Vísbending


Vísbending - 06.08.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.08.1992, Blaðsíða 3
Siðfræði viðskipta- lífsins Dr. Eyjólfur Kjalar Emilsson Á undanförnum árum hefur meira verið rætt um siðferði í íslensku þjóðlífi en áður. Tilefni þessara umræðna hafa einkum verið ýmis mál sem upp hafa komið, svo sem áfengiskaup emþættis- manna og stjórnmálamanna sem og ýmiss konar greiðslur, hlunnindi og sjálfdæmisaðstaða opinberra aðila er orkaðhafatvímælis. Sú opinberaumræða sem farið hefur fram hefur því að miklu leyti snúist um siðferði stjómmálamanna og embættismanna. Þeir sem fást við siðfræði við Háskóla íslands hafa einnig orðið varir við gífurlegan áhuga almennings á ýmsum siðferðilegum álitamálum og siðfræði. Hérerekki síst um að ræða áhuga á starfssiðferði innan starfsgreina, svo sem heilbrigðisstétta, blaðamanna og tæknifólks. Siðferði, viðskipti og viðskiptasiðfræði Lítið hefur þó verið fjallað opinberlega um siðferði í viðskiptum eða starfssiðferði þeirra sem þau stunda. Erlendis, einkum í Bandaríkjunum, er siðfræði viðskiptalífsins, „business ethics", hins vegar einhver blómlegasta grein hagnýttrar siðfræði. Hún tók að hasla sér völl svo um munaði á áltunda áratugnum og er nú svo komið að viðskiptasiðfræði er viðurkenndurþáttur í viðskiptum og viðskiptanámi. I skýrslu frá 1988 talar Business Roundtable tii dæmis um þekkingu á sviði viðskiptasiðfræði sem ,,mikilsverðan feng í viðskiptum" (,,a prime business asset“) og American Assembly of Collegiate Schools of Business hefur lýst siðfræðikennslu sem einum af höfuðþáttum góðs viðskiptanáms. Það er hægur vand: að mikla fyrir sér gildi greina á borð við viðskiplasiðfræði og gera þar með ef til vill of miklar væntingar lil hennar. Viðskiptasiðfræði verður aldrei neilt í líkingu við handbók sem menn getaflett upp í til að vila hvað þeir eiga að gera. Siðferði einstakra starfsstétta er ekkert annað en almennt siðferði sem beitt er á tiltekið svið. Það er ekki til neitt sérstakt siðferði lækna eða verslunarmanna sem er eitthvert annað siðferði en siðferði almennt sem við lærðum eða átturn að læra í uppeldi og daglegri umgengni við annað fólk. Og sama á auðvitað við um viðskiptalífið. Þetta þýðir hins vegar ekki að ef við erum sæmilega innréttuð hljótum við að geta leyst nánast sjálfkrafa öll siðferðileg álitamál sem koma upp í starfi. Bæði er að í ýmsum störfum felast vissar siðferðilegar hættur sem eru ekki alltaf augljósar, jafnvel velmeinandi fólki, og ennfremur verður aldrei svo að öll siðferðileg álitamál, sem upp koma á sviðum mannlífsins, verði leyst sjálfkrafa, hvernig svo sem maður er innréttaður. En það þýðir ekki að hverjum sé fullkomlega í sjálfsvald sett hvernig hann bregst við þeim, að ekki sé til neitt sem heitir rétt og rangt annað en það sem hverjum og einum finnst. En ef vel tekst til verða þeir sem lagt hafa stund á sið- fræði næmari á og hæfari til að hugsa skynsanilega um siðferðileg álitamál sem upp koma í starfi þeirra. Þá er líka allnokkuð unnið. Rií um viðskiptasiðfræði Hcill sægur kennslubóka í viðskipta- siðfræði hefur komið út á undanförnum árum, auðvitað misgóðareins og gengur. Dæmigerð slík bók gæti verið með svofelldu sniði: í fyrsta hluta er fjallað um almenna siðfræði og tengsl hennar við viðskiptasiðfræði. Hér er greint frá helstu kenningum almennrar siðfræði og meginhugtökum siðfræðinnar, hugtökum á borð við hagsæld, réttindi pg réttlæti. Þá er tekið til við meginefnið. í hinum bctri bókum er alltaf fjallað um efnið í Ijósi raunverulegra og fyllilega raunhæfra dæma úr samtímanum. Sjónarhóllinn er oftast sjónarhóll fyrirtækjanna og stjórnenda þeirra og horft þaðan í ólíkar áttir; í fyrsta lagi á siðferði innan viðskiptanna sjálfra. Þar er fjallað um hagkerfi og markaðs- viðskipti og rætt um siðferðilegar hliðar á sjálfu kerfi viðskiptanna. Ennfremur er í þessum hluta fjallað um samkeppni, einokun, verðmakk, mútur og svo framvegis. I öðru lagi er kafli sem tekur til skoðunar siðferðilegar hliðar á gerðurn fyrirtækisins út á við, gagnvart umhverfinu, samfélaginu og hinum almenna neytanda. Hér má til dæmis finna umfjöllun um siðfræði umhverfis- mála, áþyrgð gagnvart komandi kynslóðum og muninn á kostnaði framleiðanda og heildarkostnaði af tiltekinni framleiðslu sem þjóðfélagið ber. Hvað neytendur varðar er rætt um skyldur framleiðenda og seljenda gagnvart neytendum og hver sé uppspretta þessara skyldna - á sér stað ÍSBENDING einhveróskráður, þögull samningursem skapar skyldur þegar ég kaupi vöru? Hérmyndi líkaverakafli umauglýsingar og hin margslungnu álitamál sem vakna í sambandi við þær. I enn öðrum hluta er rökrætt um siðferði fyrirtækisins inn á við: skyldur þess gagnvart starfsfólki sínu og skyldur starfsfólks gagnvart fyrirtækinu. Af þeim ritum um viðskiptasiðfræði sem ég hef undir höndum eru eftirfarandi ágæt fyrir þá sem vilja kynna sér efnið af sjálfsdáðunr: W. Michael HotTmannog Jennilcr Mills Moore: Business Ethics: Readings and Cases in Corporate Morality. New York: McGraw-Hiil Publishing Company, Önnurútg. 1990. Hérer um að ræða greinasafn eftir marga höfunda. 644 bls. De George, Richard T. Business Ethics. New York: MacMillan, 1982, 1986. 300 bls. Velasquez, Manuel G.: Business Ethics: Concepts and Cases. Englewood Cliffs, N. ].: Prentice Hall, 1982, 1988. 355 bls. Bowie, Norman, Business Ethics. Englcwood Cliffs, N. J.: Prentice Hall, 1982. Þess mun ugglaust ekki langt að bíða að orðið „viðskiptasiðfræði“ verði vel þekkt og greinin sem það stendur fyrir ryðji sér til rúms hér á landi, þótt ekki væri vegna annars en þess að allt sem hlýtur slíka útbreiðslu erlendis kemur hingaðtil landsfyrreðasíðar. Raunarer viðskiptasiðfræði nú þegar þáttur í kennslu íaðferðafræði (heimspekilegum forspjallsvísindum) við viðskiptaskor viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Islands, þótt í litlu sé. En það er brýnt að sernja íslenskt lesefni á þessu sviði og þyrftu þar að leggja sarnan aðilar með kunnáttu í siðfræði, viðskipta- og hagfræði ásamt reynslu af viðskipta- og atvinnulífi hér. Rit þau um efnið sem ég hef séð eru öll miðuð við aðstæður og hefðir sem eru að ýmsu leyti ólíkar okkar. íkaflanum umsiðferði fyrirtækis gagnvart starfsfólki eyða bandarískar bækur lil dæmis miklu rúmi í mismunun til leiðréttingar (reverse discrimination), sem er mun veigameira mál þar en hér, og flestöll dæmi sem eru svo mikilsverðurþátturefnisinseru auðvitað öll bandarísk. Á Islandi væri ef til vill nær að ræða siðferðilegar hliðar þess að ráða frænda vinar síns í starf, þegar hæfari umsækjendur eru um starfið. Höfundur er dósent í heim- speki við Háskóla Islands 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.