Vísbending


Vísbending - 10.05.1990, Blaðsíða 4

Vísbending - 10.05.1990, Blaðsíða 4
VÍSBENDING KB:_____________________ Ráðstafanir til að tryggja samkeppni í flugsamgöngum Evrópubandalagið hefur af því nokkrar áhyggjur að stærstu flugfélög- in ryðji þeim smærri út af markaðinum þegar samkeppnishömlur verða af- numdar árið 1992. Þess vegna liggur nú fyrir EB-þinginu frumvarp sem ætlað er að draga úr þessari hættu. Samkvæmt frumvarpinu getur EB skorist samstundis í leikinn ef ætla má að einstök flugfélög beiti samkeppnis- hindrandi aðferðum í verðstefnu eða á öðrum þjónustusviðum. Markmiðið er að skapa sameiginlegan frjálsan markað í flugsamgöngum þar sem samkeppni er viðhaldið og neytandinn hagnast. Frumvarpið er lagt fram á sama tíma og upp rísa deilur á milli tveggja breskra flugfélaga um samkeppnishætti í innanlandsfluginu. British Midland Airways hefur sakað British Airways um að lækka verðið á leiðinni Glas- gow-London niður fyrir kostnaðar- mörk í því skyni að koma samkeppnis- aðilum á kné. Þá hefur British Midland kvartað yfir því hversu BA ráði miklu á Heathrow flugvelli og einnig yfir fyrirætlunum BA um að kaupa 20% hlutabréfa í Sabena World Airways. BA hefur gert lítið úr þessu og segir British Midland vera að leita verndar hjá stjórnvöldum gegn samkeppni. ÞÝSKALAND:___________________ Endanlegt samkomulag um sameiginlega mynt þýsku ríkjanna 2. júlí n.k. munu myntir þýsku ríkj- anna sameinast svo sem búist hefur verið við um nokkurt skeið. Miklar umræður höfðu farið fram um hvaða gengi ætti að ráða og var loksins sæst á að tiltekin upphæð a.þýskra marka fengist á genginu einn á móti einum og afgangurinn á genginu tveir á móti einum. Til að byrja með buðu V.Þjóð- verjar A.Þjóðverjum að hver einstakur borgari fengi 4.000 mörk á genginu einn á móti einum. Þetta þótti A.Þjóð- verjum ekki nógu goll fyrir elli- lífeyrisþega sem treysta mikið á sparnað og varð þá úr, að þeir fengju 6.000 ntörk á genginu einn á móti einum. í staðinn geta börn upp að 14 ára aldri aðeins fengið 2.000 mörk á svo hagstæðu gengi. Aðrir fá 4.000 mörk á genginu einn á móti einum. I þessu felast verulegir fjármagns- FRÉnABROT flutningar frá V.Þýskalandi til A.Þýska- lands sem ekki er útséð hvernig staðið verður undir. EB:______________________________ Drög að samræmdum reglum fyrir verðbréfafyrirtæki Eftir mikla togstreytu hefur loksins náðst bráðabirgðasamkomulag á milli EB-ríkjanna um samræmdar reglur fyrir verðbréfafyrirtæki. Reglurnar hafa ekki verið samþykktar af stjórnvöldum landanna, en fastlega er búist við að þær verði í höfuðdráttum svipaðar þeirn drögurn sem nú liggja fyrir. Markmiðið er, að eftir 1992 geti hvaða verðbréfafyrirtæki sem er starfað í hvaða EB-landi sem er, ef það uppfyllir þau almennu skilyrði sem reglurnar kveða á um. Erfiðast reyndist að ná samkomulagi á milli Breta annars vegar og Þjóðverja hins vegar. I Bretlandi gilda tiltölulega frjálslegar reglur um verðbréfa- fyrirtæki, en í Þýskalandi eru verð- bréfafyrirtæki flest á vegum banka sem iúta strangari reglum. Þjóðverjar óttuðust að frjálslegar reglur til handa verðbréfafyrirtækjum en gilda um banka leiddu til lakari samkeppnis- aðstöðu þýsku fyrirtækjanna. Bretar óttuðust á hinn bóginn að hertar kröfur yrðu mörgum verðbréfafyrirtækjum um megn. Niðurstaðan varð sú, að farið var millibil beggja viðhorfa. Kröfur til verðbréfafyrirtækja verða ekki eins harðar og til stóð, og þegar bankar eiga í hlut verða gerðar mismunandi kröfur til banka- og verðbréfastarfsemi. Skv. reglugerðardrögunum verða verð- bréfafyrirtæki að leggja upp með a.m.k. 500.000 ecu (u.þ.b. 36 milljónir íslenskar) ef þau standa sjálf í fjár- festingum, en 100.000 ecu ef þau eru einungis milliliðir. Þá eru sérstakar reglur um ráðstafanir vegna áhættu. Verðbréfafyrirtækið verður skv. þeint m.a. að eiga sjálft fjármagn til að standa á bak við a.nt.k. 10% af nafn- virði skráðra verðbréfa. ASÍA:___________________________ Dregur úr vexti nýju iðnríkjanna Á árunum 1986-88 jókst hagvöxtur í nýju iðnríkjunt Asíu (S.Kórea, Taiwan, Hong Kong og Singapúr) um og yfir 10% á ári. 1 fyrra dró hins vegar heldur úr hagvexti í flestum ríkjanna og áfram er spáð minni hagvexti en áður á þessu ári. Þessi breyting er mest áberandi í Hong Kong, þar sem hagvöxtur hefur hrapað úr 13,6% árið 1987 í 3,5-4% árið 1989 og spáð er 1-2% hagvexti á þessu ári. I S. Kóreu og Taiwan er hagvöxtur ennþá mikill eða á bilinu 5- 7% en var um 12% árið 1987 í báðum þessum löndum. Einungis Singapúr heldur sínu striki, en þar var 9% hagvöxtur í fyrra sem er svipað og árið 1987. I tveimur þessara landa, Kóreu og Hong Kong hefur verðbólgan hækkað töluvert í kjölfarið. Hún hækkaði úr 5,4% árið 1987 í Hong Kong í 10,2% í fyrra og í Kóreu hækkaði hún úr 3% árið 1987 í 7,2% í fyrra. Verðbólgan hefur einnig hækkað í Taiwan og Singapúr en er ennþá mjög viðráðan- leg. Hún var um 2% árið 1987 í Singapúr og var komin í 3% árið 1989. í Taiwan var hún 0,6% árið 1987 og var komin í 4,4% í fyrra. GENGI:____________ Er gengið “rétt” skráð Tímaritið Economist hefur um nokkurt skeið tekið árlega saman töllu yfir gengi gjaldmiðla helstu iðn- ríkjanna gagnvart dollar eins og^ það væri ef kaupmáttarjöfnuður ríkti. Á því gengi.kostar varan það sama í lönd- unum. Ritið athugaði verð á hamborg- urum í ýrnsum löndum og ályktaði að gengi dollars væri of hátt gagnvart gjaldmiðlum landa eins og Hong Kong, Ástraiíu, Singapúr Júgóslavíu og Kanada. Gengið væri hins vegar skráð allt of lágt gagnvart gjaldmiðlum Sovétríkjanna, Danmerkur, Svíþjóðar og Frakklands. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Ráðgjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Prentun: Prentsmiðjan Gutenberg hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.