Vísbending


Vísbending - 12.10.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 12.10.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING angri. Ef báðum verksmiðjum hefði verið gert að minnka útrennslið um eitt tonn, hefði heildarkostnaðurinn numið 30.200 krónum. Með því að leggja mengunargjald á fyrirtækin tvö hefði hins vegar verið hægt að draga jafnmikið úr mengun við miklu lægri kostnaði (400 kr.) með því að fá papp- írsverksmiðjuna til að minnka út- rennslið um tvö tonn. Þetta hefði verið hægt með því að leggja til dæmis 5.000 króna gjald á hvert tonn af eiturefninu (talan er val- in af handahófi). Pá hefði pappírs- verksmiðjan væntanlega kosið að komast hjá gjaldinu með því að verja 200 krónum í hreinsun og spara sér þannig 4.800 krónur á hvert tonn af efninu. Væntanlega hefði bjórverk- smiðjan hins vegar heldur kosið að greiða gjaldið en kaupa hreinsibúnað fyrir 30.000 krónur. Hagnaðarvið- leitni fyrirtækjanna hefði því sjálf- ÞR0NGT SVIGRÚM í RÍKISFJÁR- MÁLUM FLESTRA LANDA Dr. GudmunúurMagnússon í framhaldi af síðustu grein minni hér í Vísbendinu um ,,agaleysi í ríkisfjár- málum“ hér á landi er ekki úr vegi að líta á stöðu ríkisfjármála í öðrum lönd- um. Prálátur ríkishalli og skuldaaukning stærstu iðnríkja Pað er víðar en á íslandi sem ríkis- krafa beint mengunarvörnum að því fyrirtæki, sem gat komið þeim við á hagkvæmari hátt. Hreinna umhverfi fyrir minnafé______________ Rannsóknir hagfræðinga benda til þess, að (a) það væri hægt að minnka mengunarvarnakostnað Bandaríkj- anna um allt að 90% í sumum tilvikum með gjaldheimtu og (b) með því móti væri hægt að spara þjóðinni fjárhæð, sem nemur allt að 40.000 krónum á ári á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Við þetta myndu mengunar- varnir ekki aðeins kosta miklu minna en nú, heldur myndu miklu fleiri fyrir- tæki sjá sér hag í að hreinsa umhverf- ið. Sama á við um vernd fiskstofnanna hér við land, en það er efni í aðra grein. halli hefur reynst þrálátur og skuldir ríkisins aukist. Meðfylgjandi mynd sýnir þróunina í Bandaríkjunum, Jap- an og Vestur-Þýskalandi 1966-1987. Ríkishalli Bandaríkjanna er vel þekkt fyrirbæri, en það kemur e.t.v. nokkuð á óvart að Japanir og Vestur-Þjóðverj- ar hafa ekki farið varhluta af vaxandi ríkisskuld. í Japan hefur skuldin auk- ist tiltölulega hratt þótt frá lágu hlut- falli sé. Hún nam um 10% þjóðarfram- leiðslu í upphafi olíuskellsins 1974 en var orðin 55% á síðastliðnu ári. Ríkis- hallinn í Þýskalandi hefur ekki verið eins mikill, þó þrálátur sé. Þjóðverjar hafa ekki náð lengra en stöðva hækk- un skuldahlutfallsins sem reyndar er lægra en í flestum öðrum iðnríkjum. Aðdragandann má rekja til ol- íuskellanna á áttunda áratugnum og minni hagvaxtar í kjölfar þeirra. Sam- tímis hefur lántaka orðið dýrari þegar á heildina er litið. Þetta hefur síðan sett þrýsting á stjórnvöld að skera nið- ur önnur úgjöld. Þannig gæti niður- skurður framkvæmda jafnvel hafa átt sinn þátt í of litlum hagvexti. Afkoma ríkissjóös í ýmsum iöndum Land 1973 1982 1983 1984 1985 1986 1987 % af VÞF Bandaríkin 0,6 -3,5 -3,8 -2,8 -3,3 -3,5 -2,4 Japan 0,5 -3,6 -3,7 -2,1 -0,8 -1,1 -0,3 V. Þýskaland 1,2 -3,3 -2,5 -1,9 -1,1 -1,2 -1,7 Frakkland 0,9 -2,8 -3,2 -2,7 -2,9 -2,9 -2,3 Bretland -2,6 -2,4 -3,4 -3,8 -2,8 -2,6 -1,4 Italía -6,1 -11,3 -10,7 -11,5 -12,5 -11,4 -10,5 Kanada 0,9 -6,1 -7,1 -6,8 -7,2 -5,7 -4,8 Ástralía 1,8 -0,3 -4,0 -3,2 -2,9 -2,8 -1,0 Austurríki 1,3 -3,4 -4,0 -2,7 -2,5 -3,6 -4,7 Belgía -5,5 -14,4 -14,9 -12,0 -11,3 -11,0 -9,3 Danmörk 5,3 -9,1 -7,2 -4.1 -2,1 3,1 2,2 Finnland 5,8 -0,6 -1,6 0,3 0,1 0,6 -1,4 Grikkland -7,6 -8,1 -9,9 -13,5 -10,7 -10,4 Irland -3.8 -15,7 -13,9 -12,4 -13,0 -13,0 -10,1 (srael -7,8 -6,2 -12,6 -3,4 -2,6 -3,0 Holland 1,3 -6,6 -6,4 -6,0 -4,7 -5,0 -5,6 Nýja Sjáland -2,5 -6,9 -9,1 -7,2 -4,2 -3,7 0,8 Noregur 5,8 4,4 4,2 7,5 10,4 5,9 4,2 Portúgal 1,4 -11,8 -10,4 -13,4 -11,1 -9,3 -9,0 Suður Afríka -1,1 -3,2 -4,7 -4,3 -3,5 -4,9 -4,2 Spánn 1,1 -5,6 -4,8 -5,5 -6,8 -5,2 -4,5 Svíþjóð 4,1 -6,5 -5,0 -2,6 -3,8 -0,7 3,9 Sviss -1,1 -0,7 -0,9 -0,3 -0,0 1,0 -0,6 Tyrkland -1,8 -1,8 -3,3 -5,3 -2,8 -3,6 -4,4 Heimild: Ársskýrsla BIS 1987. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.