Vísbending


Vísbending - 25.01.1990, Síða 2

Vísbending - 25.01.1990, Síða 2
VÍSBENDING RAUNVEXTIR óverdtt. verdtr. lán lán Kssssa mzm * m.v. eldri lánskjaravísitölu Heimild: Seðlabanki íslands lækkun, hækkun raunvaxta eða önnur áföll og ganga út frá því að allt annað breytist tiltölulega lítið. En yfirleitt læra menn af reynslunni og ganga betur búnir til nýrra verkefna, ef þeir eru þá látnir óáreittir og búa við sæmilega stöðug skilyrði af hendi stjórnvalda. LÆRUM AF REYNSLUNNI Árið 1986 voru gerðir kjarasamn- ingar sem mörgum eru minnisstæðir vegna þess að samið var um tiltölulega hóflegar launahækkanir miðað við það sem áður hafði þekkst. En það var samið um fleira. Stjórnvöld féllust á kröfur samningsaðila um verulegar skattalækkanir og auknar niðurgreiðsl- ur auk þess sem því var lofað að vextir lækkuðu og að gengið yrði fast. Það ríkti veruleg bjartsýni á þessum tíma, enda höfðu ytri aðstæður batnað rnjög skyndilega vegna olíuverðslækkunar, hærra fiskverðs og lægri vaxta á erlendum lánum. Og markmiðið var að nýta þessi hagstæðu skilyrði til að ná verðbólgunni niður í eitt skipti fyrir öll. Fljótlega í kjölfar aðgerðanna lækkaði framfærsluvísitalan um 1,2 stig og yfir allt árið hækkaði verðlag um aðeins 13%. Það leið hins vegar ckki á löngu þar til ljóst var að stjórnin hafði misst tökin á verðbólgunni og mikil þensla einkenndi árið 1987. Er ekki ósennilegt að þar hafi lagst á eitt, aukinn ríkissjóðshalli í kjölfar aðgerð- anna í tengslum við kjarasamningana árið á undan og of lágir vextir fram á mitt ár 1986. Veruleg hækkun lægstu launa í lok ársins 1986 bætti heldur ekki úr skák. Raunvextir hækkuðu síðan talsvert í kjölfar meira frelsis í vaxtaákvörðun- um um mitt árið 1986 og héldu áfram að hækka árið 1987 svo sem eðlilegt var í ljósi mikillar lánsfjáreftirspurnar. Almenn bjartsýni um framtíðina og yfirlýsingar stjórnvalda um að vextir ættu að lækka hefur sjálfsagt ýtt undir lánsfjáreftirspurn og í sjálfu sér stuðlað að mjög háum vöxtum árin 1987 og 1988. Það var svo fyrst á s.l. ári sem vextirnir fóru að bíta og að draga fór úr lánsfjáreftirspurn, sem hefur aftur stuðlað að lækkun raun- vaxta. Það hefur líka dregið verulega úr þenslu og 24% verðbólgu á síðasta ári má ekki síst rekja til mikilla gengislækkana, ólíkt því sem var árið 1987 þegar verðbólga varð 26% þrátt l'yrir stöðugt gengi. Lærdómurinn er fyrst og fremst þessi: Hóllegir kjarasamningar duga skammt til að lækka verðbólgu nema að saman fari aðhald í ríkisfjármálum og í peningamálum. Aðgerðir í tengslum við kjarasamninga sem auka ríkis- útgjöld og pína raunvexti meira niður en orðið er geta aðeins leitt til áfranthaldandi verðbólgu og engra raunverulegra kjarabóta þegar upp er staðið. VERÐBÓLGA hvers ársfjóröungs á ársgrundvelli I II III IV I II III IV I II III IV I II III IV I 'II III IV I II III IV I II III IV 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.