Vísbending


Vísbending - 14.06.1990, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.06.1990, Blaðsíða 2
VÍSBENDING Afkoma almennra félaga á verðlagi 1989 Milljónir króna 60 40 20 0 •20 ■40 •60 ■80 -100 S j ó v á - Almennar Trygginga- V [ s - miöstööin ■ 1S| s a m - steypa 1. Ö n n u r pHH almenn Trygging fcí iHH! B fél°g • B mm ... w* Ssfcs i ökutækjatryggingum, en þaðan kemur um helmingur eigin iðgjalda tryggingarfélaganna. Enn er þó lap á greininni. Einkunt kvarta félögin undan slæmri afkomu slysatryggingar öku- manns og farþega, sem tekin var upp 1988. Tap í ökutækjatryggingum minnkaði töluvert frá árinu á undan, en var þó um 7% af bókfærðum iðgjöldum. Árið 1988 var lapið 10% af tekjum og 20% árið áður, þannig að hér er að verða mikil breyting til batnaðar. Árið 1988 hækkuðu iðgjöld ökutækjatrygginga um 60% og hafa þau fylgt almennum verðlags- hækkunum síðan. Afkoma í frjálsum ábyrgðartryggingum batnaði einnig mjög og er nú hagnaður þar. Tap minnkaði í slysa- og sjúkra- tryggingum. Erlendar endurtryggingar eru nú að mestu að leggjast af, eftir slæma reynslu fyrir nokkrum árum. Hagnaður stórminnkaði í eigna- tryggingum. Nokkrir stórbrunar á árinu komu mjög illa niður á greininni, og má þar nefna Réttarhálsbrunann í janúar, brunann hjá Þór hf. á Eskifirði í ágúst og bruna í Krossanesverk- smiðjunni á Akureyri á gamlársdag. Raunávöxtun sjóða tryggingar- félaganna var ekki eins góð og árið á undan. Er ávöxtunin nálægt 3% umfram lánskjaravísitölu að meðaltali og dettur úr 9%. Raunvextir lækkuðu almennt hér á landi á liðnu ári. Við þetta bætist að koslnaður við sameiningu tryggingarfélaga rýrði það fé, sem var til ávöxtunar. I reikningum almennu félaganna sem hér eru settir upp er ávöxtun tryggingasjóðanna færð úr fjármunatekjum yfir á sjálfan tryggingareksturinn, enda hlýtur það að teljast eitt meginhlutverk tryggingarfélaganna að ávaxta þessa sjóði. Tryggingareksturinn er samt enn ekki kominn yfir núll, en mikill bati hefur orðið frá árinu á undan. Afskrifaðar tekjur eru áfram rniklar og sýnir það að vátryggingarfélögin hafa ekki farið varhlula af greiðslu- erfiðleikum fyrirtækja og einstaklinga. Afkoma einstakra félaga Á árinu urðu mikil umskipti til batnaðar hjá Vátryggingafélaginu. Hagnaður þess var fimmtíu milljónir, en árið áður var tugmilljóna tap á Samvinnutryggingum. Hér er VÍS- samsteypa notað um Vátrygginga- félagið og móðurfélögin tvö, Bruna- bótafélagið og Samvinnutryggingar. Góð afkoma Trygginga- miðstöðvarinnar og Sjóvá-Álmennra kentur ekki á óvart. Um árabil höfðu Tryggingamiðstöðin og Sjóvá sýnt jafnan og góðan hagnað. Fjárhagsstaða stærstu félaganna (Eigið fé+Eigin sjóðir)/Eigin iðgjöld 1988 1989 Sjóvá-Almennar 184% 199% T ryggingamiðstöðin 230% 254% Vátryggingafélagið (samsteypa) 127% 136% Fjárhagur Eiginfjárhlutfall er heldur lakara en árið á undan eða um 11%. Þetta hlutfall þætti lágt í öðrum rekstri, en það sýnir sérstöðu tryggingarfélaga. Eigin sjóðir eru 145% af eigin iðgjöldum og það hlutfall hækkar úr 133% árið á undan. Þá er eigið fé nú 29% af eigin iðgjöldum og lækkar hlutfallið úr 30%. Til samans gefa þessi hlutföll, ((eigið fé+eigin sjóðir)/ eigin iðgjöldum) hugmynd um styrkleika félaganna til þess að mæta tjónum og öðrum áföllum. Saman- lagða hlutfallið hækkar frá fyrra ári og endurspeglar það góða afkomu. Það hefur batnað hjá öllurn stóru félögunum. Langhæst er það hjá Tryggingamiðstöðinni. Það ber vilni um góða stöðu félagsins í sam- keppninni við stærstu félögin tvö. Árangur af sameiningunni ekki enn kominn í ljós Áður voru fremur smáar einingar á tryggingarmarkaðnum. 1 frum- tryggingum (þeim tryggingum sem félögin tryggja beint) voru 10 fyrirtæki. Hlutdeild stærsta félagsins á mark- aðnurn, Samvinnutrygginga, var aðeins rúmur fimmtungur. Margir töldu að spara mætti í rekstrinum nteð því að stækka einingarnar. Afkoma tryggingarfélaganna versnaði ár frá ári. Þrýstingur frá alntenningi ýtti einnig undir sameiningarviðleitni. Kvartað er undan háum tryggingariðgjöldum, ekki síst í ökutækjatryggingum, en iðgjöld hækkuðu þar mjög 1988. Athuga ber þó, að iðgjöldin lækka tiltölulega lítið þótt rekstrarkostnaður minnki, því að hann er aðeins rúmur fimmtungur iðgjalda. Svo er óvíst hvernig tryggingarfélögin og viðskipta- vinir þeirra skipta með sér ávinningnum af hagræðingunni. Þriðja atriðið sem ýtti á samruna tryggingarfélaga er santkeppni frá erlendum tryggingarfélögum, sem búast má við að aukist á næstu árum. Öll stærstu tryggingarfélögin, nema Tryggingamiðstöðin, sgmeinuðust öðrum á árinu sem leið. I upphafi árs sameinuðust Sjóvátryggingarfélagið og Alntennar tryggingar í Sjóvá- Almennar tryggingar hf. Markaðs- hlutdeild þessara félaga í frunt- tryggingum er tæpur þriðjungur. Um mitt ár sameinuðu Brunabótafélagið og Samvinnutryggingar rekstur sinn í Vátryggingafélagi Islands hf. Bruna- tryggingar fasteigna verða áfram reknar á reikning móðurfélaganna, en sinnt af Vátryggingafélaginu sem verktökum. Vátryggingafélagið nær yfir meira en þriðjung frumtryggingar-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.