Vísbending


Vísbending - 21.12.1992, Page 2

Vísbending - 21.12.1992, Page 2
ISBENDING Staða sveitarfélaga er afar misjöfn en í töflunni hér við hliðina sést að skuldir flestra kaupstaða eru ntun meiri en peningalegar eignir. Myndin verður svartari þegar einnig er litið á veittar ábyrgðir. Reyndar eru ekki allar skuldbindingar sveitarfélaga sýndar í töflunni. Lífeyrisskuldbindingar eru til dæmis ekki taldar með. Þær hafa óvíða verið reiknaðar út en ljóst er að þær eru mjög miklar. Nefna má að talið er að lífeyrisskuldbindingar Keflavíkurbæjar hafi í lok árs 1991 verið tæplega 650 milljónir króna umfram það sem hafði verið greitt í lífeyrissjóð. Taflan sýnir ábyrgðir „vegna þriðja aðila“. Þær eru af ýmsum toga, en skuldbindingar vegna atvinnufyrirtækja vega þar þyngst. í Árbóksveitœfélaga 1992, sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út, segir að reynslan sýni að stóran hluta þeirra skulda sem sveitarfélög ábyrgist fyrir atvinnulífið þurfi þau fyrr eða síðar að greiða. Olafsvík, sem hefur versta peningastöðu allra kaupstaða, hefur einnig veitt mestar ábyrgðir. I töflunni má sjá tleiri dæmi um að veittar hafi verið háar ábyrgðir af litlum efnum. Þess má vænta að beiðnum fyrirtækja um slíka aðstoð fjölgi á næstunni. Talsvert var um að sveitarfélög flýttu framkvæmdum í atvinnubótaskyni á árinu sem er að líða. Sennilegt er að bágborið atvinnuástand verði til þess að mörg sveitarfélög auki enn umsvif sín á næstunni. Bættur fjárhagur er ekki alls staðar forgangsverkefn i. Það er ti 1 dæm is athyglisvert að í Kópavogi og Vestmannaeyjum, sem hafa laka Peningaleg staða stærstu sveitarfélaga/rekstrartekjum Reykjavík 1987 I98S 1989 1990 1991 Fjárhagsstaða Reykjavíkur er traustari en flestra annarra kaupstaða þótt hún hafi versnað vegna mikilla framkvæmda undanfarin ár. Miklar framkvæmdir voru einnigíHafriarfirðiframtil 1990. Árið 1991 minnkuðu skuldirnar, en á því ári sem nú er að líða hefur framkvæmdum verið flýtt í atvinnubótaskyni, og fjárhagurinn hefur afturversnað. Peningaleg staðanæststærsta kaupstaðarins, Kópavogs, er með því versta sem gerist, en hún hefur heldur skánað á árinu 1992. Fjárhagur kaupstaða 1991 fjárhæðir í milljónum króna, nema annað komi fram Rekstrar- Rekstrar- Peninga- Ábyrgðir Hlutfall af rekstrtekj um tekj ,þús. tekjur alls leg staða „vegna 3. Peninga- Ábyrgðir Aðsl- kr.á íbúa aðila“ leg staða gjald Akranes 94 491 -131 24 -27% 5% 10% Akureyri 93 1.345 -518 634 -38% 47% 15% Blönduós 102 110 -76 4 -69% 4% 16% Bolungarvík 112 132 -95 45 -72% 34% 15% Borgarnes 98 176 9 48 5% 27% 15% Dalvík 104 155 76 26 49% 17% 19% Egilsstaðir 100 149 0 6 0% 4% 14% Eskifjörður 105 109 -55 0 -50% 0% 21% Garðabær 86 616 -121 69 -20% 11% 9% Grindavík 105 228 0 0 0% 0% 17% Hafnarfjörður 88 1..370 -507 433 -37% 32% 12% Hveragerði 98 156 -55 0 -35% 0% 11% Höfn 107 184 28 102 15% 56% 16% Húsavík 102 252 -51 49 -20% 19% 14% Isafjörður 115 402 -304 84 -76% 21% 19% Keflavík 96 728 -298 196 -41% 27% 8% Kópavogur 84 1.409 -1.519 101 -108% 7% 14% Mosfellsbær 79 347 -135 0 -39% 0% 8% Neskaupstaður 103 173 -47 0 -27% 0% 17% Njarðvík 105 263 -52 44 -20% 17% 24% Ólafsfjörður 105 123 -13 52 -10% 43% 18% Ólafsvík 117 138 -200 146 -145% 105% 17% Reykjavík 97 9.694 -434 217 -4% 2% 22% Sandgerði 121 155 36 13 23% 8% 24% Sauðárkrókur 98 254 -241 74 -95% 29% 15% Selfoss 95 375 -134 5 -36% 1% 14% Seltjarnarnes 85 359 -178 13 -50% 4% 6% Seyðisfjörður 1 10 101 16 42 16% 41% 16% Siglufjörður 100 176 -49 50 -28% 29% 18% Stykkishólmur 103 125 -174 26 -139% 21% 13% Vestmannaeyjar 90 443 -395 227 -89% 51% 17% Peningaleg staða=peningalegar eignir mínus skuldir Ábyrgðir vegna þriðja aðila sýna stöðutölur. Ekki er fullt samræmi í því hvað talið er með ábyrgðunum. Hér er einkum ált við ábyrgðir vegna fyrirtækja, einstaklinga (til dæmis vegna húsbygginga) eða félagasamtaka, en stundum hafa ábyrgðir vegna bæjarstofnana blandast samanvið. Sumsstaðarerskýrtfráþví að bæjarfélag hafi skuldbundið sig vegna hlutafélaga sem það eigi í, en þess ekki getið hvað skuldbindingarnar eru miklar. Heimildir: Ársreikningar kaupstaða, Árbók sveitarfélaga fjárhagsstöðu, er útsvarsprósenta með því lægsta sem gerist 1992, eða 6,7%. Stuðningur við atvinnulíf Samband íslenskra sveitarfélaga hefur kannað fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga við atvinnulífið á árunum 1987-1991. N iðurstaða þessarar könnunar er að þessi aðstoð fari mjög vaxandi. Samkvæmt henni lögðu þau sveitarfélög sem þátt tóku í könnuninni samtals tæpa 4 milljarða króna til atvinnulífsins á árunum 1987-1991 (á verðlagi 1992). Kaupstaðir lögðu fram 3,3 milljarða til atvinnufyrirtækja á þessum tíma. Ábyrgðireru tæpurhelmingur. Um tveir þriðju hlutar aðstoðarinnar runnu til sjávarútvegs. I Árbók sveitarfélaga kemurfram að 1991 nam aðstoð Olafs- víkur við atvinnulífið 154% af öllum skatttekjum þess og aðstoð Bolungar- víkur nam 79% skatttekna. Aðstoð við atvinnufyrirtæki er ekki meðal lögbundinna verkefna sveitarfélaga, þótt húnséekkibeinlínisbönnuð. Skiljanlegt er að sveitarfélög vilji ekki sitja hjá þegar atvinna og jafnvel byggð er í hættu, en fjárhagsaðstoð við fyrirtæki getur þó varttalist eðlileg. I fyrstalagi spillirhún samkeppni, sum fyrirtæki njóta styrkja en önnur ekki. I öðru lagi er hún stórhættuleg fjárhag sveitarfélaga. Eins og áður hefur komið fram standa þau sveitarfélög, sem aðstoðað hafa fyrirtæki, mörg hver illa sjálf. Þegar staða þeirra ermetin þarf aðhafa íhuga að skatttekjur minnka að líkindum ef fyrirtækið, sem verið er að hjálpa, leggur upp laupana. Sennilega fækkar íbúum í kjölfar gjaldþrotsins og skuldirnar verða þeim mun verri viðureignar fyrir þá sem eftir verða. Afar líklegt er að þær lendi á ríkinu eða öðrum sveitarfélögum. Hér vaknar sú spurning hvort stjómvöld þurfi ekki að auka eflirlil með fjármálum sveitarfélaga og þeim skuldbindingum sem þau taka á sig. g 2

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.