Vísbending


Vísbending - 10.03.1994, Blaðsíða 3

Vísbending - 10.03.1994, Blaðsíða 3
Breytingar hjá Verðbréfaþingi á árinu 1993 Tómas Örn Kristinsson s Arið 1993 einkenndist af miklum breytingum á flestum þáttum er snúa að Verðbréfaþingi Islands. Við- skiptin á þinginu tífölduðust frá fyrra ári, virkni markaðarins jókst greinilega og má einnig greina nokkur þroskamerki á markaðinum. Þróun verðs á skuldabréfa- markaði var mjög jákvæð. Auk þessa urðu breytingar með nýjum lögum sem tóku gildi á miðju ári. Umtalsverð aukning í viðskiptum Tilkoma formlegs peningamarkaðar á þinginu áárinu 1993 olli mikilli aukningu íviðskiptum. Af75 milljarðakrónaheild- arveltu voru um 58 milljarðar króna á peningamarkaði. Ef litið er til þeirra bréfa sem fyrir voru varð umtalsverð aukning í viðskiptum með spariskírteini, húsbréf og hlutabréf. Spariskírteinaviðskipti voru urn 14 milljarðar og þrefölduðust frá fyrra ári. Húsbréfaviðskipti voru um 3 milljarðar og fimmfölduðust. Hlutabréfaviðskipti á þinginu uxu tæplega sjöfalt, en þess ber auðvitað að geta að á árinu 1992 voru hlutabréfaviðskiptin rétt að hefjast á þinginu. Til samanburðarviðþá75 millj- arða sem fóru í gegnum þingið í fyrra námu heildarviðskiptin á árinu 1992 tæplega 7 milljörðum króna. Þótt þessi aukning sé ánægjuleg, þá er ansi langt í það að veltuhraði hér á landi, þ.e. heildarfjöldi viðskipta deilt upp í meðalverðmæti markaðsverðbréfa, sé eitthvað í líkingu við það sem gerisl hjá nágrannalöndum okkar annarsstaðar á Norðurlöndunum. Hjá Dönum er veltu- hraðinn á markaði með langtímaskulda- bréf tæplega 8 og um 5,5 hjá Norð- mönnum. I fyrra var veltuhraðinn hér 0,16. Veltuhraði hlutabréfa var 0,06 hér en til samanburðar var hann 0,5 að meðaltali á Norðurlöndunum. Það ættu því að vera verulegir vaxtarmöguleikar á þessum mörkuðum í framtíðinni. Markaðurinn virkari og sýnilegri Með reglum þingsins sem tóku gildi 1. mars 1992 var lagður grunnur að söfnun upplýsinga um verðbréf og hlutabréf. Verðbréfaþing safnar vikulega upplýs- ingum frá þingaðilum um heildarviðskipti þeirra með skráð verðbréf og eru þessar upplýsingar mikilvægt gagn um umfang markaðarins. A síðasta ári má ætla aðheildarviðskipti á eftirmarkaði með skráð verðbréf hafí numið 133 milljörðum króna. Viðskipti á þinginu námu rúmlega 75 milljörðum eða um 57% af heildarviðskiptum. Þing- aðilar hafa jafnan möguleika á að sjá upplýsingar um viðskipti jafnskjótt og þau verða í viðskiptakerfi þingsins, þannig að sýnileika markaðarins má mæla með ofangreindu hlutfalli. Ef horft er til einstakra markaða þá var sýnileiki peningamarkaðarins 86%, hluta- bréfamarkaðarins 76%, spariskírteina- markaðarins rúmlega 50% og húsbréfa- markaðarins 10%. Sýnileiki peninga- markaðarins er mestur þar sem flestir sem versla á þeim markaði eru þingaðilar. Varðandi hlulabréfamarkaðinn rná geta þess að verðbréfafyrirtækin tóku sig saman um að tilkynna í viðskiptakerfið viðskipti með hlutabréf jafnóðum og þau ættu sér stað. Virkni verðbréfamarkaðarins tók greinilegum breytingum á síðasta ári. í desember 1992 voru 16 símalínurtengdar inn á tölvu þingsins, en í desember 1993 voru 44 samtíma notendur þegar mest var. Þá jókst heildarfjöldi viðskipta í kerfinu úr 499 í 1427 á milli sömu tímapunkta. Meiri virkni kemur einnig fram í við- bragðsflýti markaðarins og er gleggsta dæmið skjót viðbrögð þegar Seðlabank- inn og ríkisstjórnin fóru út í sameiginlegar aðgerðir til lækkunar vaxta í lok október. Þá varð markaðurinn eiginlega á undan aðgerðunum og það sýndi sig að hann var mun virkari og öflugri en talið hafði verið. Spákaupmennska Spákaupmennsku varð vart á markað- inum á síðasta ári. Sem dæmi um það má nefna að eftir gengisbreytinguna sem varð síðastliðið sumar varð mikil ásókn í spariskíiteini sem áttu fremur skammt eftir í innlausn. Var greinilegt að menn sáu fyrir skammtíma verðbólguaukningu og hugðust verðtryggja sig þann stutta tíma sem áhrifin vöruðu. Annað dæmi um spá- kaupmennsku mátti sjá á hlulabréfa- markaði. Unt og eftir miðjan desember þegar eftirspurn eftir hlutabréfum erj afnan mest fór að bera á miklu framboði á þeim og lítil hækkun varð á verði eins og búast hefði mátt við. Það er greinilegt að ein- hverjir hafa talið sig sjá leik á borði og keypt hlutabréf í nóvember til að selja í desember og hagnast. Spákaupmenn taka áhættu og í þetta sinn snérist hún gegn þeim. Vonandi verðurþetta þó ekki til að letja menn því spákaupmenn geta haft mjögjákvæð áhrif á markaðinn og verð- myndun á honurn. ÍSBENDING Ný lög og reglur um þingið Ný lög voru sett um Verðbréfaþing Islands þann 1. júlí 1993. Samkvæmt þeirn er þingið sjálfseignarstofnun sem hefur einkarétt á að stunda verðbréfa- þingsstarfsemi hér á landi. Þótt að einka- rétturinn hafi verið bundinn í lög erekkert sem segir að svo verði um eilífð. Það verður því sjálfsagt hugað að því að búa það undir hugsanlega samkeppni í framtíðinni. A Norðurlöndunum hefur þróunin verið sú að formlegureinkaréttur er víðast hvar að hverfa. Samhliða lögunum tóku gildi nýjar reglur sem stjórn Verðbréfaþingsins setti um hin ýmsu svið starfseminnar. Lögin og reglurnar eru að mestu santin eftir fyrirmynd frá Evrópusambandinu og hefur þingið verið tilgreint sem lögbært yfirvald með fimm tilskipunum af hálfu Islands, gagnvart Evrópska efnahags- svæðinu. Þetta setur Verðbréfaþinginu ákveðnar skorður, en er samskonar og tíðkast í öðrum aðildarlöndum Evrópska efnahagssvæðisins. Hlutverk viðskiptavaka Hlutverk viðskiptavaka á verðbréfa- markaðinum hér á landi hefur verið nokkuð til umræðu á þinginu og meðal þingaðila. Það hefur sýnt sig að viðskipta- vakar gegna mjög mikilvægu hlutverki á honum og liðka nijög fyrir öllum við- skiptum. Skilgreining viðskiptavaka, sam- kvæmt reglum þingsins, er í stuttu máli á þá leið að viðskiplavaki skal vera reiðu- búinn til að kaupa verðbréf fyrir a.m.k. 625 þúsund krónur á dag. Víðast hvar erlendis er skilgreiningin sú að viðskipta- vaki skuli stöðugt setja fram kaup- og sölutilboð í þau bréf sem hann er viðskiptavaki fyrir. Að auki eru sum- staðareinnig kvaðir um fjárhæðir tilboða, hámarksmun á milli kaup- og sölutilboða og leyfilegar verðbreytingar. Það sem helst hefur aftrað mönnum frá breytingum á íslensku skilgreiningunni er hversu lítill markaðurinn hér er. Ef þingaðilareru skyldaðirtil aðseljabréfer ekki víst að þeir geti nálgast þau með skömmum fyrirvara þar sem markaðurinn er svo ófullkominn að það dugar ekki alltaf að setja frarn lág kauptilboð til afla bréfa til endursölu. Hugsanlega mætti leysa þetta vandamál með þátttöku fleiri aðila, svo sem lífeyrissjóða og tryggingafélaga, sem gætu lánað bréf tímabundið gegn gjaldi og þannig liðkað um fyrirmarkað- inum. A móti fengju þeirauknaávöxtun. Höfundw er tölvunarfrœðingur með M.B.A.-próf og staifar hjá Verðbréfa- þingi Islands. -------»-----♦----♦------- 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.