Vísbending


Vísbending - 22.02.1990, Side 2

Vísbending - 22.02.1990, Side 2
VÍSBENDING sem hlýzt af frjálsum fjármagns- viðskiptum í markaðsbúskap vest- rænna ríkja. Efnahagslífið í Austur- Evrópu er eins og slitin vél, sem er að verða olíulaus. Þróunarlöndin hafa sem betur fer ekki fallið í þessa gryfju, þegar á heildina er litið, eins og myndin sýnir. Ríkis- stjórnir þeirra hafa yfirleitt góðan skilning á gildi verzlunar og þjónustu í þjóðarbúskapnum og leggja áherzlu á áframhaldandi uppbyggingu margvís- legrar þjónustustarfsemi. Mörg þróun- arlönd hafa umtalsverðar gjaldeyris- tekjur af þjónustuúlflutningi. Það hafa Austur-Evrópuþjóðirnar reyndar líka, einkum af skipaflutningum og ferða- þjónustu, þótt þær hafi vanrækt innlenda þjónustu. Við íslendingar getum lært af þessu. Við eigum ekki að einblína á frum- framleiðslu eins og Marx og Lenín, þegar við leggjum á ráðin um þróun atvinnulífs í landinu á komandi árum. Við megum ekki iáta ofuráherzlu á ‘ ‘ undirstöðuatvinnuvegina’ ’ byrgja okkur sýn. Að sjálfsögðu hljótum við að vísu að binda miklar vonir við frekari uppbyggingu iðnaðar og orkubúskapar í framtíðinni, en við eigum að taka verzlun og þjónustu með í reikninginn. Vaxtarbroddur atvinnulífsins í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku er einmitt iðnaður, verzlun og þjónusta. Sama á við um hagvaxtarundrið í Asíu. Hví ekki hér líka? Landbúnaður og stjórnsýsla Við íslendingar getum lært ýmislegt fleira af óförum Austur-Evrópu- þjóðanna í efnahagsmálum. Tvennt af því, sem umbótasinnar þar eystra lcggja mesta áherzlu á þessi misserin, er sérstaklega umhugsunarvert fyrir íslenzk stjórnvöld nú. Fyrra atriðið varðar landbúnað. Þar eystra eins og hér og víðar í Vestur-Evrópu hefur framleiðslukostnaður í landbúnaði verið rofinn úr samhengi við markaðs- verð afurðanna í skjóli óhóflegrar niðurgreiðslna auk annars. Umbóta- sinnar í Austur-Evrópu leggja því mikið kapp á það nú, að bændur verði knúnir til hagræðingar með aukinni samkeppni á búvörumarkaði og minni ríkisafskiptum. Síðara atriðið varðar stjórnsýslu. Austur-evrópskir umbóta- sinnar leggja ríka áherzlu á nauðsyn þess, að stjórnvöld dragi úr afskiptum af rekstri fyrirtækja og hætti að velja dygga flokksmenn til opinberra stjórnsýslustarfa án tillits til þess, hvort þeir hafi aflað sér reynslu og þekkingar á viðkomandi vettvangi. Hljómar þetta ekki kunnuglega? UM ARÐSEMI / I SJÁVAR- UTVEGI Dr. Ásgeir Daníelsson Það er augljóst mál að vegna mjög auðugra fiskimiða í kringum landið, þá er ísland mjög hentugt til fiskveiða. Það eru þessi fiskimið í kringum landið og nýting þeirra sem er undirstaðan undir velferð fólks í landinu. Það er einnig ljóst að þótt þeir sem starfi beint við fiskveiðar og fiskiðnað telji tæplega 15% af öllu vinnuafli í landinu, þá eru það sveiflur í íslenskum sjávarútvegi sem ráða sveiflunum í íslenskum þjóðarbúskap. Af þessum staðreyndum er oft freistandi að álykta sem svo að sjávar- útvegur hljóti að vera sérstaklega arðvænleg atvinnugrein á Islandi, langt umfram aðrar greinar. En er það svo? Samanburður á arðsemi. Vissulega eru mörg dæmi unt einstaklinga sem hafa hagnast vel á sjávarúlvegsfyrirtækjum, en þcgar afkomutölur sjávarútvegsfyrirtækja eru bornar saman við afkomulölur fyrir aðrar greinar, þá kemur ekki í Ijós sú mynd sem við hefði mátt búast, eins og vel sést á mynd 1. Myndin sýnir afkomu sjávarútvegs annars vegar og ‘annarra’ greina hins vegar. Með sjávarútvegi er hér átt við fiskveiðar og fiskvinnslu, en með ‘öðrum’ greinum er átt við allar greinar framleiðslu og þjónustu nema opinbera þjónustu, landbúnað, slátrun, mjólk- og kjötiðnað, ál- og kísiljárnframleiðslu, og þjónustu við bandaríska herinn og erlend sendiráð. Opinberri þjónustu er sleppt vegna þess að sú starfsemi hefur ekki arðsemi að markmiði og þjónusta við bandaríska herinn og erlend sendiráð er að mestum hluta til vinna einstaklinga sem þeir fá laun fyrir. Ál- og kísiljárnframleiðslunni var sleppt vegna þess að þessi fyrirtæki hafa algjöra sérstöðu og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins eru takmörkuð. Landbúnaði, slátrun, mjólk- og kjötiðnaði var sleppt vegna þess að þessar greinar hafa um margt sérstöðu, sérstaklega þegar þær eru bornar saman við aðrar greinar sem hafa arðsemi sem markmið. Þær tölur sem myndin byggir á eru fengnar úr þjóðhagsuppgjörum út frá framleiðsluhlið sem Gamalíel Sveins- son hefur unnið að hjá Þjóðhags- stofnun. Eg hef einungis áætlað hlut eigendalauna í því sem telst til rekstrar- hagnaðar í framleiðsluuppgjörunum og fært þann hluta til launa. Rekstrarhagnaður er hér sá hluti af hreinum þáttatekjum greinarinnar sem ekki fer til að greiða laun eða launa- tengd gjöld, en hluti af þessurn hagnaði af starfseminni sem slíkri fer í að greiða raunvexti af áhvílandi lánum, hluti fer í beina skatta til hins opinbera og hluta halda fyrirtækin eftir sem hreinum hagnaði eftir skatta. Arðsemi er hér reiknuð sem hlutfall rekstrarhagnaðar af framleiðslutekjum greinanna og mynd 1 sýnir arðsemi, þannig reiknaða, í prósentum fyrir árin 1973-1986. Þetta hlutfall er auðvitað ekki fullkominn mælikvarði á þá arð- semi fjármagnsins sem við vildum geta mælt, en nokkuð öruggt er að þessi mælikvarði sýnir réttilega breytingar á raunverulegri arðsemi, auk þess sem ótrúlegt er annað en að oft sé hægt að lesa mismun á raunverulegri arðsemi tveggja greina út úr hlutfalli rekstrar- hagnaðar af framleiðslutekjum. Minni arðsemi - Meiri sveiflur. Það er þrennt sem vekur strax athygli þegar mynd 1 er skoðuð. I fyrsta iagi er það augljóst að arðsemi í sjávar- útvegi er verulega niikið lægri en arðsemi í ‘öðrum’ greinum og er þessi mismunur meiri en svo að sennilegt sé að aðrir og betri mælikvarðar á arðsemi gefi aðra niðurstöðu varð- andi tiltölulega arðsemi sjávarútvegs. Á þeim 14 árum sem athugunin nær til, þá var meðalarðsemi í sjávarútvegin- um 1,1%, en í ‘öðrum’ greinum var hún 8,7%. Ef til vill er hægt að skýra nokkurn hluta af þessum mun á fyrri hluta tímbilsins með því að sjávar- útvegurinn hafi fengið stærri verð- bólgu-tilfærslur en aðrar greinar á þeim

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.