Vísbending


Vísbending - 30.11.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.11.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING ISRAEL: Vaxandi gjaldevriskaup og þrýsting- ur á gengislækkun Fastgengisstefna hefur verið mikil- vægur liður í efnahagsstefnu ísraels- stjórnar allt frá efnahagsaðgerðunum árið 1985, þegar tókst að ná verðbólgu niður úr 400% í u.þ.b. 15-20%. Nú bregður hins vegar svo við að trú manna á gjaldmiðilinn, shekel, hefur dvínað mikið og fer eftirspurn eftir er- lendum gjaldeyri vaxandi. Til dæmis seldist dollarinn á svörtum markaði í síðustu viku fyrir 20% hærra verð en opinber skráning sagði til um. Af þess- um sökum hefur seðlabankinn í ísrael þrýst á stjórnvöld um að lækka gengið um ein 15%, jafnvel þótt bankinn hafi fram að þessu verið þeirrar skoðunar að gengislækkun væri óæskileg án annarra efnahagsráðstafana. Fjármálaráðuneytið og forsætis- ráðuneytið standa hins vegar fast gegn gengislækkun og bera því við að hún muni einungis ýta undir verðbólgu og hærri laun. Á þessum bæjum telja menn í það minnsta nauðsynlegt að fresta slíkum ákvörðunum þar til næsta ríkisstjórn hefur fengið tækifæri til að koma sér fyrir og vega og meta ástandið. Pað er athyglisvert að helstu útflytjendur eru sama sinnis og segja gengislækkun ekkert gera fyrir bága stöðu útflutningsatvinnuvega auk þess sem skuldir muni hækka. Efnahagsástandið hefur versnað talsvert á þessu ári og þrátt fyrir að- haldssama peningastefnu og tiltölu- lega háa vexti virðist verðbólga vera á uppleið. Hún var 16% í fyrra, en verð- hækkanir í síðasta mánuði voru 2,4% og gera að engu vonir manna um að koma verðbólgunni lengra niður á þessu ári. Þá hefur atvinnuleysi aukist og er nú tæplega 7%, sem er miklu meira en ísraelsmenn eiga að venjast. SUÐUR KÓREA: í fyrra var hagvöxtur í Suður Kóreu með því sem mest gerðist í heiminum á því ári og nú stefnir í svipaðan hag- vöxt. Hann var 12% í fyrra og nú er búist við að hann verði 11,5%. Á sama tíma er mikill afgangur á viðskiptun- um við útlönd. Hann var 9,8 milljarðar bandaríkjadollara í fyrra og nú er reiknað með að afgangur verði 12,5 milljarðar dollara. Það er athyglisvert í þessu sambandi að gengi gjaldmiðils- ins, won, hefur hækkað á þessu ári um ERLEND FRETOBROT 14% gagnvart bandaríkjadollar. Með- al annars af þeirri ástæðu er búist við heldur minni hagvexti á næsta ári og að hann verði á milli 8 og 9%. EB:__________________________________ Deila við Bandaríkin um innflutning á kjöti____________________________ Að undanförnu hafa staðið yfir við- ræður á milli Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna um innflutning á bandarísku kjöti til bandalagsins. Þetta byrjaði allt saman á því að EB setti innflutningsbann á kjötið þar sem hormónainnihald væri of mikið. Átti bannið að koma til framkvæmda 1. janúar á næsta ári og mun ef af verður ná til innflutningsverðmæta sem svar- ar til 130 milljóna bandaríkjadollara. Þessu hafa Bandaríkjamenn mótmælt og hóta að setja 100% toll á innfluttar vörur frá EB sem eru að svipuðu verð- mæti. Viðræðurnar hafa síðan gengið út á það að ná sáttum í málinu og hefur EB t.d. boðist til að láta bannið ekki ná yfir það kjöt sem fer til dýraeldis. Jafn- framt hefur EB boðist til að auka inn- flutning á sérstöku gæðakjöti frá Bandaríkjunum. Þetta hafa Banda- ríkjamenn ekki talið geta komið til greina, þótt þeir hafi látið að því liggja að þeir gætu hugsað sér að draga eitt- hvað úr fyrirhuguð tollum ef af þessu verður hjá EB. Bandaríkjamenn full- yrða nefnilega að kjötið sé gjörsam- lega hættulaust og kröfur EB sé fyrir- sláttur og jafngildi viðskiptahindrun- um. Þeir vilja ennfremur láta sérfræð- inga á vegum GATT skera úr um mál- ið, þ.e. hvort hormónanotkun í dýra- eldi sé hættulegt heilsu manna. Þessu hefur EB neitað og segir að þetta sé pólitískt vandamál, enda gildi sömu reglur varðandi kjötframleiðslu í lönd- um EB. SVfPJÓÐ:____________________________ Færist í vöxt að fjárfesta í Danmörku vegna „sameigin ega markaðarins“ Nýlega samþykkti stjórn Svenska Handelsbanken að festa kaup á dönsku verðbréfafyrirtæki, Thestrup Boersmaeglerselskap AS og vantar nú aðeins vilyrði sænska seðlabankans til að af kaupunum verði. Þar með fetar þessi sænski banki í fótspor margra annarra sænskra fyrirtækja og ekki síst verðbréfafyrirtækja, sem að und- anförnu hafa verið að kaupa hlut í dönskum fyrirtækjum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að með þessu móti eru fyrirtækin að hluta til komin inn fyrir landamæri EB og þar með dregur úr hættu á einangrun þeirra eftir að sameiginlegi markaðurinn verður að veruleika. Annað sem vakir fyrir eig- endum t.d. Svenska Handelsbanken er að vera með útibú á sem flestum stöðum á Norðurlöndum vegna þess að ýmsir bandarískir og evrópskir fjár- festar líta á Norðurlönd sem einn markað. BRA8ILÍA:____________________________ Óttastað breyting skulda í hlutafé auki veröbólgu_______________________ Brasilía er sem kunnugt er ein skuldugasta þjóð Þriðja heimsins og eitt af þeim ráðum sem landið hefur gripið til er að fá skuldum breytt í hlutabréf. Skuldabréfin eru boðin upp einu sinni í mánuði og síðan í febrúar hafa skuldabréf að verðmæti 150 millj- óna dollara verið seld á mánuði undir umsjón seðlabankans. Þar fyrir utan hafa bréf einnig verið seld og áætlað er að skuldum fyrir samtals 6 milljarða dollara hafi verið breytt í hlutafé. Nú vilja menn hins vegar hægja ferðina vegna þess að þegar skuldum í dollur- um er breytt í hlutabréf á skráðu gengi brasilíska gjaldmiðilsins þá er um við- bót við peningamagn að ræða sem hætta er á að auki við verðbólgu. Það er þó ekki á hana bætandi þar sem hún mælist 700% um þessar mundir. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavik. Sími 68 69 88. Umbrot oa útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: isafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta máekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.