Vísbending


Vísbending - 16.11.1988, Side 4

Vísbending - 16.11.1988, Side 4
VÍSBENDING EB:_____ Tillagan um evrópskan seðlabanka enn a umræðustigi Svo sem kunnugt er hefur hug- myndin um eina evrópska mynt og einn seðlabanka notið vaxandi hylli á meðal EB-ríkjanna. Sumir halda því fram að slíkt hljóti að koma í eðlilegu framhaldi af þeim áfanga þegar vörur, fjármagn og vinnuafl flæða hindrunar- laust yfir landamæri ríkjanna. Aðrir vilja flýta stofnun evrópsks seðla- banka og telja hann mikilvæga for- sendu fyrir því að dæmið um sameigin- legan markað ríkjanna gangi upp. Enn aðrir, eins og Bretar, eru andvígir til- lögunni og mega varla heyra á málið minnst. Um þetta er mikið ritað og rætt í blöðum og á ráðstefnum um þessar mundir og þar að auki hefur EB sett á fót nefnd sem fjallar um málið. í nefndinni eiga sæti seðlabankastjórar aðildarríkjanna 12, tveir skipaðir af framkvæmdanefndinni og þrír óháðir aðilar. Nefndin á að skila áliti í júní á næsta ári og hittist í þriðja skiptið í síðustu viku. Á þeim fundi lýsti seðlabanka- stjóri V.Pjóðverja, Karl Otto Pöhl, þeirri skoðun sinni að sýna þyrfti mikla varfærni í málinu. Pöhl er í grundvallaratriðum fylgjandi hug- myndinni um einn evrópskan gjald- miðil og þar með einn seðlabanka, en hefur ýmsa fyrirvara á þeirri skoðun. Hann segir m.a. að hindrunarlaus við- skipti með vörur og þjónustu og fjár- magn séu mikilvægar forsendur fyrir einu peningakerfi aðildarlandanna, en fleira þurfi að koma til. Öll aðildar- löndin verði fyrst að gerast aðilar að Evrópumyntkerfinu (EMS) og þróa það samstarf í nokkurn tíma áður en farið verði út í stofnun eins seðla- banka. Utan kerfisins, enn sem komið er, eru Bretland, Spánn, Portúgal og Grikkland, og hafa Spánn og Portúgal gefið í skyn að þau muni sækja um að- ild áður en langt um líður. TYRKLAND:_____________________ Afnema reglur um hámarksvexti Helsta úrræði íslenskra stjórnvalda til lausnar efnahagsvanda sem ein- kennist af þrálátri verðbólgu er sem kunnugt er vaxtalækkun. Á sama tíma eru ýmis lönd, sem eiga við verðbólgu að stríða að aflétta reglum um há- marksvexti. Við höfum áður greint frá því að Portúgalar hafi aflétt hámarks- vöxtum upp á 17%, en þar er verð- bólgan um þessar mundir 10%. Og nú hafa Tyrkir farið sömu leið. Fyrr á árinu var tyrkneskum bönk- um heimilað að ráða innlánsvöxtum og nú verða afnumdar reglur um há- marksvexti á skuldabréfum. Tyrkir hafa haft þann vafasama heiður að vera á svipuðu róli og íslendingar að því er verðbólgu snertir á undanförn- um árum. En þessar tvær þjóðir skera sig áberandi úr að þessu leyti á meðal hinna 24 þjóða OECD. Upp á síðkast- ið hefur verðbólga í Tyrklandi þó farið vaxandi og er komin yfir 80%. Við- brögðin eru hins vegar eins og áður segir að leyfa markaðsöflum að ráða vöxtunum og það er ekki síst gert í þeim tilgangi að efla fjármagnsmark- aðinn heima fyrir. EB: Unnið að afnámi hindrana á orkuvið- skiptum milli landanna í síðustu viku hittust orkumálaráð- herrar EB ríkjanna og ræddu mögu- leikana á frjálsum viðskiptum með gas og rafmagn innan Evrópubandalags- ins. Er búist við að áætlun þar að lút- andi sjái dagsins ljós á næsta ári. Bæði Bretum og Frökkum er mikið í mun að hömlur verði afnumdar á þessu sviði, enda eru báðar þjóðirnar aflögufærar. Bretar eiga nóg af gasi til að selja og Frakkar eiga umframraf- magn sem framleitt er í kjarnorkuver- um. Hins vegar eru V.Pjóðverjar hik- andi í þessu máli og einnig Danir. V.Þjóðverjar hafa áhuga á að vernda kolaiðnað sinn, sem framleiðir heldur dýrari orku en fengist t.d. frá Frökk- um og Danir munu vilja halda verði tiltölulega háu til að hvetja til meiri framleiðslu orku úr endurnýjanlegum auðlindum. KlNA: Markaðsbúskapur óumdeilttak- mark, en deilt um æskilegan hraða breytinga Það er varla deilt um það lengur í Kína að taka beri upp markaðsbúskap í líkingu við þann sem tíðkast á Vestur- löndum. Hins vegar er um það ágrein- ingur með hvaða hætti menn skuli nálgast þetta markmið. Sumir vilja fara hægt í sakirnar, bíða með afnám verðlagshamla og byrja á því að selja starfsmönnum ríkisfyrirtækja og al- menningi allt að 49% hlutabréfa. Jafn- framt vilja þeir gera framkvæmda- stjóra ábyrga fyrir afkomu fyrirtækjanna. Aðrir vilja afnema all- ar verðhömlur sem fyrst og síðan breyta ríkisfyrirtækjum í hlutafélög. Fyrrnefndi hópurinn óttast pólitískar afleiðingar þess ef breytingar verða gerðar með hraði, en sá síðarnefndi heldur því fram að frelsi í verðlagsmál- um sé forsenda framfara og að það verði ekki hægt að gera framkvæmda- stjórana ábyrga nema að þeir geti ráð- ið verði framleiðslu sinnar. (í gangi er tvöfalt verðlagskerfi þar sem ríkið sel- ur fyrirtækjum tiltekinn hluta þess hráefnis sem til ráðstöfunar er á fast- ákveðnu verði, en hinn hlutinn fer á almennan markað). Helsta vandamál í þjóðarbúskap Kínverja um þessar mundir er þensla og verðbólga, sem mælist opinberlega um 20% en er jafnvel meiri að margra mati. Verðbólgan á helst rætur sínar að rekja til halla á ríkissjóði, sem aftur stafar fyrst og fremst af miklum halla- rekstri margra ríkisfyrirtækja. Petta hefur skapað visst umrót í kínverskri pólitík og þess vegna hafa sumir af því áhyggjur að farið verði of geist í breyt- ingar. Á hinn bóginn hafa menn líka almennt áhyggjur af því að ef ekki tekst að notfæra á næstu árum þann umbótaanda sem nú ríkir, þá sé viss hætta á stöðnun í líkingu við þá sem Austur-Evrópulöndin búa við. Sem stendur ráða ferðinni þeir sem vilja fara hægt í breytingar, en helsti tals- maður skjótra breytinga í frjálsræð- isátt, Zhao Ziyang flokksleiðtogi, vék nýlega úr sæti sem helsti ráðamaður efnahagsmála. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7. 103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot oa útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.