Vísbending


Vísbending - 06.08.1992, Qupperneq 2

Vísbending - 06.08.1992, Qupperneq 2
ISBENDING Hafrannsóknastofnunmiðartillögursínar við að fiskistofnarnir nái hámarks- afköstum. Fiskihagfræðingar bæta ýmsum þáttum við útreikninga fiski- fræðinga, til dæmis útgerðarkostnaði. Hagkvæmasta veiði kann að vera rninni en sú sem fiskifræðingar leggja til, því að ef mikið er af fiski í sjónum þarf minna að hafa fyrir því að ná í hann. I 29. tölu- blaði var skýrt frá þeirri'skoðun Ragnars Árnasonar að fjárfesting í fiskistofnum með minni veiði væri einhver sú hagkvæmasta sem til greina kæmi hér á landi. Geruin nú ráð fyrir að útgerðarfyrirtæki haldi veiðiréttindum sínum án endurgjalds um fyrirsjáanlega framtíð. Ef skoðun Ragnars er rétt hefði gengi hlutabréfa í Granda, Utgerðar- félaginu og öðrum handhöfum veiðileyfa þá átt að lœkka þegar ákveðið var að veiða 205 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári.ístaðþessaðfaraaðróttækari tillögum um kvótaniðurskurð. Hinsvegar vareðlilegtað gengi fyrirtækjanna skyldi lækka þegar fréttist af slæmu ástandi þorskstofnsins. Um miðjan maí seldust hlutabréf í Granda fyrir urn þrjú hundruð þúsund krónur á genginu 2,8 og unt miðjan júlí seldust bréf fyrir svipaða fjárhæð á genginu 1,8. Um miðjan maí seldust bréf í Utgerðarfélagi Akureyringa fyrir um 400 þúsund krónur á genginu 3,8 en seint íjúlí seldust bréf fyrireina og hálfamilljónkrónaágenginu3,l. Þessar tölur sýna lækkandi gengi að undanförnu ogjafnframt hvelítil viðskipti hafa verið með þessi bréf. Langtímahorfur í útgerð eru góðar Mörg útgerðarfyrirtæki eru stór- skuldug, eins og kom fram í 9. tölublaði Vísbendingar. Hin skuldugustu verða gjaldþrota á næstu árum og munu draga aðra með sér í fallinu; lánastofnanir, önnur fyrirlæki og jafnvel sveitarfélög. En rétt er að vekja enn athygli á því að kvótakerfið gefur mikla hagræðingar- möguleika í útgerð og fiskvinnslu. Fyrra fiskveiðikerfi gerði ráð fyrir að skip og fiskvinnsla væru rekin á hálfum afköstum, en nú gefst færi á að bæta úr því. Fyrirtæki hverfa á næstu árum, cn hagur annarra verður betri. Hljóðið í útgerðarmönnum hefurekki alltaf verið gott undanfarin ár, en afkoma útgerðar- fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hefur yfirleitt verið með miklum ágætum. Utgerðarfélag Akureyringa hefur samfellt verið rekið með hagnaði frá 1983 og arðsemi eiginfjárhefur stundum numið tugum prósenta. Kvótaskerðing spillirafkomunniumhríð. Eftirnokkur ár mun hagur flestra útgerðarfélaga þó sennilega líkjast því sem verið helur hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði, eða verða enn betri. Hagræðingunni fylgir sennilega nokkurt atvinnuleysi. Atvinnu- sjónarmið geta hægt á hagræðingunni, til dæmis ef illa stæð fyrirtæki halda í kvóta til þess að stefna ekki störfum í hættu. Þetta sjónarmið veldur því að Grandi, Samherji og önnur félög, sem eru laus við eignarhald sveitarfélaga, gætu spjarað sig betur en önnur. Þessi fy rirtæki geta öðrum fremur leyft sér að gera út frystitogara og flytja út ferskan fisk ef það er talið hagkvæmara en að verka fisk í landi, eða þá að selja kvóta ef það þykir henla. Þónokkurkvótasalahefurveriðmilli landshluta undanfarin ár. Hlutdeild Rcykjaneskjördæmis í botnfiskkvóta hefur fallið úr tæpum 17,8% 1984 í 15,5% og hlutdeild Reykjavíkur hefur fallið úr 11,4% í um 9%. Aftur á móti hefur hlutdeild Norðurlands eystra aukist úr 14,7% í 18,7%. Hlutdeild Akureyrar hefur vaxið úr 4,6% í um 8%. Ráðagerðum um veiði- gjald verður sennilega slegið á frest Sala á kvóta Hagræðingarsjóðs á komandi hausti hefur valdið nokkrum styr. Sumir höfðu vonast til að kvóli hans, 12.000 þorskígildistonn, yrði notaður til þess að milda áfallið sem skerðing þorskkvóta veldur. En til þess þyrfti að breyta lögum og auk þess hefði vafalaust reynst erfitt að semja reglur um úthlutun úr sjóðnum. Ætlunin er að ríkissjóðurfáiísinnhlut um 525milljónir króna með sölu veiðileyfa sjóðsins í haust, en fjárhæðin gæti reyndar orðið nokkru lægri, ef markaðsverð kvóta breytist ekki. Kvótasalan á að borga 80% af rekstrarkostnaði Hafrannsókna- stofnunar. Að því leyti minnir hún á gjöld sem sjúklingar eru nú látnir borga. Slíkt þjónustugjald á útgerð virðist ekki ósanngjarnt, en marga grunar að það sé aðeins ,,æfing“ fyrir allsherjarsölu veiðileyfa. Vera má að svo sé, en sennilega mun aflaskerðing næslu ára verða til þess að innheimtu almenns veiðileyfagjalds verði slegið á frest um sinn. Á þann hátt verði sjávarútvegi hjálpað á erfiðum tímum. Sumir segja að veiðileyfagjald standist ekki ef það verður ekki lagt á fljótlega, því að vart sé sanngjarnt að heimta það af þeim sem hafi keypt langtímakvóta af öðrum. Þetta þarf ekki að vera rétt. Veiðigjald yrði sennilega sett á í áföngum á 5-10 árum. Utgerðarfyrirtæki afskrifa langtímakvóta á nokkrum árum og markaðsverð hans ræðst af því. Fyrirtækin taka óvissuna í kerfinu þannig inn í reikninga sína. _______ i ✓ Islenskt atvinnulíf 1991, fyrra bindi, komið út Komið er út fyrra bindi Islensks at- vinnulífs 1991. Þettaerfimmtaúlgáfuár. I þessu bindi er fjallað um öll fyrirtæki á hlutabréfamarkaði, eignaleigur, verð- bréfafyrirtæki, banka og sparisjóði og tryggingafélög, rekstur þeirra og stöðu á árinu 1991. Ritið er 126 blaðsíður. Seinna bindi kemur út í september. I ritinu öllu verður fjallað um á annað h undrað fyrirtækja og er ein opna helguð hverju. Mikil vinna er lögð í bókina og alll gert til þess að upplýsingar sem þar koma fram séu sem réttastar. Islenskt atvinnulíf er grundvallarrit fyrir þá sem vilja fræðast um afkomu fyrirtækja hér á landi og er fróðleikur þaðan til dæmis oft notaðar í þessu blaði. Talnakönnun gefur ritið út en Kaupþing hefur styrkt útgáfuna. Afkoma Útgerðarfélags Akureyringa, hagnaður, milljónir króna (vinstri kvarði), arðsemi (hægri) Hagnaður verÖI.'9 2 ArÖsami eiginfjár Afkoma Utgerðarfélags Akureyringa hefur verið mjög góð undanfarin ár. Arðsemi eiginfjár var Iæplega20%áári 1986-1991. Afkomamargraannarrasjávarútvegsfyrirtækja ættiaðgelaorðið svipuð. 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.