Vísbending - 31.01.1991, Blaðsíða 5
ÍSBENDING
Það hafa þeir gert vegna þess að lægri
verðbólga hefur verulega lækkað
kostnaðinn við að eiga lausafé. I
kjölfar minnkandi verðbólgu og lægri
verðbólguvæntinga hafa heimili og
fyrirtæki því byggt upp lausafjáreign
sína, sem hafði rýrnað mjög í
verðbólgu liðinna ára.
Þetta er hins vegar næsta viðkvæmt
jafnvægi. Jafnskjótt og verðbólgan vex
og/eða trú heimila og fyrirtækja á að
verðbólgan haldist lág dofnar munu
þessir aðilar minnka lausafjáreign sína.
Hið uppsafnaða lausafé mun þá að
hluta koma fram í eftirspurn eftir vöru
og þjónustu. Þá vex þensla og
verðbólguhjólið snýst hraðar á nýjan
leik.
Þegar á allt er litið, eru því miklar
líkur á því, að verðbólgan fari nokkuð
vaxandi á þessu ári,einkum síðari hluta
þess. Virðist ekki fjarri lagi að ætla að
verðbólgan verði kominn yfir 15% í
árslok 1991.
Horfur í
verðlags-
og
efnahags-
málum
✓
Dr. Agúst Einarsson:
Fyrir nokkrum árum kom einn af
framkvæmdastjórum alþjóðadeildar
Shell á aðalfund Skeljungs hf. Shell er
með stærstu félögum í Evrópu og órói
var sem oft áður á olíumörkuðum.
Hinn hollenski gestur var vitanlega
spurður hvort olíuverð myndi lækka
eða hækka á næstunni. Svarið var
einfalt: “Já”.
Líklega er ráðlegt að svara með
svipuðum hætti þegar spurt er um
horfur í verðlags- og efnhagsmálum
hérlendis á nýbyrjuðu ári. Engin spá er
betri en forsendurnar, sem liggja til
grundvallar. Oft hefur verið hægt að
framreikna stærðir miðað við álíka
þróun og var á síðustu árum, en sjaldan
hefur sú aðferð átt minna við en
einmitt núna.
Aðstæður eru hinar sérkennilegustu.
Verðbólga er minni en í áraraðir,
gengið stöðugt allt síðasta ár fyrir utan
innbyrðis breytingu gjaldmiðla, jafn-
vægi á fjármagnsmarkaði, jafnvægi á
vinnumarkaði og ríkissjóðshalli fjár-
magnaður innanlands. Þetta er allt
árangur þeirrar efnahagsstefnu sem var
mótuð í kjarasamningum VSÍ og ASÍ í
febrúar 1990. Þessi efnahagsstefna var
kölluð núlllausn, en gengur nú almennt
undir nafninu þjóðarsátt, þótt vissulega
séu ekki allir landsmenn sáttir við hana.
Að komast á lygnan sjó
Þjóðarsátt hafði það ntarkmið að
sigla þjóðarskútunni á lygnan sjó út úr
stórsjóum verðbólgu og þenslu.
Síðustu 10 ár hefur verðbólga hér
verið allt að 5 falt hærri en í
nágrannalöndum og stundum enn meiri.
Það hefur dregið rnátt úr atvinnulífinu
og offjárfestingar, umframeyðslá, léleg
áætlanagerð og ábyrgðarleysi settu
svip á efnahagslífið og komu í veg fyrir
hagvöxt síðustu ár.
Þessum málum má vel líkja við
alkóhólistann sem drekkur nær stöðugt.
Smátt og smátt leiðir það til þess að
starfið líður fyrir drykkjuna. Þannig
fór fyrir okkur. Við sýndum hér áður
fyrr verulega meiri hagvöxt en aðrar
þjóðir.
Drykkjumaðurinn getur aðeins
valið milli þess að hætta að drekka
eða deyja, og vilji hann hætta þá kostar
það mikið persónulegt álag og
venjulega sérhæfða meðferð. Þannig
þurfti íslenskt þjóðarbú að ganga í
gegnum harðar aðgerðir á síðasta ári
og þessu er alls ekki lokið. Það líður
ekki öllum vel meðan á þessu stendur
en ekki er hætt nauðsynlegri meðferð
vegna þess að manni líður illa. Þessi
meðferð eða þjóðarsáttin hefur skilað
árangri en þetta er aðeins upphafið að
varanlegri lækningu.
Næsti þáttur þjóðarsáttar
Ekki dugar að liggja við stjóra í
lygnum sjó heldur verður að sækja
fram til aukins hagvaxtar á nýjan leik.
Við höfum dregist aftur úr á liðnum
árum en gleymum þvf ekki, að
Islendingar eru með ríkustu þjóðum í
heimi og óvíða eru lífskjör betri.
Svartsýni hefur stundum gætt í
skrifum manna um þessi mál og miklu
minna er gert úr stöðu okkar í
alþjóðlegum samanburði en ástæða er
til. Þótt síðustu 3 ár hafi dregið í
sundur með okkur og öðrum þá eru öll
skilyrði til staðar til að vinna þennan
mun upp aftur og enn erum við meðal
best settu þjóða heims í efnhagslegu
tilliti.
Forsenda þessa er að verðbólgan
haldist lítil áfram og jafnvægi rfki milli
hinna ýmsu stærða í efnahagslífinu.
Verðlagshorfur þessa árs fara algerlega
eftir því hvernig til tekst í öðrum þætti
þjóðarsáttarinnar. Hinir hófsömu
kjarasamningar stærstu aðilanna á
vinnumarkaði, sem eru grundvöllur
þjóðarsáttar, spruttu vitanlega ekki úr
engu. Á undan hafði samdráttur og
aðhald í peningastjórnun skapað
svigrúm til slíkra aðgerða og full
alvara fylgdi fastgengisstefnunni í þetta
sinn.
Það að svo vel gekk í fyrsta þætti
var ekki eingöngu kjarasamningum að
þakka heldur einnig því, að verðlag á
sjávarafurðum hækkaði í erlendri mynt
um 20% á liðnu ári. Þetta skiptir
höfuðmáli hjá þjóð sem er verulega
háð utanríkisverslun, en um helmingur
gjaldeyristeknanna kemur frá
sjávarútvegi. Á þessu ári eru horfur um
útflutningsverðlag í besta falli að verð
haldist, en verðhækkanir verða varla
meiri á næstunni.
Um 11% lækkun dollars á síðasta
ári hefur sett mark sitt á
útflutningsverslunina en samdráttur
hefur orðið á útflutningi til
dollarasvæða en veruleg aukning í
Evrópu. Ekki er ósennilegt að
meðalgengi verði nær óbreytt á þessu
ári eins og á því síðasta, þótt dollar
falli líklega eitthvað enn. Þrátt fyrir
það verður útflutningur líklega með
svipuðu sniði og í fyrra að frátöldum
loðnuafurðum.
Atvinnuvegir og
vandamál
—
Veruleg framleiðniaukning verður í
sjávarútvegi í kjölfar samnýtingar kvóta
og nokkurrar minnkunar fiski-
skipaflotans vegna kvótakerfisins á
næstu árum.
Uppstokkun í landbúnaði er
nauðsynleg til að bæta lífskjör
neytenda og bænda sé litið til lengri
tíma. Fátt bendir til að slík
endurskipulagning hefjist á þessu ári,
þótt öll hagfræðileg rök styðji slíkt.
Vandinn er pólitískur og tengist m.a.
ójöfnum atkvæðisrétti og vel byggðum
varnarmúr um núverandi kerfi.
Á næstu árum verður að taka á
ríkisfjármálum og lífeyrisskuld-
bindingum. Það og önnur atriði sem
áhrif hafa á verðlagsþróunina á þessu
ári fara verulega eftir þeim pólitísku
áherslum sem ríkisstjórn mun marka.
Kosningar eru í vor og fram að þeim
tíma verður aðallega haldið í horfinu.
Hvort ný stjórn beri gæfu til að stokka
upp landbúnað og ríkisfjármál og leyfa
frjálsum, ferskuin straumum að leika
um efnahagskerfið í enn ríkara mæli
skal ósagt látið.
Mikilvægt er að peningamark-
5