Vísbending


Vísbending - 19.04.1990, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.04.1990, Blaðsíða 2
VÍSBENDING UTFLUTNINGSMARKAÐIR Vöruútflutningur V.Evrópai 69% s////////// /////////// /////////// ////////// ////////// /////////// / / / Bandarikin i il ......... Japan f;I;:;I■ A.Evrópa [///5% Annaö íO&M5% SíSiSS; 1989 Heimild: Hagtölur mánaðarins ■■ ■ ■’5/° ■■■-■■■■■ 6% 1986 ;;;; 50% ;;;i / / / / y y y y / / / /////////// /////////// /////////// /////////// /////////// /////////// 3% -rrrd 8% _______| HgjH&J-MvE-: FiíSSíSí 11% ííiSíiSí p'//sssM:..«8888381 1983 samgangna farið minnkandi. Hann var 15% af útflutningstekjum árið 1983, 13% árið 1986 og var kominn niður í 10% árið 1989. í öðru lagi hafa tekjur af ferðamönnum farið mjög vaxandi. Hlutfallslegt mikilvægi þeirra hefur tvöfaldasl frá árinu 1983; vaxið úr 3% af útflutningstekjum í 6%. í þriðja lagi hefur hlutur ísvarins fisks eflst mjög, eða frá því að vera 3% útflutnings- tekna árið 1983 í 8% árið 1989. Breytt vægi útflutningsmarkaða Árið 1986 fór af stað breyting á vægi markaða fyrir vöruútflutning sem nú virðist vera að festast í sessi. Þessi breyting fól það helst í sér að vægi Bandaríkjamarkaðar og Rússlands- markaðar minnkaði til muna, en vægi Evrópumarkaðar og Japansmarkaðar jókst þeim mun meira. Til V.Evrópu fer nú næstum 70% alls vöruútflutnings, en þangað fór áður einungis um 50%. Samsvarandi minnkun hefur átt sér stað á vöruútflutningi til Bandaríkjanna, eða úr tæplega 30% á fyrri hluta síðasta áratugar í 13% í fyrra. Og nú er Japansmarkaður orðinn eins mikilvægur og Rússlandsmarkaður var á fyrri hluta síðasta áratugar, en vægi þess rússneska aftur orðið þeim mun minna. GENGl KRÓNUNNAR Mikil umskipti frá árinu 1989 Ef marka má yfirlýsingar stjórnvalda má búast við stöðugu gengi á þessu ári gagnvart vegnu meðalgengi helstu viðskiptaþjóðanna. Þetta verða mikil umskipti ef rétt reynist vegna þess að í fyrra hækkaði gengi erlendra gjaldmiðla um 31% að meðaltali. Mest hækkuðu myntir þeirra Evrópu- þjóða sem hafa með sér samstarf í gengismálum, eða um nálægt 40% gagnvart krónunni. Gengi dollars hækkaði um 32% og svipuð hækkun varð á gengi norsku og sænsku krónunnar. Gengi sterlingspunds og japansks yens hækkaði mun minna; pundið um tæp 18% og yenið um tæp 16%. Eins og alltaf þegar gengið fellur eru áhrifin mjög tvíbent. Annars vegar fást fleiri krónur fyrir útflutta vöru og þjónustu og hins vegar þarf fleiri krónur til að greiða erlendar skuldir. Þeir sem skulduðu í erlendum gjaldmiðlum á síðasta ári hafa vegna gengis- lækkunarinnar þurft að greiða afar háa raunvexti, mun hærri en tíðkaðist af innlendum lánum (sjá Vísbendingu frá 21. des. s.l.). Nú horfa rnálin hins vegar öðru vísi við vegna meiri gengis- stöðugleika á þessu ári. Með meiri gengisstöðugleika krón- unnar beinist athyglin í ríkara mæli að gengisþróun erlendra gjaldmiðla innbyrðis. Það sem af er árinu hefur gengi dollars verið að styrkjast gagnvart Evrópumyntum og þá einkum gagnvart sterlingspundi, en þó sér í lagi gagnvart japönsku yeni. Dollarinn hefur ekki verið eins sterkur gagnvart yeni síðan í janúar 1987.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.