Vísbending


Vísbending - 14.04.1994, Qupperneq 2

Vísbending - 14.04.1994, Qupperneq 2
ISBENDING Kjörstaða lausafjár og arðsemi Arni Tómasson Þrátt fyrir að hagnaður íslenskra fyrir- tækja hafi verið lítill á síðustu árum samanborið við erlend fyrirtæki, fjölgar þeim félögum sem náð hafa að byggja upp góða eiginfjár- og lausafjárstöðu. I fram- haldi af því vaknar sú spuming hvernig er háttað samhenginu milli kjörstöðu lausa- fjárog arðsemi. Kjörstaða lausafjár Fyrirtæki þurfa tiltekið fjármagn og lausafjárstöðu til þess að geta nýtt þá möguleika sem rekstrarumhverfíð býður upp á. Með kjörstöðu lausafjár er átt við það lausafé sem nauðsynlegt er til að sinna meginstarfsemi félagsins. Þegar laust fé safnast fyrir umfram grunnþarfir, dregur oftast nær úr arðsemi, því framtíð íy rirtækis- ins byggist á því að frumstarfsemin gefi meira af sér en fá má með almennri ávöxtun lausafjár. Þetta má orða á annan veg þannig að gefi ávöxtun lauss fjár til lengri tíma litið meira af sér en það fjármagn sem bundiðerífrumstarfsemifélagsins,erveru- leg ástæða til að staldra við og íhuga að leggja starfsemi þess niður, því ljóst má vera að öðrum tekst betur til við ávöxtun fjárins. Kostir sterkrar lausafjár- stöðu En víkjum aftur að lausafjárstöðunni. Allir kannast við kosti sterkrar lausafjár- stöðu, en minna hefur farið fyrir umræðu um uppsöfnun lausafjár. Einnigerathyglis- vert að hugleiða að það getur verið jafn krefjandiaðhafamjögsterkalausafjárstöðu eins og mjög veika. Hugum nánar að þessum atriðum. Kostirsterkrarlausafjárstöðu eru einkum eftirfarandi: 1. Vanskilhverfaogtilheyrandikostnaður. 2. Sveigjanleiki vex og möguleiki skapast til að gripa góð tækifæri. 3. Stjórnunbatnar,tími stjómendaferekki lengur í að leysa vandamál frá degi til dags og unnt er að huga að stefnumótun og framtíðarskipulagi. Það er óumdeilt, samanber ofangreinda kosti, að sterk lausafjárstaða hefur allt til að bera umfram vanskilastöðu eða slaka lausafjárstöðu, einkum eftir að verðbólga hjaðnaði og möguleikará viðunandi ávöxt- un lausafjár bötnuðu. Því er erfitt að átta sig áþeirn stjórnendum, sem búið hafa við langvarandi vanskil, en nýta svo ekki upp- sveiflu til að greiða niður skuldir og koma sér út úr vanskilum. Stundum virðist það vera þeirra mesta kappsmál að koma sér í vanskil aftur, ogerfljótvirkastaleiðin sú að ráðast í gríðarlegar fjárfestingar, í flestum tilvikum mun meiri en starfsemin fær staðið undir nemaað til komi sérstakir happdrættis- vinningar í anda veiðimannaþj óðfélagsins. Þessum stjómendum fækkar ört, enda fer saman að stjórnunarhættir sem þessir orsaka oftar en ekki gj al dþrot og ný ky nslóð betur menntaðra stjórnenda, sem alisthefur upp í nýju viðskiptaumhverfi, leysir þáeldri af hólmi. Vandi samfara uppsöfnun á lausu fé Þrátt fyrir að margt gott megi segja um þá stjómendur semhafa lagað sig aðbreyttu rekstrarumhverfi, virðist mér skorta á aga þeirra gagnvart lausafjárstjórnun. Eins og rakið hefur verið hér að framan er sterk lausafjárstaða afar mikilvæg, en að sama skapi er uppsöfnun lausafjár veikleika- merki. Jafnframt hefur reynslan leitt í ljós að þaðþarft sterk bein ti 1 að búa við sterka lausafjárstöðu,ekki síðuren vanskilastöðu. Eftirfarandi þættir eiga við í tengslum við uppsöfnun lauss fjár: 1. Alla jafna næst ekki sama arðsemi af uppsöfnuðu lausafé og af frumstarfsemi félagsins, ef ytri aðstæðureru eðlilegar. 2. Stjórnendur verða værukærir því sá beitti agi sem kjörstaða lausafjár kallar á er ekki lengur fyrir hendi. Aðhald minnkar, nýting fjármagns versnar, kostnaður fer úr böndum og arðsemi lækkar. 3. Þrýstingur á hvers konar þátttöku í fjárfestingum vex, fjárfestingum sem þjóna fyrst og fremst þörfum annarra. 4. Hætta eykst á að félagið fari að eigin fmmkvæði út í fjárfestingarþar sem það nýtur ekki þekkingar sinnar og reynslu eða m.ö.o.; félagið einbeitir sér ekki lengur að því sem það kann best. I þessu sambandi eru þekkt dæmi þess að eigin- hagsmunirstjómendameðtilliti lil valda og áhrifa gangi fyrir þörfum stórs hóps hluthafa. Viðbrögð við uppsöfnun lausafjár En hvað skal gera þegar uppsöfnun lausafjárhefst? Erfitteraðgefaeinhlítsvör við því. Það fer t.d. eftir ytri aðstæðum og vaxtarmöguleikum á því sviði sem félagið sérhæfir sig í. Hins vegar finnst mér of ofl horft fram hjá þeim möguleika að greiða það fé sem losnar á hverjum tíma til hlut- hafanna. Með þeim hætti er stjórnendum sífellt haldið við efnið, þeir einbeita sér að því að bæta þann rekstur sem félagið hefur byggst upp á og líkurnar aukast á að hámarksávöxtun haldi áfram. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að ekkert tryggir stöðu stjórnenda betur en góð ávöxtun á því fjármagni sem þeim er trúað fyrir. Það kemur þá til kasta hluthafanna að finna fjármagninu farveg, væntanlega í fyrirtækjum sem einbeita sér að nýjum verkefnum. Til að forðast misskilning vil ég leggj a áherslu á að ekki er verið að mæla með að þurrausa fyrirtækin lausafé og fjármagni, þannig að þau standi berskjöld- uð komi til niðursveiflu, heldur er verið að ræða um uppsafnað lausafé umfram trausta lausafjárstöðu. I Bretlandi og Bandaríkjun- um er ekki óalgengt að sjá fjárhæð sem nemur öllum hagnaði ársins greidda til hluthafa. Möguleikar þarlendra félaga til að ná sér í nýtt fj ármagn með hl utafj árútboði eru þó mun rýmri en hér á landi. Eiga hluthafarnir að vera afgangsstærð? Sú röksemd hefur oft verið notuð gegn verulegum arðgreiðslumhér á landi aðþær séu andstæðar skattalegum hagsmunum hluthafa. Það komi í flestum tilvikum betur út fyrir þá að haldafjármagninu inni í fyrir- tækjunumog innleysahagnaðinn meðsölu bréfanna, fremur en með arðgreiðslum. Mér hefur fundist umræða sem þessi vera of einhlít og bera þess vott að stjómendur íslenskra fyrirtækja leyfi sér allt of oft að líta áhluthafa sem afgangsstærð, en einbeita sér ekki að því að greina þarfir þeirra. Þannig virðist mér of oft gengið út frá því sem vísu að hluthafar séu einstaklingar og fullyrðingar um skattamál taki mið af þvf. Sífellt fyrirferðanueiri hópur hluthafa eru íýrirtæki,fjárfestingasjóðiroglífeyrissjóðir, sem hafa í mörgum tilvikum allt annað viðhorf til arðgreiðslna en einstaklingai'. Þó að þessir hluthafar hafi almennt ekki látið mikið fyrir sér fara hingað til, er það einungis eitt sem tryggir áframhaldandi áhuga þeirra á fjárfestingum í hlutabréfum og það er arðsemi. Breyttar aðstæður Smám saman eru að skapast hér aðstæður sem kalla á að stjórnendur hugi betur að kjörstöðu lausafjártil aðtryggja hámarksarðsemi. Þessa sjónarhorns hef ég saknað í umræðunni hér á landi og eins þess að stjórnendur hugi betur að samsetningu hluthafahópsins og geri sér grein fyrir að þarfir þeirra eru mismun- andi. A þetta er minnst hér vegna þess að mestahættan semíslenskumfyrirtækjum og stjórnendum er búin, er sorglega lág ávöxtun hlutabréfa á síðustu árum í samanburði við aðra fjárfestingarval- kosti. Höfundur er löggiltur endurskoðandi og einn eigenda Löggiltra endurskoð- enda hf. 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.