unr 2,5% hagvexti á mann á ári að meðaltali. Pað er þokkalegur árangur á alþjóða- legan mælikvarða, en þó langt undir meðallagi þeirra þjóða, sem við ber- um okkur helzt saman við (sjá mynd). Ef hagvöxt- ur á mann hér á landi hefði verið 3,2% á ári þennan tíma, eins og hann var að meðaltali í löndunum 15 á myndinni, væru þjóðartekjur okkar í ár fjórðungi meiri en þær eru nú. Munurinn nemur 250.000 krónum á mann eða milljón á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það er mikið. Margar þjóðir hafa náð mun betri árangri í efnahags- málum en við, til dæmis Norðmenn. Aukning raunveru- legrar þjóðarfram- leiðslu á mann í Noregi um 250% síðan 1950 jafngild- ir um 3,5% hag- vexti á mann á ári að meðaltali. Norð- menn hafa því búið við mun meiri hag- vöxt á mann en við, næstum ekkert at- vinnuleysi, blómlega byggð um Noreg allan og margfalt minni verðbólgu. Reynsla Norðmanna staðfestir það, að mikil verðbólga er með engu móti nauðsynleg til þess að halda fullri at- vinnu, örum hagvexti og jafnvægi í landsbyggð. Ef hagvöxtur hefði verið jafnmikill hér á landi og í Noregi síðan 1950, væru þjóðartekjur okkar á mann í ár um 430.000 krónum hærri en þær eru nú. Til samanburðar námu allar erlendar langtímaskuldir Islend- inga um 340.000 krónum á mann í árs- lok 1987. Finnar hafa líka náð mun meiri hag- vexti á mann en við, eða næstum 4% á ári að meðaltali síðan 1950, án mikillar verðbólgu. Frakkar og Þjóðverjar hafa líka búið við miklu meiri hagvöxt á mann en við, eða rösklega 3% til 4% á ári, og miklu minni verðbólgu. Reynsla ítala og Japana sýnir það líka, að það er hægt að ná mun örari hag- vexti en við höfum náð án mikillar verðbólgu. Svíar og Danir hafa náð svipuðum hagvexti á mann eins og við og njóta þó hvorki fisks, olíu né raf- orku eins og íslendingar og Norð- menn. Hins vegar hefur hagvöxtur á mann í Bandaríkjunum, Bretlandi og Sviss verið aðeins hægari en hér, eða um 2% á ári. Hverju sætir það, að hagvöxtur á ís- landi undanfarna áratugi skuli lenda Tekjur og gcngi Milljón á mann er engu að síður mikið fé. Við núverandi gengi verða þjóðartekjur okkar um 22.000 Banda- ríkjadollarar á mann á þessu ári. Til samanburðar verða þjóðartekjur á mann í Bandaríkjunum innan við 20.000 dollarar í ár. í hitteðfyrra, 1986, voru tekjur á mann í Bandaríkj- unum um 10% hærri en hér á landi. Nú hafa hlutföllin sem sagt snúizt við, jafnvel þótt hagvöxtur á mann virðist munu verða svipaður í báðum löndum þessi tvö ár, 1987-1988. Skýringin á þessu er að sjálfsögðu HeimittAlþjóðagjaldeyrissjódurinn. Tölurumlslandeigavid 1950-1987. oghagvaxtartölurumDanmörku eiga við 1950-1985. langt undir meðallagi í þessum hópi þjóða, jafnvel þótt íslenzkt efnahagslíf hafi borið rnörg einkenni mikils hag- vaxtar þennan tíma? Atvinna hefur verið mjög mikil og aukizt ört, vinnu- framlag kvenna ekki sízt. Mikill og vaxandi afli hefur komið úr sjó, ekki sízt í kjölfar útfærslu landhelginnar á sínum tíma. Þjóðin hefur ráðizt í mikl- ar framkvæmdir, orkuframkvæmdir ekki sízt. Hagstjórn hefur tekið fram- förum. Allt þetta hefur stuðlað að örum hagvexti. Aftur á móti hefur verðbólgan trúlega hamlað gegn hag- vexti með því að draga úr sparnaði og hagkvæmni fjárfestingar og með því að raska afkomu heimila og fyrirtækja með margvíslegum hætti. Þar stendur hnífurinn í kúnni. sú, að raungengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar hefur hækkað kring- um 20% á þessu tímabili, fyrst og fremst vegna verðbólgu hér heima. í þessum skilningi er dollaragengi krón- unnar skráð um 20% of hátt nú. Ef gengi krónunnar væri fellt um 20%, hrykkju dollaratekjur þjóðarinnar á mann niður í 18.000 dollara í einu vet- fangi. En hvort sem þjóðartekjur okkar ís- lendinga í ár eru skráðar 22.000 eða 18.000 dollarar á mann, er það degin- um ljósara, að þessar fjárhæðir hrökkva miklu skemmra til viðurværis í landinu en 20.000 dollarar vestra, af því að verðlag á íslandi er mun hærra en í Bandaríkjunum. Það er þó önnur saga. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.