Vísbending


Vísbending - 22.02.1990, Blaðsíða 3

Vísbending - 22.02.1990, Blaðsíða 3
VÍSBENDING MYND 1 AfKoma sjávar- Afkoma "annarra' Afkoma allra útvegsgreina greina greinanna tíma þegar raunvextir voru neikvæðir. Það er einnig trúlegt að þessi ntikli munur í arðsemi skýrist að nokkru af því að fyrirtæki í sjávarútvegi séu í meira rnæli en fyrirtæki í öðrum greinum rekin með önnur markmið en arðsemi að leiðarljósi. í annan stað eru sveiflurnar í arðsemi sjávarútvegsins mikið meiri en sveiflurnar í arðsemi ‘annarra’ greina. Staðalfrávik arðsemishlutfalls- ins var 4,5% fyrir sjávarútveginn en aðeinsl,4% fyrir ‘aðrar’ greinar. í þessu sambandi er vert að geta þess að við útreikning á arðsemi sjávarútvegs- ins þá reiknaði ég sem framleiðslu- tekjur samanlagðar framleiðslutekjur fiskveiða og fiskvinnslu. Ef ég hefði dregið milliviðskipti þessarra greina frá, þá hefðu, nteð þeirri aðferð sem hér er notuð, komið í ljós enn meiri sveiflur í arðsemi sjávarútvegs. En það sarna á vitaskuld við um arðsemi ‘annarra’ greina. Þar hefur ekki heldur verið tekið tillit til milliviðskipta greinanna nema hvað varðar verslunina. í þriðja lagi, þá sýnir mynd 1 glöggt að arðsemi ‘annarra’ greina breytisl oft í gagnstæða átt við arðsenti sjávar- útvegs. Þegar uppgangur er í sjávarút- vegi þá minnkar arðsemi ‘annarra’ greina, en þegar sjávarútvegurinn verður fyrir áföllum, þá er arðsemi ‘annarra’ greina hvað mest. Einkum er þetta áberandi árið 1983. Og þetta skeður þrátt fyrir að velta ‘annarra’ greina á föstu verðlagi dregst saman um leið og tekjur í þjóðfélaginu þegar sjávarútvegurinn verður fyrir áföllum. Ef við skoðum fylgni á milli arðsemi í sjávarútvegi og arðsemi ‘annarra’ greina þá kemur í ljós að það er neikvæð fylgni upp á -0,44 milli þcirra. Þetta er að vísu ekki mikil fylgni, en telst þó vera marktæk. Mikil arðsemi í sjávarútvegi fer þannig saman með lítilli arðsemi í ‘öðrum’ greinum og öfugt. Milli arðsemi í fiskveiðum og arðsemi í fiskvinnslu er aftur á móti jákvæð fylgni upp á 0,5, sem sýnir að þessar mjög svo tengdu greinar skipta velgengni og áföllum sæmilega bróðurlega á ntilli sín. Þelta sést í mynd 2. Aftur á móti er ekki hægt að finna neitt marktækt samband á milli arðsemi í heild og arðsemi í sjávarútvegi, þótt sumirhlutaraf línuritinu í mynd 1 gætu gefið tilefni til að ætla að neikvætt samband sé þarna á milli. Þessar staðreyndir eiga sér nokkuð eðlilegar skýringar. Velgengnin í sjávarútvegi skapar auknar tekjur og aukna eftirspurn eftir vörum og vinnuafli. Og þótt þessi aukna eftir- spurn eftir vörum og þjónustu, sem ‘aðrar’ greinar framleiða, auki tekjur þessarra fyrirtækja (sérstaklega þeirra fyrirtækja, sem þurfa ekki að hafa áhyggjur af samkeppni erlendis frá, en sú samkeppni eykst með hækkuðu raungengi á velgengnistímum sjávar- útvegsfyrirtækja), þá minnkar arðsemi þeirra vegna þess að launakostnað- urinn vex hraðar en tekjurnar. A samdráttartímum í sjávarútvegi skeður það gagnstæða. MYND 2 Afkoma veida Afkoma Afkoma og vinnslu fiskveida fiskvinnslu

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.