Vísbending - 10.03.1994, Blaðsíða 2
V
ISBENDING
Réttindi og
skyldur á
vinnumarkaði
Lóira V. Júlíusdóttir
éltindi og skyldur ávinnumarkaði
er heiti á bók sem ofanrituð hefur
nýlega sent frá sér. I bókinni, sem
Alþýðusamband Islands gefur út, er
fj allað um þann hluta vinnuréttarins sem
snertir einstaklinginn, réttindi hans og
skyldur og tengsl Iaunamannsins við
atvinnurekandann. Hérer leitast við að
svara þeim spurningum sem koma upp
í ráðningarsambandi launamanns og
atvinnurekanda, spurningum sem tengj-
ast ráðningunni sjálfri, í hverju skyldur
starfsmannaeru fólgnar, hverjar sky ldur
atvinnurekenda eru, fjallað er um orlofs-
reglur, aukafrídaga og -helgidaga, líf-
eyrissjóði og almannatryggingar, slysa-
tryggingar, sjúkdóma ogslys, reglur um
fæðingarorlof og atvinnuleysisbætur,
kynferðislega áreitni á vinnustað, vinnu-
vernd og breytingar á ráðningarkjörum,
um uppsagnir og riftun á ráðningar-
samningi, andlát, gjaldþrot og eigenda-
skipti að fyrirtæki. Bókin skiptist í þrjá
hluta, upphaf ráðningar, réttindi og
skyldur starfsmanna og ráðningarslit.
Kaflarnir eru alls 18.
Á síðari árum hafa réttindamál launa-
fólks skipt æ meira máli við samninga
um kaup og kjör. Kjarabætur hafa oft
fremur falist í félagslegum umbótum
eins og auknum veikindarétti og orlofi
fremur en beinum launahækkunum.
Þessi áherslubreyting hefur leitt til þess
að fjölmörg álitaefni koma upp í sam-
skiptum atvinnurekenda og launafólks.
Knýjandi þörf hefur verið fyrir upp-
lýsingarit um þessi mál og hún varð til
þess að ráðist var í þessa útgáfu.
Við efnisskipan bókarinnar var
einkum höfð hliðsjón af erlendum
fræðibókum um sama efni. Að öðru
leyti er efnið frumsamið og by ggist fy rst
og fremst á þeirri þekkingu sem höfund-
ur hefur aflað sér í 11 ára starfi sínu hjá
Alþýðusambandinu. I bókinni er vísað
í fjölmarga dóma, oft undirréttardóma
sem ekki hafa verið birtir, og dómarnir
reifaðir í tengslum við efnið. Ásamt
dómaskrá er aftast í bókinni ítarleg
atriðisorðaskrá. Við frágang bókarinnar
var haft í huga að hún nýttist vel sem
uppflettirit, og eru því kaflar stuttir og
efnið skýrt með spássíufyrirsögnum.
Bókin er 280 blaðsíður að stærð. Út-
gefandi er Alþýðusamband Islands, en
dreifing er í höndum Menningar- og
fræðslusambands alþýðu.
Til að gefa lesendum hugmynd um
efni bókarinnar er hér á el'tir birtur stuttur
útdráttur úr IV. kafla ,Ráðning tilstarfa.
Upplýsingaskylda og
rétturvið ráðningu
1) Meðmæli
Oft er óskað eftir meðmælum við
ráðningu starfsmanna og jafnframt
býður starfsmaður þau oft fram. Engar
reglur eru til um skyldur til að útvega
meðmælendur við ráðningar þar sem
ráðningin sem slík er frjáls samningur.
Einnig er algengt að sá sem sækir um
starf bendi á aðila sem mælt getur með
honum, án þess að skrifleg meðmæli
liggi fyrir. I fámennu þjóðfélagi eins
og hér á landi er oft meira byggt á
samtöium fólks við fyrrverandi sam-
starfsfólk og yfirmenn heldur en skrif-
legum meðmælum. Því er stundum
haldið fram að auðveldara sé að skýra
frá göllum manna munnlega heldur en
að skrifa það á blað.
2) Upplýsingaskylda launamanns
Það er almenn leiðbeiningarregla að
við ráðningu í starf skuli umsækjandi
skýra frá þeim atriðum sem telja má að
skipti atvinnurekanda máli varðandi það
starf sem sótt er um.
a) Ákvæði um skyldu til að skýrafrá
atvikum við ráðningu
Réttindi. Almennt er ekki að finna
nein ákvæði um skyldur umsækjenda
til að skýra frá atvikum við ráðningu.
Krefjist starf ákveðinna réttinda, hæfi-
leika eða prófa er litið svo á að um-
sækjandi skuli sýna fram á að hann hafi
tilskilin réttindi, t.d. með prófskírteini.
Óflekkað mannorð. I einstaka lögum
eru ákvæði um embættisgengi sem
kveða á um að viðkomandi skuli hafa
óflekkað mannorð, hafa náð ákveðnum
aldri og að bú hans megi ekki vera undir
gjaldþrotaskiptum. Þegar svo háttar ber
umsækjanda að sýna fram á að þessi
atriði séu til staðar.
Heilbrigði. Einstaka kjarasamningar
kveða á um það að við ráðningu starfs-
manna skuli hann leggja fram heil-
brigðisvottorð. Eru þetta væntanlega
leifar frá þeim tíma er berklar voru land-
lægir.
b) Fráhverjuberaðskýrasérstaklega?
Persónuleg atriði. Stundum getur
umsækjanda verið skyll að skýra frá
ákveðnum atriðum sem snerta hann
sjálfan, ef þessi atriði eru þess eðlis að
þau snerti beinlínis möguleika hans á
að annast þau störf sem verið er að ráða
til. Mörkin á milli þess sem telja má
vera svo persónuleg mál umsækjanda
að ekki beri að skýra frá og þess sem
telja má eðlilegt og skylt að skýra frá
við ráðningu geta verið óljós. Fer það
eftir atvikum hverju sinni hvar þau
liggja. Almennt er umsækjandi ekki
skyldugur að leggja fram vottorð um
heilbrigði við ráðningu, en þurfi um-
sækjandi að gangast undir uppskurð á
næstu mánuðum og sé að bíða eftir
sjúkrahúsplássi ereðlilegt að hann skýri
frá því.
Þungun. Ekkierhægtaðkrefjastþess
að kona skýri frá fjölskylduáætlunum
sínum við ráðningu, og almennt ber
henni ekki önnur skylda til að skýra frá
því hvort hún er barnshafandi en lögin
um fæðingarorlof gera ráð fyrir. Ákvæði
Í40. grein reglugerðarumfæðingarorlof
nr. 546/1987 gera ráð fyrir að kona
tilkynni atvinnurekanda með að minnsta
kosti 21 dags fyrirvara hvenær hún
hyggst hefja töku fæðingarorlofs.
Meðlagsgreiðslur. Manni er ekki
skylt að greina frá persónulegum högum
við ráðningu, en greiði hann rneðlög
með mörgum börnum ber atvinnurek-
anda að standa skil á þeim greiðslum
við Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Blekkingar. Hafi nntður hlotið dóm
fyrir fjárdrátt væri hann að beita
blekkingum ef hann réði sig sem gjald-
kera hjá fyrirtæki án þess að skýra frá
dóminum.
Þessi atriði eru háð mati og erfitt að
setja um þau reglur. Það sem gildir í
einu tilviki á ekki endilega við í því
næsta. Telji atvinnurekandi að umsækj-
andi sé að leyna sig einhverju í ráð-
ningarviðtali getur það orðið til þess að
annar verði ráðinn. Með sama hætti
getur atvinnurekandi hafnað umsækj-
anda fyrir það að hann talaði ekki um
annað en sjálfan sig.
Upplýsingaskylda sjómanna. Ákvæði
einstakra laga kunna að leggja frekari
upplýsingaskyldu á herðar Iaunamanni
við ráðningu. í sjómannalögum, nr. 35/
1985, eru ákvæði um að útgerðarmaður
geti krafist læknisvottorðs við ráðningu,
sbr. 3. mgr. 8. greinarsjómannalaga, að
skipverji sé skyldur að láta lækni
rannsaka heilsufar sitt ef skipstjóri
óskar, sbr. 33. grein laganna, og það
hefur áhrif á veikindarétt skipverja ef
hann hefur leynt vís vitandi atriðum sem
snerta heilsufar hans. í 4. mgr. 36
greinar laganna segir að skipverji eigi
ekki rétt á kaupi þann tíma, sem hann
hliðrar sér ólöglega hjá að inna störf sín
af hendi, né fyrir þann tíma sem hann er
óstarfhæfur vegna sj úkdóms eða meiðsla
sem hann hefur sjálfur bakað sér af
ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
Höfundur er lögfræðingur og
framkvœmdastjóri ASÍ
-------♦----♦----♦-------
2