Vísbending


Vísbending - 14.06.1990, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.06.1990, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTI0 'G EFNAHAGSIVM lL S.árg 23.tbl. U l.JÚNÍ 1990 TRYGGINGA- M^RKAÐURINN 1^89: UR TAPII HAGNAÐ Árið 1989 sameinuðust fjögur stærstu tryggingarfélögin hér á landi í tvö félög, sem ná yfir meira en tvo þriðju markaðsins. Þetta er lang- merkasti atburðurinn í starfsemi tryggingarfélaganna á árinu, en áhrif hans á reksturinn eru ekki enn komin að fullu í ljós. Nokkur atriði standa upp úr þegar ársreikningar almennu tryggingarfélaganna fyrir árið 1989 eru skoðaðir: *Mjög hefur dregið úr þeirri aukningu, sem verið hefur á rekstrartekjum tryggingarfélaganna um árabil. *I stað nokkurra milljóna taps 1988 kemur um 180 milljóna hagnaður. *Sjálfur tryggingarreksturinn er þó enn ekki kominn yfir núll. Raunávöxtun tryggingasjóðanna er ntun verri en var á fyrra ári. *Sameining tryggingarfélaganna hefur ekki enn leitt til fækkunar starfsfólks í tryggingarfélögunum. Hlutfall skrifstofu- og stjórnunar- kostnaðar af rekstrartekjum er svipað og árið á undan. Á fyrsta ári hlaust einkum kostnaður af santeiningunni. *Markaðshlutdeild félaganna breyttist lítið 1989, en unt nokkurt skeið hafði Sjóvá sótt nokkuð á. Vöxtur stöðvast í bili Rekstrartekjur almennu tryggingar- félaganna voru rúmir 6 milljarðar í fyrra. Jukust þær um rúm 3% að raungildi frá árinu á undan. Undanfarin ár höfðu iðgjaldatekjur tryggingar- félaganna vaxið mjög, einkum í stærstu greininni, ökutækjatryggingum. Rekstrartekjur almennu tryggingar- félaganna jukust um þriðjung að raungildi frá 1986-1988. Nú virðist þessi vöxtur hafa stöðvast að mestu, í bili að minnsta kosti. Þetta stafar þó ekki af því að dregið hafi úr auglýsingum félaganna eða starfi að markaðssetningu. Félögin vörðu miklu fé í að auglýsa sameininguna og nýtt húsnæði. Bati í fyrsta sinn frá 1985 Afkoma almennu tryggingar- félaganna fór árversnandi frá 1985 fram á síðasta ár (í yfirliti hér við hliðina eru almennu tryggingarfélögin talin upp). Árið 1987 var einnar miljónar hagnaður á félögunum, en 1988 tók við 6 milljóna tap. I fyrra snerist þetta við og var rúmlega 180 milljóna hagn- aður. Arð- semi eiginfjár er mikil, eða um 18%. Það gæti reyndar átt sér tvær skýringar: annað hvort er hagnaður vel ásættanlegur, eða eigið fé vanmetið í árs- reikningum. Y m s a r eru bættri Mest um a í Almenn tryggingarfélög: Rekstrarreikningur milljónir króna 1989 1988 Rekstrartekjur 6.135 4.778 þ.a. eigin iðgjöld 5.719 4.355 Rekstrargjöld 6.270 5.153 þ.a. eigin tjón 4.450 3.633 þ.a. skrifstofu- og stjórnkostnaður 1.320 1.037 Fjármunatekjur 581 601 Óreglulegar tekjur -113 -114 Skattar 152 117 Hagnaður/Tap 182 -6 Efnahagsreikningur Eignir 13.956 10.331 þ. a. veltufjármunir 8.248 6.262 þ. a. fastafjármunir 5.708 4.069 Skuldir 13.956 10.331 þ. a. skammtíma 8.412 6.254 þ. a. langtíma 3.997 2.834 þ. a. eigið fé 1.546 1.244 1989 1988 Afkoma Arðsemi eiginfjár 18% -1% Heildararðsemi 7% 5% Álagning -2% -8% Eigin tjón/Eigin iðgj. 78% 83% Fjárhagslegur styrkleiki Eigið fé/Heildarsk. 11% 12% Eigin sjóð./Eigin iðgj.145% 133% Eigið fé/Eigin iðgjöld 29% 30% Raunaukning veltu 3% 21% Skrst- & stjkostn/veltu 22% 22% Fjöldi starfsfólks 426 395 Almennu tryggingarfélögin eru: Almennar tryggingar, Ábyrgð, Brunabót, Reykvísk endurtrygging, Samvinnutryggingar, Sjóvá, Sjóvá- Almennar, Trygging, Trygginga- miðstöðin, Vátryggingafélagið Efni: %Afkoma fyrirtœkja: T'ryggingamarkaðurinn 1989 Afrakstur atvinnulífs ástæður fyrir afkomu. munar b a t

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.