Vísbending


Vísbending - 30.11.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 30.11.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM VlÐSKIPTl OG EFNAHAGSMÁL 47.6 30.NÓVEMBER1988 OPINBER UMSVIF OG VELFERÐIN Nauðsp upplýsinga um kostnað og ávinning af opinberum umsvifum Fjárlagafrumvörp hafa verið lögð fram affjórum ráðherrum úr mismun- andi flokkum á síðustu fjórum eða fimm árum. Allir hafa þeir verið ákafir talsmenn aðhalds og samdráttar í ríkis- útgjöldum við upphaf fjárlagatímabils, en allir, sem reynsla er komin á, hafa orðið að lúta í lœgra haldifyrir útgjalda- þenslu þegar upp var staðið. Öll árin hafa skattar ekki dugað fyrir útgjöldum sem þýðir vaxandi ríkisskuldir og um leið aukin vaxtagjöld. Til að ná jafn- vægi er um tvennt að velja; draga úr rík- isumsvifum eða hœkka skatta. Nú ráða ferðinni talsmenn skattahækkana sem oft hafa bent á, að samanborið við önn- ur lönd séum við með tiltölulega lága skatta og ef við viljum búa við svipað velferðarkerfi og þessi lönd þá sé eðli- legt að við greiðum fyrir það með hœrri sköttum. Það er rík ástæða til að staldra hér við og íhuga röksemdarfœrsluna. Skattarnirþaroghér_______________ Þegar skattbyrði er borin saman á milli landa er algengast að nota skatta sem hlutfall af lands- eða þjóðarfram- leiðslu. Þetta er t.d. gert í OECD skýrslunni títtnefndu sem út kom um daginn, en þar er ísland með heildar- skatta (bæði ríkis og sveitarfélaga) upp á u.þ.b. 33% af landsframleiðslu. í OECD löndunum eru skattar hins vegar að meðaltali rúmlega 36% af landsframleiðslu og þetta hlutfall fer jafnvel yfir 40% þegar einungis Evr- mjög miklu í þessu sambandi. Versl- unarráð íslands freistaðist samt til þess fyrir rúmum tveimur árum síðan að reikna þetta út og notaði SDR mynt- körfuna sem viðmiðun til að draga úr áhrifum gengissveiflna. Skv. þessum útreikningum voru skattar á mann hér á landi í SDR þeir tíundu hæstu af Umfang hins opinbera1) % af lfr - 1980 1981 1982 1983 1984 1985 Tekjur 49,3 50,0 52,7 52,9 53,5 52,7 Gjöld 49,6 50,7 54,3 53,7 49,9 51,5 Mismunur -0,3 -0,7 -1,6 -0,8 3,6 1,2 Hrein lánsfjárþörf 2| 3,2 4,0 6,3 4,4 2,5 4,6 1) Ríkissjóður A-hluti, sveitarfélög, almannatryggingar, ýmsir sjóðir og lánastofnanir í B-hluta ríkissjóðs (t.d. byggingarsjóðirnir, Byggðasjóður og LÍN), Rikisfyrirtæki og orkuveitur í B-hluta ríkissjóðs, orkuveitur sveitarfélaga. Utan þessarar skilgreiningar á hinu opinbera eru: Opinberir fjárfestingarlánasjóðir utan B-hluta ríkissjóðs (Framkvæmdasjóður, Iðnlánasjóður, Fiskveiðasjóður o.fl.), ríkisbankar, Seðlabankinn, fyrirtæki og stofnanirmeð minnihlutaeign hins opinbera og aðrir sjóðir notaðir til hagstjómar. 2) jafngildir lágmarksfjárþörf hins opinbera til að mæta tekjuhalla og hreinum lánveitingum. Heimild: Fjárlaga- og hagsýslustofnun 1988. Rikishalli, rikisskuldir og viðskíptajöfnuður við útlönd. ópulönd innan OECD eru tekin með. En nú er vissara að fara varlega í að draga ályktanir. Á það hefur t.d. verið bent, að það geti ruglað svona saman- burð að hlutfall óbeinna skatta af heildarsköttum er hér á landi óvenju hátt. Það var 69% árið 1986 en var á sama tíma aðeins 30% í OECD lönd- unum að meðaltali. Og þar sem óbein- ir skattar reiknast sem hluti af lands- framleiðslu er hætt við að nefnarinn í hlutfallinu fyrir ísland reynist stærri en annars staðar og dragi þar með úr hlutfallslegu vægi skattanna. Til að komast fram hjá þessu hafa menn reynt ýmsar leiðir og þar á með- al að reikna út skatta á mann og bera saman m.v. einn gjaldmiðil. En þetta er líka vandasamt, m.a. vegna þess að sveiflur í gengi gjaldmiðla geta breytt löndum OECD árin 1977 og 1980, en fóru niður í 13. sætið árið 1983. (At- hugunin náði til þessara þriggja ára). Nú er þetta engan veginn einhlítur mælikvarði á skattbyrði og má t.d. nefna að gengissveiflur skipta eftir sem áður talsverðu máli vegna mikil- vægis dollars í SDR myntkörfunni, og einnig að upplýsingar frá mismunandi Efni: • Opinberumsvifog velferðin * Ársreikningur í lit • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.