Vísbending


Vísbending - 10.05.1990, Blaðsíða 3

Vísbending - 10.05.1990, Blaðsíða 3
VÍSBENDING eru við lýði. Bæta mætti við kostnaði vegna affalla af lánum Byggðasjóðs, vegna vildarkjara í nokkrum líf- eyrissjóðum hins opinbera og ýmiss konar fyrirgreiðslu í landbúnaði og sjávarútvegi. Þetta heyrir þó nú orðið til undantekninga eftir að vaxtafrelsi varð á almennum lánsfjármarkaði hérlendis. Lokaorð Ofangreint ætti þó að nægja til þess að sýna okkur fram á verulegar veilur í velferðinni. Kostnaður ríkisins vegna framangreindra lána á sérkjörum nam 37% af vaxtajöfnuði til útlanda árið 1988 (á sambærilegu verðlagi). Ef við gefum okkur að þjóðfélagið vilji aðstoða einstaklinga við öflun eigin húsnæðis og menntunar hlýtur að skipta miklu máli að þetta sé gert með hagkvæmum og markvissum hætti. Reglum unt frádráttarbæmi vaxta- greiðslna af íbúðarhúsnæði hefur verið breytt í skattakerfinu þannig að ívilnun verður markvissari og ódýrari en ella. Húsbréfakerfinu er ætlað að draga úr kostnaði í húsnæðiskerfinu. Enn sýnist þó talsvert í land að auka nægilega hagkvæmni og ráðdeild í sluðningi ríkisins við öflun eigin húsnæðis og menntunar. leyfðar voru í vaxtafrádrátt. Eins og sést í töflunni og á 1. rnynd nam kostnaður árið 1988 (á verðlagi ársins 1989) vegna húsnæðislána liðlega 1,5 milljörðum króna, skatta- frádrátturinn kostaði ríkissjóð yfir 1,1 milljarð og vaxtaleysi námslána rösk- lega einn milljarð króna. Smanlagt verða þetta um 3740 millj.kr. 2. tafla sýnir samsvarandi ívilnanir sem lánþegar njóta rniðað við að þeir tækju lán á almennum markaði. Samtalan verður þá, sbr. einnig 2. mynd, um 4745 millj.kr. Mismunur á kostnaði ríkisins og hagræði einstaklinga ætti einkum að stafa af því að ríkið getur tekið ódýrari lán en einstaklingar. Hins vegar er hætt við að auknar lántökur ríkisins á innlendum markaði valdi að öðru jöfnu vaxtahækkun þannig að fyrr- greindur munur í vaxtakostnaði er ekki hreinn þjóðfélagslegur ábati. Takið ríkið lán erlendis getur það valdið auknni verðbólgu og raunvaxtahækkun við vissar aðstæður. Til þessa þyrfti að taka tillit ef meta á ábata þess fyrir þjóðfélagið að ríkið stundi þessar tilfærslur. Önnur lán á sérkjörum Framangreint er ekki læmandi upp- talning á lánum á sérkjörum sem enn 2. mynd ÍVILNUN VEGNA LÁNA á sérkjörum til öflunar eigin húsnæöis og menntunar m.v. markaösvexti á hverjum tíma á verölagi ársins 1989

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.