Vísbending


Vísbending - 26.07.1993, Page 1

Vísbending - 26.07.1993, Page 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 26. júK 1993 28. tbl. 11. árg. Vísbending 10 ára Fyrsta tölublað Vísbendingar kom út 20. júlí 1983 og er hún því 10 ára um þessar mundir. Vísbending hefur frá upphafi komið út í hverri viku, nema um jól og páska, ef frá eru taldir tveir mánuðir árið 1987. I upphafi var ritið kallað vikublað um erlend viðskipti og efnahgsmál, en í fyrsta tölublaðinu var fjallað um hátt gengi dollars, gjaldþrot Laker Airways og verðbólguhorfur í kjölfar þess að launabreytingar höfðu verið lögbundnar fram á næsta ár. 1 tilefni afmælisins ritar Sigurður B. Stefánsson grein í þetta tölublað, en hann var fyrsti ritstjóri Vísbendingar. Hann stýrði blaðinu á árunum 1983 til 1986. í næsta blað ritar Finnur Geirsson, sem stýrði blaðinu frá 1987 til 1990. Á eftir grein Sigurðar gerir Þorkell Sigurlaugsson rækilega grein fyrir löggjöf og venjum ýmissa landa um valdatöku í fyrirtækjum. Þá fjallar Vilhjálmur Bjarnason um skattlagningu hlutabréfa. Dökkar horfur í efnahags- og peninga- málum um mitt ár 1993 Dr. Sigurður B. Stefánsson Um mitt ár 1993 eru dökkar horfur í efnahagsmálum á íslandi en einnig víðar í Evrópu og í flestum iðnríkjanna. Árlegur hagvöxtur í ríkjum OECD var 3% árið 1989 en hefur minnkað í um 1% árin 1991 til 1993. Spár fyrir næstu ár vekja vonir um einhverja framleiðsluaukningu en þær eru háðar mikilli óvissu og hefa raunar verið lækkaðar kerfisbundið við hverja endurskoðun. Á sama tíma hefur halli á rekstri ríkissjóðs í ríkjum OECD farið vaxandi úr um 1 % árið 1989 í yfir 4% af vergrar landsframleiðslu árið 1993 og mun líklegast aukast enn á næsta ári. Þessi þróun í ríkisfjármálum þrengir svigrúm stjómvalda í öllum ríkjum nema í Japan til að glæða hagvöxt með því að auka ríkisumsvif. Þeim fer raunar fækkandi sem telja aukna eyðslu ríkissjóðs til þess fallna að glæða hagvöxt þegar lengra er litið. Eftir því sem hægt hefur á framleiðsluaukningu síðustu árin hefur atvinnuleysi aukist. Atvinnulausum fjölgaði í ríkjum OECD úr 25 milljónum manna í um 35 milljónir á síðustu misserum og þar eru nú um 7- 8% vinnufærra manna án atvinnu. Nú síðast hefur atvinnulausum aðallega fjölgað í Þýskalandi og Japan. Islendingar lifa einkum af því að selja sjávarafurðir og orku til útlanda. Stöðnun í efnahagslífi í viðskiptalöndum okkar merkir að minna selst af afurðum okkar og fyrir lægra verð. Ekki hefur tekist að selja orku til stóriðju á síðustu árum og verð á fiski hefur lækkað um 20% að meðaltali síðan árið 1991 þegar það var hæst. Minnkandi hagvöxtur í OECD

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.