Vísbending - 26.07.1993, Blaðsíða 3
Auka þarf
þekkingu á
málinu
Löggjöfá
að tryggja
jafnan rétt
hluthafa -
ekki að
koma í veg
fyrir
yfirtöku
Löggjöf
heftir frelsi
markaðarins
Tilkynninga-
skylda
ISBENDING
Hvað getum við lært af nágrannaþjóðum okkar um
löggjöf um samkeppni, yfirtöku fyrirtækja,
hringamyndun og viðskipti með hlutabréf?
Þorkell Sigurlaugsson
Öðru hverju hafa komið upp umræður hér á landi um nauðsyn löggjafar um yfirtöku fyrirtækja, og sú
löggjöf stundum sett í samhengi við samkeppnislöggjöf og jafnvel spurninguna um það hverjir mega sitja
í stjórnum. Þetta hefur verið í brennidepli vegna mikilvægis hlutabréfamarkaðarins. Það hlýtur að vera
eðlilegt að við höfum einhverjar sambærilegar reglur hér á landi og gilda t.d hjá ríkjum Evrópubandalagsins.
En hverjar eru þá þessar reglur?
Það hefur takmarkað mjög faglega umfjöllun um þessi mál að skort hefur á að upplýsingar liggi fyrir um
það hvernig þessum málum er háttað erlendis og umfjöllun hefur oft einkennst af viðhorfi til einstakra dæma
úr atvinnulífi hér á landi. Persónuleg viðhorf manna um það hvort ákveðnir einstaklingar eða fyrirtæki eigi
of mikinn hlut í einhverjum fyrirtækjum hafa oft haft meiri áhrif á skoðanamyndunina en það hvað sé eðlilegt
eða æskilegt í nútíma þjóðfélagi. Hefur yfirtökulöggjöf jafnvel verið ruglað saman við einokunarlöggjöf.
Lítið hefur verið fjallað um það hvernig þessar reglur eru í Bandaríkjunum, en varla getur
hlutabréfamarkaðurinn talist vanþróaður í því landi. í Bandaríkjunum eru t.d. engar reglur sem kveða á um
að hluthafa sé skylt að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa þá út þegar ákveðnu prósentustigi í eignaraðild
er náð.
Löggjöf um yfirtöku í fyrirtækjum
Tilboð í hlutabréf eða kaup hlutabréfa er í sumum tilvikum tilraun einstaklings eða fyrirtækis til að ná
yfirráðum í öðru fyrirtæki eða ná áhrifum með því eina ráði sem er tiltækt, þ.e. að fá nægjanlega marga
hluthafa fyrirtækisins til að selja sér hlutabréfin sín. Aðrir fjárfesta í hlutabréfum eingöngu vegna
væntanlegrar arðsemi, en fyrirhuga ekki afskipti af stjómun eða rekstri fyrirtækisins.
Gera má ráð fyrir að tilboðsgjafi sé að reyna að ná yfirráðum í öðm fyrirtæki vegna þess að það bæti hans
hag eða hann hyggist að minnsta kosti laga fyrirtækið að eigin rekstri. Tilgangur yfirtökulöggjafar er
einungis sá að tryggja hagsmuni og jafnan rétt allra hluthafa, en ekki að koma í veg fyrir yfirtöku í sjálfu
sér.
Þessir hagsmunir felast einkum í því að hluthafar fái tímanlegar og ítarlegar upplýsingar um tilboð og að
um sanngjarna verðmyndun sé að ræða. Einnig er litið svo á af sumum aðilum að við tiltekin mörk sé
eignarhluti svo mikill að einn aðili sé að ná algjörum yfirráðum fyrirtækis og eigi því að bjóða öðrum
hluthöfum að kaupa þá út við ákveðnu verði.
Við slíka framkvæmd vakna þó margar spurningar, sérstaklega um réttmæti þess að grípa inn í markaðinn
og viðskiptin með þessum hætti. Gallarnir við að grípa inn ífjármagnsmarkaðinn með þessum hætti kunna
að vega þyngra en kostirnir. Fer það talsvert eftir því hvernig aðstæður og viðskiptavenjur eru í hverju landi.
Hægt er að vemda hagsmuni hluthafa á þann einfalda hátt, að við ákveðin eignarmörk verði að tilkynna
eignarhlut og tilgang breytingar. Þetta leiðir til þess að markaðurinn verður upplýstur um þá þróun, sem
á sér stað, og getur brugðist við henni tímanlega. Svona reglur em t.d. hér á landi um fyrirtæki sem hafa
skráð hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands. Hugsanlega mætti einnig setja tímamörk hvað varðar umtalsverð
hlutabréfakaup. Slíkar reglur hafa verið settar í Bandaríkjunum.
Hugmyndafræðilega gengur yfirtökulöggjöf gegn kenningum um frelsi markaðarins. Með því að hefta
og skilyrða kaup eins aðila brenglast raunverulegt verðmæti markaðarins. Það getur orðið mikilvægt spor
í átt til aukinnar hagkvæmni og framleiðni í íslensku atvinnulífi að fyrirtæki kaupi stærri eða minni hlut í
öðra fyrirtæki með samstarf, yfirtöku eða samruna í huga. Þess vegna þarf að fara varlega í setningu
löggjafar á þessu sviði, þótt alls ekki sé verið að útiloka slíkt ef löggjöf verður almennt sett um þetta efni
erlendis.
Reynslan erlendis
Með yfirtökureglum er m.a. átt við þá skyldu að bjóða í hlutabréf annarra hluthafa ef eignarhluti fer yfir
ákveðin mörk, framkvæmd yfirtöku, tilkynningaskyldu við kaup á hlutabréfum, eða aðrar reglur sem lúta
að viðskiptum sem leiða til verulegrar eignaraukningar eins aðila. Reglur um yfirtöku á fyrirtækjum em
mismunandi og sums staðar engar innan Evrópuríkjanna. Almennt er sú regla ekki til staðar íríkjum Evrópu
að hluthöfum beri skylda til þess að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa þá út ef vissum eignarhluta er náð.
Aftur á móti er víðast tiikynningaskylda um það ef eignarhluti fer yfir viss mörk, eins og gildir hér á landi
um fyrirtæki skráð á Verðbréfaþingi Islands. Reglur þekkjast þó sums staðar um að einn hluthafi geti ekki
farið með meira en ákveðinn hlut, t.d. 20% hlutafjár í félagi, en auðvelt er að komast hjá slíkum reglum, t.d.
með því að skipta hlutabréfaeign á milli aðila.
Stundum hafa reglur eða lög takmarkað gildi. Sérstaklega eru það ríki á meginlandi Evrópu sem eru með
takmarkaðar reglur eða löggjöf um þessi atriði. Sums staðar er einungis stuðst við hefðir og venjur, annars