Vísbending - 21.10.1993, Qupperneq 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
21.
október
1993
41. tbl. 11. árg.
C Nýsparnaður og lánsfjáreftirspurn á innlendum markaði
Lánsfjárefti rspurn
Opinberir aðilar
/ Fyrirtæki og heimili | | ||
B' / | | Nýsparn.
ÉhiQSDIq
1988 1989 199« 1991 1992
Heimild: „Vaxtamyndunamefnd"
Er eðlilegt að
vextir lækki
þegar lánsfjár-
eftirspurn er
mikil?
Vaxtamál hafa verið mikið til umræðu
að undanförnu, ekki síst í tengslum við
nýútkomna skýrslu starfshóps sem
viðskiptaráðherra skipaði í júlí síðast-
liðnum lil að kanna vaxtamyndun á
lánsfjármarkaði. Skýrsla þessi er
athyglisverð fyrir margra hluta sakir þótt
í sjálfu sér séu ekki lögð þar fram nein ný
sannindi um vaxtamyndun hér á landi.
íslendingar, jafnt leikir sem lærðir, telja
sig nefnilega fyrir löngu búna að greina
orsakir hárra vaxta hér, enda sennilega á
fáum stöðum í veröldinni sem almenn-
ingur er jafn meðvitaður um þessi mál.
Vandamálið hefur miklu fremur átt sér
rætur í framkvæmdaleysi stjórnvalda til
að koma á nauðsynlegum breytingum
eins og niðurstöður skýrslunnar gefa
ljóslega til kynna.
Vextir eru verð
Þegar rætt er um vaxtamyndun á
markaði er nauðsynlegt að átta sig á því
að peningar og lánsfé eru í eðli sínu vara
á sama hátt og kaffi eða smjör. Verð á
peningum á hverjum tíma eru þeir vextir
sem greiða þarf fyrir vöruna. I
grundvallaratriðum mótast vextirnir því
af framboði og eftirspurn áhverjum tíma,
á sama hátt og gerist með aðrar vörur.
Seðlabankinn hefur einkum áhrif á
framboð peninga í þeim tilgangi að stuðla
að stöðugleika í verðlags- og
gengismálum. Eftirspurnin ræðst að
mestu af almennu efnahagsástandi hverju
sinni. Fleiriþættirhafaþóáhrif. Ahætta
í peningaviðskiptum er mikil og af
margvíslegum toga, en stærst vegur þó
óvissa um verðlags- og gengisþróun svo
og áhætta vegna greiðsluhæfis
lántakenda. Greining á orsökum vaxta-
breytinga er því síður en svo auðvelt
verk.
Klisjur um vaxtamyndun
Umræða um vaxtamál hér á landi
hefur einkum verið sett í samhengi við
afkomu hins opinbera, sérstaklega
ríkissjóðs. Svoeinhliðahefursúumræða
verið af hálfu verkalýðsfélaganna og
atvinnurekenda hin síðustu ár að öll
umræða um nauðsy nlegar umbætur hefur
fallið í skuggann. Undanfarið hefur
einnig mikið verið rætt um áhrif
útlánataps banka og sparisjóða á vexti
og áhrif verðtryggingarhalla.
Á myndinni að ofan er borin saman
lánsfjáreftirspurn og framboð á nýjum
sparnaði á innlendum markaði á árunum
1988-1992. Lánin eru flokkuð eftir
endanlegum notendum þannig að lán til
opinberra aðila eiga einungis að sýna
þau lán sem ríkissjóðureða sveitarfélög
haíá tekið í eigin þágu en ekki þau lán
sem tekin hafa verið og endurlánuð
fyrirtækjum og einstaklingum. Eins og
fram kemur á myndinni hefur
heildarlánsljárþörf verið meiri en nýr
sparnaður öll þessi ár ef undan er skilið
árið 1990. Þaðsemvekursérstakaathygli
er að lánsfjáreftirspurn fyrirtækja og
heimila hefur verið miklum mun meiri
en opinben-a aðila á þessu tímabili. Sem
dæmi má nefna að á síðasta ári var
heildarlánsfjáreftirspurnin 57 milljarðar
króna en af þeirri upphæð voru tæpir 16
milljarðar vegna rfkis og sveitarfélaga
en um 41 milljarður vegna fyrirtækja og
heimila. Það er því ljóst af þessu að
lækkun vaxta er undir því komin að
dregið verði úr lánsfj áreftirspurn heimila
og fyrirtækja ekki síður en opinbeira
aðila.
Draga þarf úr lánveiting-
um á niðurgreiddum
kjörum _____
Áðurnefndur starfshópur leggur fram
nokkrartillögur að aðgerðum lil að draga
úr eftirspurn eftir lánsfé. Meðal annars
er lagt til að minnka lánveilingar í
húsnæðiskerfinu og leggja á sérstakt
ríkisábyrgðargjald lil að mæta hugsan-
legu útlánatapi íframtíðinni. Enn fremur
telur nefndin æskilegt að draga úr
lánveitingum lífeyrissjóða til heimila á
kjörum undir markaðsvöxtum og að
bankar hækki vexti á neyslulánum og
lækki þess í stað vexti á lán til traustra
fyrirtækja. Þessar aðgerðir beinast allar
aðheimilumendahefurlánsfjáreftirspurn
þeirra verið mun meiri en fyrirtækja á
undanförnum árum. Sem dæmi má nefna
að á síðasta ári nam lánsfjáreftirspurn
heimila og fyrirtækja samtals um 41
milljarði króna en af þeirri upphæð voru
lán til heimila 24 milljarðar. Á árinu
1980 svöruðu skuldir heimilanna til um
14% af landsframleiðslu en voru komnar
í 62% í lok síðasta árs. Skuldirnar hafa
því rösklega fjórfaldast á þessu tímabili
og nálgast það sem hæst gerist í
nágrannalöndunum. Það er því ljóst að
Efni:
• Vaxtamyndun áfjár-
magnsmarkaði
• Menntastefnan og
atvinnulífið
• Einkavœðing