Vísbending


Vísbending - 30.03.1989, Qupperneq 2

Vísbending - 30.03.1989, Qupperneq 2
VÍSBENDING þegar allt kemur til alls að miklu leyti á okkar valdi að ráða. Hér er stillt upp dæmum með þremur mismunandi forsendum. Dæmi 1 Dæmi 1 gerir ráð fyrir talsvert miklum launahækkunum á næstu 12 mánuðum, eða samtals 20%. Þar af koma 8% fram á 2. ársfjórðungi, 3% á þeim þriðja, 5% á þeim fjórða og 4% á fyrsta ársfjórðungi 1990. Gangi þetta eftir má auðvitað búast við miklum þrýstingi á gengislækkun vegna hækkunar raungengis. I þessu fyrsta dæmi er einmitt gengið út frá því að stjórnvöld lækki skráð gengi, svo að raungengi á mælikvarða launa megi haldast stöðugt. Er þá miðað við að erlend verðbólga verði 1% á ársfjórðungi. Óbreytt raungengi mælt á þennan hátt krefst þá um 15% gengislækkunar á næstu 12 mánuðum. Verðbólgan í þessu dæmi verður 23% á árinu 1989. Dæmi 2 Dæmi 2 gengur út frá sömu launaforsendum og dæmi 1, en nú er gert ráð fyrir að stjórnvöld standist þrýsting um gengislækkun og haldi gengi stöðugu, þ.e. nafngengi. Innflutningsverðlag breytist þá einungis í takt við erlenda verðbólgu og verðbólgan á öllu árinu 1989 verður 16%. Dæmi 3 Dæmi 3 er ef til vill dæmi um það sem stjómvöld hafa alla tíð í orði stefnt að. Þetta er til dæmis það sem hefur verið að gerast á hinum Norður- löndununt undanfarin ár. í þessu dæmi er reiknað með 6% launahækkunum á næstu 12 mánuðum og að raungengi verði haldið stöðugu. Það myndi þýða um 2% gengislækkun á tímabilinu. Verðbólga í þessu dæmi yrði 7% skv. líkaninu. Þess ber þó að geta, að hinum Norðurlandaþjóðunum þætti þetta vera mjög slakur árangur, sem gæfi tilefni til strangra aðhaldsráðstafana. Norð- menn höfðu 7,5% verðbólgu á árinu 1987, en hafa keyrt hana niður með háum vöxtum, föstu gengi, hallalausum ríkisbúskap og með hóflegum launahækkunum. Laun hækkuðu þar um 5-6% í fyrra í samræmi við launastefnu stjómvalda og nú hafa náðst samningar án afskipta stjórnvalda um enn hóflegri launahækkanir. Danir hafa einnig samið um mjög litlar launahækkanir, enda ekki forsendur fyrir öðru þar sem hagvöxtur er þar nánast enginn. Verðbólguvæntingar Það skal ítrekað hér, að dæmunum þremur er stillt hér upp með það í huga að draga fram líklegar afleiðingar ólíkra forsendna, sem eru á okkar valdi að setja. Verðbólga á Islandi er ekki náttúrulögmál og það er á valdi stjórnvalda að móta skilyrði fyrir lægri verðbólgu en hér hefur ríkt. Forsendan um 20% launahækkanir er samt sem áður ekki valin af handahófi. Hún er í nokkru samræmi við meðaltalsvæntingar manna um verðbólgu á árinu 1989, eins og þær birtast t.d. í úrtakskönnun Hagvangs og greint er frá í Hagtölum mánaðarins í febrúar s.l.. Samkvæmt könnuninni reyndist vegið meðaltal sýna 26,3% verðbólgu næstu 12 mánuði. Samt var verðstöðvun í gangi þegar könnunin var gerð í janúar. Það er ekki ótrúlegt að það sem býr á bak við væntingar fólks um verðbólguþróunina næsta árið sé sú trú, að stjórnvöld hafi ekki breytt þeim forsendum sem skipta máli. En hverjar eru þessar forsendur? Ríkisfjármálin í fyrsta lagi skiptir meginmáli hvort tekst að rétta af hallann á ríkissjóði. A síðasta ári brugðust fyrirheit um hallalausan ríkisbúskap mjög hrapalega, og aukið peningainnstreymi vegna hallans á seinni hluta síðasta árs á eftir að hafa áhrif á verðbólgu- þróunina eitthvað fram í tímann. Þá eins og nú var lofað hallalausum ríkisbúskap og því ekki að undra að fólk sé vantrúað á að markmiðið takist á þessu ári. Aukið peningainnstreymi þýðir meiri framkvæmdagleði og aukna eftirspurn eftir vinnuafli, sem aftur hækkar launin. Við það eykst framleiðslukostnaður og tiltölulega auðvelt reynist að velta honum út í verðlagið. Þetta samhengi á milli peninga- innstreymis og launahækkana er nokkuð sem mjög erfitt hefur reynst að meta tölfræðilega og þess vegna hafa menn þurft að grípa til grófra ágiskana. í reynd hafa menn sjálfsagt til viðmiðunar stöðu útflutningsgreina og afkomu ríkissjóðs og reynslu undangenginna ára fremur en fyrirheit stjómvalda. Gengið Það er líka annað sem grefur undan trú manna á fyrirheit stjómvalda um lægri verðbólgu. Með endurteknum gengisfellingum, þrátt fyrir yfirlýsingar um stöðugt gengi, hafa stjórnvöld fyrirgert trúverðugleika slíkrar stefnu. Fólk getur beinlínis reiknað með því að gengið verði fellt um leið og kostnaðarhækkanir reynast útflutnings- fyrirtækjum um megn. Um leið er horfið frá því aðhaldi með launa- samningum sem trúverðug yfirlýsing um stöðugt gengi getur veitt. Gefi peningainnstreymi og launasamningar tilefni til 20% launahækkana á næstu 12 mánuðum skal engan undra þótt gengið verði þess vegna fellt um a.m.k. 15%, sem þýðir óbreytt raungengi á mælikvarða launa. En þá getum við líka reiknað með rúmlega 20% verðbólgu Vextirnir Þriðja forsendan sem stjórnvöld geta haft áhrif á er vaxtastigið. I þróuðum ríkjum, þar sem frjáls fjármagns- markaður er lil staðar, geta stjórnvöld haft áhrif á vaxtastigið eftir ýmsum óbeinum leiðum. Til dæmis með því að hækka eða lækka vexti á lánum sem seðlabanki veitir viðskipta- bönkum, með hækkun eða lækkun innlánsbindingar og með því að kaupa eða selja skuldabréf á verðbréfa- markaði. En það er tæplega hvergi nema hér á landi sem stjómvöld grípa til þess ráðs að lækka vexti til að draga úr verðbólgu. I næstum öllum helstu viðskipta- löndum okkar hefur verðbólga verið á uppleið seinustu misserin og alls staðar hefur verið gripið til sömu ráða, þ.e. vaxtahækkana. Ef til vill eiga yfirlýsingar stjórnvalda um vaxta- lækkanir sinn þátt í almennum verðbólguvæntingum og skyldi engan undra. Einnig mætti hafa þá staðreynd í huga að verðbólga hefur þrátt fyrir allt verið um þriðjungi lægri að meðaltali á árunum eftir að vaxtaákvörðun var gefin frjáls samanborið við næstu ár á undan.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.