Vísbending


Vísbending - 19.04.1990, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.04.1990, Blaðsíða 4
VÍSBENDING ÍTALÍA:___________________________ Síðustu leifar fjármagnshafta hverfa um næstu mánaðamót Samkvæmt samkomulagi EB ríkj- anna eiga allar hömlur á fjármagns- flutninga að vera horfnar í júlí á þessu ári. (Grikkland írland og Portúgal fá þó lengri frest). Löndin hafa smám saman á undanförnum misserum verið að aflétta þessum hömlum og nú er svo komið að einungis Italía á eftir að losa endanlega um hömlur. Og ítalir ætla ekki að bíða til júlí með slíkt því að þeir hafa nú ákveðið að gefa fjármagnsflutninga að fullu frjálsa frá og með næstu mánaðamótum. Þetta þýðir að þá geta Italir lagt sparifé inn á sparireikninga erlendis og átt erlenda gjaldeyrisreikninga í bönkum á Italíu. Menn hafa haft af því nokkrar áhyggjur að fjármagn eigi eftir að flytjast úr landinu þegar hömlum yrði aflétt. Ráðamenn eru þó fremur bjartsýnir um þessar mundir á að til fjármagnsflótta í stórum stíl þurfi ekki að koma. I því sambandi nefna þeir sterka stöðu ítölsku lírunnar og háa vexti innanlands. Raunar hefur átt sér stað innstreymi fjármagns á þeim tveimur árum sem dregið hefur verið úr hömlum. Ráðamenn eru engu að síður sammála um að lækka verði skatta á vexti til að draga úr hættu á fjármagns- flótta eftir að hömlurn hefur verið aflétt. Skattur á vexti sem vaxta- greiðendur innheimta er nú 30% og ítalski seðlabankinn vill lækka hann niður í 20%. Menn telja þó ólíklegt að skatturinn verði lækkaður svo mikið þar sem ríkið hefur af honum verulegar tekjur. Forráðamenn ríkissjóðs hafa lil dæmis stungið upp á 25% skatti. Eftir sem áður yrði þessi skattur með þeim hærri í löndunt EB. UNGVERJALAND: Mikil aðsókn erlendra fjárfesta Ahugi margra öflugra fyrirtækja á Vesturlöndum beinist nú í vaxandi mæli að fjárfestingartækifærum í löndum Austur Evrópu. A.Evrópu-löndin eru í óða önn að breyta lögum og reglugerðum sem lúta að erlendum fjárfestingum með það fyrir augum að laða að erlcnt fjármagn, en eru mislangt á vegi stödd. Af þessum löndum er það Ungverjaland sem lengst hefur gengið í því að breyta lögum í frjálsræðisátt og þar er jafnvel hlutabréfamarkaður kominn vel á legg. Næstum öll stærstu ríkisfyrirtækin ERLEND FRETIABROT leita nú að erlendum samstarfsaðilum eða kaupendum. Og áhugi erlendra fyrirtækja er svo mikill að nú er vöntun á ungverskum fyrirtækjum sem hafa burði til að taka á móti eins miklum fjármunum og erlend fyrirtæki bjóða fram. Fullyrt er að sérhvert ungverskt fyrirtæki sem sýnir fram á sæmilega fjárhagsstöðu geti orðið sér út urn nægt fjármagn. Bestu fyrirtækin hafa þegar fengið verulegt erlent fjármagn í gegnum samstarfssamninga eða beint með eignaraðild erlendra fyrirtækja. Dæmi um erlend fyrirtæki sem hafa keypt hlut í ungverskum fyrirtækjum eru General Electrics, General Motors Suzuki og Digital Equipment. V. ÞÝSKALAND: Útiloka skattahækkanir til að fjármagna sameiningu þýsku ríkjanna V.þýski fjármálaráðherrann, Theo Waigel, hefur nýlega lýst því yfir að ekki komi til greina að hækka skatta til að fjármagna sameiningu þýsku ríkjanna; ekki aðeins á yfirstandandi fjárlagaári heldur á næstu fjórum árum a.m.k. Fjármálaráðherrann sagði enn- fremur að búast mætti við auknum hagvexti og þar með meiri skatttekjum sem ættu að duga til að fjármagna sameininguna. Hins vegar myndi skattbyrðin ekki aukast. Helmut Kohl, kanslari, hefur tekið undir þá skoðun að skattar hækki ekki, en telur að kostnaður við sameiningu verði fjármagnaður með því að draga á móti úr framlögum til varnarmála og samgöngumála. Hrun Berlínarmúrsins er þegar farið að segja til sín í v.þýskum efnahag. A þessu ári er nú búist við 4% hagvexti sem er nokkru meira en áður var spáð. Er aukningin aðallega til komin vegna aukins útflutnings til A.Þýskalands. Hagfræðingar hafa einnig endur- skoðað spár til lengri tíma og komist að þeirri niðurstöðu að hagvöxtur verði 3,5% árið 1991 í stað 2,5%. Þeir áætla einnig að verðbólga verði áfram á bilinu 3 til 3,5%. SJÖVELDIN: Ráðleggja öllum löndum að efla sparnað með tiltækum ráðum Fjármálaráðherrar og seðlabanka- stjórar helstu iðnríkjanna hittast reglu- lega og hittust nú síðast þann 7. apríl. (Þessi ríki eru Bretland, Bandaríkin, Japan, Kanada, Frakkland, Ítalía og V.Þýskaland). A þessum fundum er skipst á skoðunum um efnahagsmál í heiminum almennt og hvernig bregðast skuli við vandantálum sent til staðar eru hverju sinni. í sameiginlegri yfirlýsingu þátttak- enda var undirstrikuð þörfin á nánu samstarfi ríkjanna til að ná mark- rniðunt um varanlegan hagvöxt, litla verðbólgu og stöðugra gengi. I því sambandi var sérstaklega tekið fram að lönd sem byggju við halla á ríkisbúskap og á viðskiptajöfnuði ættu að draga úr ríkissjóðshalla og leita leiða lil að efla sparnað. Allir þátttakendur voru sammála urn að hvetja ætti til sparnaðar í öllum löndum með viðeigandi ráðstöfunum. Og þau lönd sem hefðu afgang á viðskiptum sínum við útlönd ættu að stuðla að aukinni eftirspurn heima fyrir án þess að slíkt leiddi til verðbólgu. Fjármálaráðherrarnir og seðlabanka- stjórarnir fögnuðu einnig þeirri þróun sem átt hefur sér stað í A.Evrópu í átt til ntarkaðsbúskapar. Þeir lýstu nt.a. yfir vilja sínunt til að aðstoða þessi lönd í viðlcitni þeirra til að afnema hömlur á fjármagnsflutningum. Þeir lýstu einnig yfir áhyggjum sínum af lækkun japanska yensins gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum og undirstrikuðu skuldbindingu sína um að vinna að meiri samræmingu á efnahagsstefnu ríkjanna og þar á meðal í gengismálum. Ritstj. og ábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Prentun: Prentsmiðjan Gutenberg hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfisútgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.