Vísbending - 21.12.1992, Page 3
Að vera
frjáls-
lyndur
Dr. Þorvaldur Gylfason
Náttúrufræðingar eru yfirleitt
umhverfisverndarsinnar. Hvemig ætti
annað að vera? Þeim hlýtur að vera
sérstaklega umhugað um náttúmna, land
og sjó, umhverfi okkar allra. Þess vegna
lögðu þeir slund á náttúrufræði í skóla.
Þess vegna vinna þeir flestir við
náttúrufræðileg viðfangsefni af ýmsu
tagi að loknu námi. Það stendur þeim
næst að vara almenning og stjómvöld
við hvers kyns umhverfisspjöllum, þegar
svo ber við, og leggja á ráðin um
náttúruvernd til sjós og sveita. Til þess
hafa þeir upplag, þjálfun og þekkingu.
Náttúra, mengun og
markaður
Með líku lagi em hagfræðingar yfirleitt
frjálslyndir. Hagfræðin sjálf gerir þá
flesta frjálslynda, ef þeir voru það ekki
fyrir. Með þessu á ég einfaldlega við
það, að hagfræðingar em yfirleitt hlynntir
markaðslausnum á aðskiljanlegum
efnahagsvandamálum, þegar slíkum
lausnum verður við komið á annað borð.
Þeir telja með öðrum orðum, að
ráðstöfun takmarkaðra gæðaþessaheims
verði allajafna hagfelldust af sjónarhóli
almennings, þegar verð á vörum og
þjónustu af flestu eða öllu tagi er ákveðið
á ópersónulegum markaði án íhlutunar
stjómvalda eða hagsmunasamtaka. Þeir
gera sér þó jafnframt grein fyrir því, að
stundum getur markaðurinn brugðizt,
þannig að afskipti almannavaldsins eru
nauðsynleg á afmörkuðum sviðum, eins
og til dæmis til að halda uppi lögum og
reglu, til að tryggja viðunandi félagslegt
öryggi og til að styrkja listir, menntir og
vísindi, svo sem líðkast um allan heim.
Þessi sameiginlega skoðun hag-
fræðinga er reist á fræðilegum rökum og
reynslu, sem ná næstum tvö hundruð og
tuttugu ár aftur í tímann eða allar götur
aftur til Adams Smith, föður
hagfræðinnar, sem birti bókinagóðu um
Auðlegð þjóðanna árið 1776. Þessi
arfleifð mótar sameiginleg viðhorf alls
þorra góðra hagfræðinga til
efnahagsmála um allan heim, þótt
hagfræðinga geti að sjálfsögðu greint á
um stjórnmál ekki síður en annað fólk,
en það er önnur saga.
Illmeðferðalmannafjárogfátæktorka
á hagfræðing nokkum veginn eins og
umhverfisspjöll og uppblástur orka á
náttúrufræðing. Hagfræði kennir
mönnum að bera virðingu fyrir verð-
mætum, alveg eins og náttúrufræði
kennir mönnum að bera virðingu fyrir
umhverfinu. Hagfræðingar eru andvígir
viðskiptahöftum og skömmtun og alls
kyns öðrum spjöllum á gangverki
markaðshagkerfisins með sams konar
rökum og sama hugarfari og náttúru-
fræðingar, sem eru mótfallnir mengun
og náttúruskenundum.
Fellir hagfræðingur gildisdóm, þegar
hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir
ákvarðanir, sem hann telur bitna á
afkomu fólks og fyrirtækja? Fellir
náttúrufræðingurgildisdóm,þegarhann
Ieggst gegn ráðstöfunum, sem myndu
spilla náttúrunni? Fer eðlisfræðingur út
fyrir vísindaverksvið sitt, þegar hann
varar yfirvöld við afleiðingum
kjarnorkusprenginga? Eru fræðimenn
farnir að skipla sér af stjómmálum í
þessum þrem dæmum? Nei, það þarf
ekki endilega að vera. Þeir eru yfirleitt
þvert á móti að gegna fræðaskyldum
sínum gagnvart almenningi, hver á sínu
sviði. Oðru máli gegnir hins vegar um
eðlisfræðing, sem leggur á ráðin um
efnahagsmál, eða um hagfræðing, sem
blandar sér í umræður um atómsprengjur:
það eru stjómmál.
Almannahagur og hagkvæmni eru ær
og kýr hagfræðingsins, alveg eins og
óspillt náttúra er takmark náttúru-
fræðingsins. Sjónarmið hagfræðingsins
og náttúrufræðingsins geta að sönnu
stangazt á, eins og til að tnynda þegar
hagfræðingurinn mælir með virkjun
vatnsfalls með efnahagsrökum, þótt
náttúrufræðingurinn leggist gegn
virkjuninni af umhverfisástæðum. En
efnahags- og umhverfissjónarmið geta
líka farið saman. Nú skulum við skoða
það betur.
ISBENDING
hægt að slá tvær flugur í einu höggi: (a)
draga úr umferð um lóðina nóg til þess
að bætafyrirumhverfisspjöllin,sembúið
er að vinna í Vatnsmýrinni og víðar, og
(b) afla Háskólanum umtalsverðra tekna.
Ekki veitir af. Hundrað krónur á bíl á dag
í átta mánuði myndu til dæmis skila
Háskólanum um sextán milljónum króna
á ári á hvei ja þúsund bfla. Það munar um
minna. Til samanburðar kostar kaffibolli
50 krónur á kaffistofunni í Odda.
Sumir virðast halda, að hér sé einhver
sérstök Chicago-hagfræði á ferðinni.
Þegar menn nefna Cþicago til sögunnar
í þessu sambandi, eru þeir yfirleitt að
reyna að gefa það í skyn, að
markaðslausnir á mengunar-
vandamálum eigi eitthvað skylt við
stjómmálaskoðanir og hugmyndafræði
svo nefndra hægri manna á þeim slóðum
og annars staðar. Svo er þó alls ekki.
Næstum allir hagfræðingar líta
stöðumælagjöld (og mengunargjöld og
markaðsbúskap yfirleitt) sömu augum
— og það gera borgaryfirvöld líka hér
heima ekki síður en annars staðar sem
betur fer, samanber stöðumæla
borgarinnar nokkur hundruð metra frá
Háskólanum.
Vatnsmýrin er eins og óvernduð
fiskimið. Aðgangurað henni erókeypis
enn sem komið er. Hver bílstjóri tekur
kraðakskostnaðinn, sem hann leggur á
aðra, ekki með í reikninginn, þegarhann
ákveður að aka í skólann og leggja
bílnum sínum í mýrinni. Markaðurinn
fær ekki að njóta sín. Með hæfilegu
stöðumælagjaldi er ökumanninum hins
vegar gert að greiða kostnaðinn, sem
hann leggur á aðra. Þess vegna er
hagkvæmt—ogjafnframt réttlátt, myndi
flestum finnast — að draga úr sókn í
bflastæðin með gjaldheimtu. Þá minnkar
sóknin í stæðin og umferðin um leið.
Og eigandi svæðisins, Háskóli íslands
í þessu dæmi, aflar sér tekna á
hagkvæman hátt.
Höfundur er prófessor við
Háskóla Islands .,
Gjald fyrir mengun
Tökum dæmi. Þegar ég horfi út um
gluggann minn í Odda, sé ég
Vatnsmýrina, sem var einu sinni nógu
falleg til þess að verða Tómasi
Guðmundssyni að yrkisefni. Nú hefur
Háskólinn lagt stóran skika af mýrinni
næst Odda undir tímabundið bílastæði
til aðbregðast við umferðaröngþveitinu,
sem hefur verið til talsverðra vandræða
á Háskólalóðinni undanfarin ár. Mýrin
er nú ekki nema svipur hjá sjón.
Hagfræðingar kunna einfalda lausn á
mengunarvandamálum sem þessum:
stöðumælagjald! Með því að leggja til
dæmis 100 króna gjald á bíl á dag, væri
Ný framfærsluvísitala
Framfærsluvísitala hækkaði um hálft
prósent í nóvember og er nú 162,2.
Bensín og bílar hækkuðu mest í verði en
matvörur lækkuðu. Búast má við að
áhrif gengisfellingarinnar séu ekki að
fullu komin fram og framfærsluvísitala
hækki því meira á næstu mánuðum en
hún hefur gert að undanförnu. Verðlag
hefur nú hækkað um 1,5% á einu ári.
Horfur eru á að verðbólga á árinu verði
hin minnsta síðan 1971, en þá var
verðstöðvun í gildi. g
3