Vísbending


Vísbending - 06.08.1992, Page 1

Vísbending - 06.08.1992, Page 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 6. ágúst 1992 31. tbl. 10. árg. Þorskafli 1986-1993, þúsund tonn á ári Oftast hefur munað meira en nú á tillögum Hafrannsóknastofnunar og raunverulegum þorskafla (athugið að tímabilinu janúar til ágúst 1991 er sleppt á myndinni). Heimild: Hafrannsóknastofnun Líklegt að þorskafli minnki enn næstu 2-3 veiðiár A fiskveiðiárinu frá september 1991 - 92 var þorskkvótinn 265 þúsund tonn (hér er miðað við óslægðan fisk). Þetta var 12% minni kvóti en næsta heila fiskveiðiár á undan, 1990, og um 20% minna en aflaðist það ár. Horfur eru á að aflinn 1991 -92 verði s v ipaður kvótan um eða heldur minni (sjá mynd). Nú hefur verið ákveðið að skerða þorskkvótann enn meira á fiskveiðiárinu sem hefst í september, eða um 20-25%. Skerðingin er mun minni en Alþjóða hafrannsóknaráðið lagði til fyrr í sumar, en innan þeirra marka sem Haf- rannsóknastofnun taldi ráðleg. Þorskkvóti oftast meiri en Hafrannsóknastofnun hefur lagt til Alþjóða hafrannsóknaráðið lagði til að veidd yrðu 170 þúsund tonn þorsks á fiskveiðiárinu 1992-93, en aðaltillaga Hafrannsóknastofnunar var 190 þúsund tonn. Nú hefur verið ákveðið að veiða 205 þúsund tonn. Eins og sést á myndinni hefur kvóti oft farið meira fram úr tillögum Hafrannsóknastofnunar en nú. Auk þess var heildarafli áður jafnan nokkru meiri en kvótinn. Það hefur nú breyst, þar eð sóknarmark hefur verið aflagt og kvótakerfið nær til minni báta en áður. Stofn lítill og rétt að draga úr veiði á næstu árum I skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá júní segir að þorskárgangarnir frá 1985- 1991 séu allir undir nreðallagi, sérstaklega þeir frá 1986 og 1991. í skýrslunni kemur fram að þessi nýliðun gefi af sér 220 þúsund tonna afla á ári miðað við núverandi sókn. Aukin sókn leiði ekki til meiri afla þegar til lengri tínia sé litið. Miðað við 205 þúsund tonna veiði '92-'93 ætti stofninn að vaxa hægt. En eins og komið hefur fram í fjölmiðlum á undanförnum vikum eru skekkjumörk víð í þessum fræðum og því gæti eins verið að gengið sé of langt. Þess vegna gerði Hafrannsóknastofnun ráð fyrir að enn yrði dregið úr þorskveiði á næstu árum ef kvótinn yrði 190-210 þúsund tonn á næsta tímabili: * Miðað við að 190 þúsund tonn yrðu veidd 1992-93 lagði stofnunin til 175 þúsundtonnalmanaksárin 1993og 1994. Eftir það yrði tekið „tillit til hugsanlegra breytinga í Ijósi nýrra aðstæðna“. *Miðað við að 210 þúsund tonn yrðu veidd 1992-93 lagði stofnunin til 200 þúsund tonn 1993, 180 þúsund tonn 1994 og 150 þúsund tonn 1995. Akvörðun stjórnvalda var nær seinni hugmyndinni og má því búast við að þorskafli á næstu árum verði nær henni en þeirri fyrrnefndu. Svona er útlitið núna og rétt er að menn miði áætlanir sínar við það, en auðvitað getur allt breyst þegar nýjar upplýsingar koma fram. Undanfarnar vikur virðist sem spakmælið ganila „bókvitið verður ekki í askana látið“ hafi fengið aukinn stuðning, cn gera verður þó ráð fyrir að stjórnvöld hlusti á ráðleggingar fræðimanna í fiskveiðimálum á næstu árum. Kvóti margra tegunda meiri en Hafrannsókna- stofnun lagði til Stjórnvöld hafa ákveðið að kvóti ýmissa annarra tegunda verði meiri en Hafrannsóknastofnun lagði til. Með þessu á að milda samdrátt í þorskveiðum. Hér er rétt að staldra við orð í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ýsu- og ufsaveiði. Stofnunin lagði til að veidd yrðu 60 þúsund tonn af ýsu og yrði stofninn í ársbyrjun 1993 þá sá stærsti í ellefu ár. Aukin sókn rnyndi einkurn koma niður á smáfiski að sögn stofnunarinnar. Nú hefur verið ákveðið að kvótinn verði 65 þúsund tonn. Stofnunin lagði til að veidd yrðu 80 þúsund tonn af ufsa. Kvótinn hefur nú verið ákveðinn 90 þúsund tonn. Um þetta segir í skýrslu Hafrannsókna- stofnunar: „Ef veidd verða 90 þús. tonn mun veiðistofn ufsa minnka úr 375 þúsund tonnum í um 335 þús. tonn og hrygningarstofn úr 205 þús. tonnum í 190 þús. tonn í ársbyrjun 1995.“ Minni veiði skynsamlegri ef ágóðasjónarmið væru látin ráða Athygli vakti að rnargir úlvegsinenn vildu fara að rótlækustu tillögum fiskifræðinga urn niðurskurð. Astæðan var vitanlega sú að þeim er ekki einungis annt uin afkomu fyrirtækja sinna næsta ár, heldur um alla framtíð. • Fiskveiði • Siðfrœði viðskiptalífsins

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.