Vísbending


Vísbending - 30.03.1989, Blaðsíða 3

Vísbending - 30.03.1989, Blaðsíða 3
VÍSBENDING NOKKUR ORÐ UM VERÐ- BÓLGU- LÍKÖN Dr. Helgi Tómasson íslendingar hafa búið við óvissu og spennu í verðlagsmálum um áratuga skeið, sem kallar á spá um þróun verðlags. Ymsar aðferðir hafa verið reyndar en sú aðferð sem hvað best hefur gefist (á íslandi og annars staðar) er að spá verðbreytingum út frá breytingu launa og breytingu inn- flutningsverðs. Slíkar aðferðir duga vel til að útskýra liðnar verðbreyt- ingar, þ.e. þegar breytingar þessara stærða eru þekktar. Vandinn við að nota þessa aðferð felst því að hluta í að spá launahækkunum og inn- flutningsverðbreytingum. Þetta á við um spár til skamms tíma, þ.e. yfir minna en 2 ára tímabil. Ef spáð er til lengri tíma verður að hafa í huga aukna framleiðni, breytta samsetningu hagkerfisins o.s.frv.. Áhrif gengisbreytinga. Innflutningsverð er margfeldi erlends verðs og gengis íslensku krónunnar. Gengisbreytingar á Islandi eru algengar og vel þekktar í tengslum við “efnahagsaðgerðir”. Okkar gengisbreytingar hafa undanfarna áratugi verið miklu stærri en erlend verðbólga og því ráðandi í verðþróun innflutnings til landsins. Vísbending um væntanlegar gengisbreytingar í náinni framtíð er þróun raungengis, þ.e. þróun innlends verðlags miðað við erlent verðlag. Við gengisfellingu lækkar raungengi og samkeppnisstaða þeirra greina sem keppa við innflutning batnar. Síðan hækkar gjarnan verðlag og launa- kostnaður umfram erlent verðlag, sem þýðir hærra raungengi. Þetta þrýstir á frekari gengislækkun. Tímasetning gengisfellingar getur síðan einnig ráðist af tísku í efnahagsstjórn. Áhrif launabreytinga. Við gerð launaspár ræður almenna (sjálfvirka) prósentan í kjarasamningum ásamt flæði “nýrra peninga” inn í kerfið. Með nýjum peningum er hér átt við auknar tekjur útflutnings, aukin erlend lán og seðlaprentun. Ahrif þessara stærða í launamyndun eru mjög vandmetin. Sem dæmi um erfiðleika við að spá launum má minna á launaspár eftir kjarasamninga 6. desentber 1986. Þá voru lágmarkslaun hækkuð um ca. 25% og gert ráð fyrir ca 7% hækkunum á árinu. Þetta kölluðu menn að verið væri að “færa taxta að greiddu kaupi” og ekki væri nema um ca. 3% hækkun að ræða. A þessu reistu menn síðan verðbólguspár sem reyndust allt of lágar. Þegar upp var staðið í árslok 1987 höfðu laun hækkað um ca. 40%. Þessum 40% hefði mátt spá með eftirfarandi skilningi: 25% hækkun lágmarkslauna fer upp eftir öllum launastiganum, 7% áfangahækkanir til viðbótar á árinu og vegna þessara miklu almennu launahækkana fer fram- færsluvísitalan fram úr “rauðum strikum” í alntennum kjarasamningum. Af þeim sökum er því nauðsynlegt að bæta við hækkun upp á 5%. Miðað við fyrri forsendur um launahækkanir hefði líkan það er hér er notað spáð um það bil 10% verðbólgu á árinu 1987. Hins vegar miðað við þá launaþróun sem raunverulega átti sér stað hefði líkanið spáð 30% verðbólgu. Raunin varð 24% verðbólga. Skyndiaðgerðir stjórnvalda. Við spár til mjög skamms tíma (3-6 mánaða) skipta “skyndiaðgerðir” stjórnvalda máli. Með “skyndi- aðgerðum” er átt við breytingar á sköttum, breytingar á niðurgreiðslum, íhlutun um verðlag o.s.frv. I Vísbendingu frá 8. júní 1988 voru birtar nokkrar verðbólguspár. Á þeim tímapunkti var algjörlega óljóst hvað gerast myndi með haustinu. Hugsanlega mátti vænta stórkostlegrar gengisfellingar, aukinna niður- greiðslna, lögbindingu launa, verð- stöðvunar eða einhvers annars. Reyndin varð, miðað við íslenskar aðstæður hófleg gengisfelling, launafrysting og verðstöðvun. Þetta sýnir að litlu er að treysta um nána framtíð þegar íslenskt efnahagslíf er annars vegar. En hver voru áhrif verðstöðvunar haustið 1988? Líkan það sem hér er notað spáði að meðaltal 4. ársfjórðungs yrði u.þ.b. 5% hærra en meðaltal 3. ársfjórðungs. Raunin varð u.þ.b. 2%. Hér skakkar 3%, sem undirritaður eignar að hálfu verð- stöðvuninni. Meðaltal 1. ársfjórðungs 1989 verður u.þ.b. 4% hærra en meðaltal 4. ársfjórðungs 1988. Líkanið spáði hins vegar u.þ.b. 1,5%. Hér munar 2,5% sem að hluta má skýra með "röfðum" verðhækkunum vegna verð- stöðvunar. Skyndiaðgerði stjórnvalda virðast því Éytja verðbólgu milli ársfjórðunga. Til langs tíma virðast skyndi- aðgerðir stjórnvalda ekki hafa mikil áhrif. Einfalt verðbólgulíkan Hægt er að hugsa sér einfalt haglíkan til að skýra verðlagsþróun: 1) Verðlag háð laununt og innflutningsverði 2) Laun háð kjarasamningum og flæði “nýrra peninga” 3) Gengi háð raungengi og pólitískum vindum (innflutningsverð=gengi x erlent verð) Nákvæmni í spám sem þessum fer eftir tölfræðilegum “gæðum” þess líkans sent notað er. En hafa ber í huga að til að ná góðum árangri er nauðsynlegt að hafa góðar mælingar. Þ.e. réttar breytur rétt mældar. Undirritaður telur að mat á launahækkunum hafi innbyggða ntæliskekkju með staðalfrávik u.þ.b,. 1%. Við gerð þess líkans sent hér er notast við voru notuð gögn frá tímabilinu 1968-1988. Samkvæmt þeint virðast kauphækkanir og gengisfellingar skila sér út í verðlagið á um það bil hálfu ári.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.