Vísbending


Vísbending - 15.08.1994, Side 1

Vísbending - 15.08.1994, Side 1
V Vik u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 15. ágúst 1994 31. tbl. 12. árg. Fjárfestingar: Litið um öxl eða fram á við? Þegar verð hækkar á einhverri tegund bíla, matvöru eða húsmuna er líklegt að heldur dragi úr sölu á henni. I augum sumra kaupenda hættir varan að vera peninganna virði. Menn leita þá að einhverju sem gæti komið í staðinn, eða neita sér alveg um vöruna. Þessu er stundum öfugt farið þegar keypt er í hreinu fjárfestingarskyni. Þegar gengi skuldabréfa hækkar fá kaupendur aðvísu minnafyrirpeningana: Minni vextirfást fyrir hverja krónu, sem keypt er fyrir. Svipað má segja um hlutabréf, arðsvon minnkar þegar bréfin hækka íverði. En von um vexli og arð skipta ekki alltaf höfuðmáli í huga fjárfesta. Þeir líta stundum á verðhækkun sent merki um að bréf séu á uppleið og þarsé því gróða- von. Stundum gelur slík spákaup- mennska borgað sig, einkuin ef fjárfest er í stuttan tíma, en oft er lítið vil í henni. Verð bréfa í Sjóvá- Almennum rýkur upp 128. tölublaði Vísbendingar, komfram að hlutabréf í Sjóvá- Almennum tryggingum hefðu ávaxtast um yfir 50% frá miðjum júlí 1993 til júlí 1994. Úr löflu í blaðinu mátti lesa, að til þess að það borgaði sig að kaupa bréf í félaginu til langs tírna, þyrfti sú mikla arðsemi, sem verið hefur á fyrirtækinu undanfarin tvö ár, að haldast. Vísbending hefði ekki mælt með bréfum í Sjóvá-Almennum semlangtímafjárfestingu á gangverði um miðjanjúlí. Fjárfestum hefði fremur verið ráðlagt að skoða hlutabréf, sem hag- kvæmt virtist að kaupa ntiðað við mun minni hagnað fyrirtækja í framtíðinni. Þetta gætu til dærnis verið bréf í Hamp- iðjunni, eða einhverju olíufélaganna. Einnig kæmu lil álita bréf í lslenskum sjávarafurðum og Jarðborunum og Sœ- plasti, ef þau byðust á verði svipuðu síðasta viðskiptagengi 8. ágúst. Þessi bréf hætta að vera góður kostur semlang- tímafjárfesting ef þau hækka mikið í verði. Frétt um hækkun hlutabréfa í Sjóvá- Almennum virðist hafa ýtt við fjárfestum og aukið sókn í þau. Menn treystu því greinilega að gengið héldi áfram að hækka, fyrst það var byrjað að gera það. Unt miðjan júlí var gengi bréfa í Sjóvá- Almennum4,95, en 2. ágúst seldust þau á genginu 5,85. Þetta er 18% hækkun á rúmlega hálfum mánuði. Verðbréfasjóðir stækka hratt Þegar vextir lækkuðu hér á landi um mánaðamótin október/nóvember 1993 hækkuðu gömul spariskírteini í verði. Spariskírteini eru með föstum vöxtum. Gengi þeirra hækkaði þar til væntanleg ávöxtun af kaupverði var orðin jafnlítil og hinir nýju markaðsvextir. Gengis- hækkunin varþeim mun meiri sem bréfin voru til lengri tíma. Frá október til ára- mótahækkaði þingvísitala 1-3 áraspari- skírteina um 5%, þingvísitala 3-5 ára skírteina um 7% og vísitala skírteina lil 5 ára og lengri tíma hækkaði um 19%. Vísitala húsbréfa hækkaði um 17% á sama tíma. Þegar þriggja mánaða ávöxtun er umreiknuð til árs hækka tölurnarenn. Avöxtun margraverðbréfa- sjóða var því afar góð á þessu tímabili. Úm ntiðjan janúar varávöxtun Öndvegis- bréfa undanfarna þrjá mánuði til dæmis 34% og ávöxtun Einingabréfa 2 á sama tíma var 22%.Þessar tölur stungu heldur betur í stúf við raunvexti á nýjum ríkis- skuldabréfum, sem voru rúmlega 5% um þetla leyti. Ávöxtunarvon í verðbréfa- sjóðurn hafði reyndar minnkað í samræmi við almenna vaxtalækkun, en það skipti ekki máli, því að menn horfðu um öxl en ekki fram á við. Mikið seldist af hlut- deildarbréfum sjóðanna næstu mánuði. Frá áramótum til júníloka stækkuðu verðbréfasjóðir, sent kaupa aðallega íslenskbréf, úr 11 Vi milljarðikróna í rúm- lega 16V2, eða um 46%. I grein í 30. tölublaði Vísbendingar sagði Bjarni Ármannsson starfsmaður Kaupþings hf., að menn kynnu að innleysa bréf í verð- bréfasjóðum ef vextir hækkuðu í haust, enda myndu sjóðirnir þá sýna lægri ávöxtun en byðist á nýjum bréfum á markaði. Sjálfsagt er þetta rétl mat hjá honum, en hitt er annað mál að hlut- deildarbréf verðbréfasjóðanna yrðu þá í raun orðin girnilegri fjárfesting en áður. Skoðum reynslu síðustu missera og ára — en með varúð Gagnlegt er að skoða nokkra síðustu ársreikningaáðuren hlutabréferukeypt, eða fyrirtækjum veitt lán. Varasamt er þó að ímynda sér að það, sem sést í reikningunum, eigi eftiraðendurtakasig um alla framtíð. Við mat á fyrirtækjum verður að huga að markaðsaðstæðum. efnahagsástandi, nýjum lögunt og reglum, og öðru, sem kann að breyta rekstrinum. Sent dæini má nefna að ástand þorskstofnsins skiptir sköpum þegar metnar eru horfur í útgerð. Ný lög auðvelda útlendingum að keppa við banka og tryggingafélög hér á landi. Ríkið leggur ekki nærri eins miklar hömlur á starfsemi olíufélaga og sam- keppni þeirra, eins og það gerði l’yrir nokkrum árurn. Þá er rétt að hafa í huga að mjög rnikill hagnaður, þar sent arð- semi eiginfjár skiptir mörgum tugum prósenta, helst varla í mörg ár, nerna aðstæður séu mjög sérstakar, fyrirtækið hafi til dæmis einkaleyfi á sínu sviði. Við kaup á verðbréfum er mikilvægt að gera sér hugmynd um áhættu. 1 28. tölublaði varáhættahlutabréfa í nokkrum félögum metin með því að skoða árs- reikningasíðustuára. Svonefntbeta-gildi er mælikvarði á verðsveiflurhlutabréfa. í 40. tölublaði Vísbendingar 1993 notar Ottar Guðjónsson hagfræðingur reynslu rúms árs til þess að finna beta-gildi fyrir íslensk hlutabréf. Menn mega ekki taka slíkt áhættumat of bókstaflega, því að þarnaer fortíðin notuð til þess að spá unt framtíðina. Alltaf errétt að staldra við og íhuga hvort einhver rök séu fyrir því að eitt fyrirtæki sé,,öruggara“enannað,eða hvort tilviljun kunni að ráða einhverju unt niðurstöðurnar. Getur verið að breyttar aðstæður geri reksturinn áhættu- samari en verið hefur? Fjárfestar voru þeirra skoðunar að hlutabréf í Sjóvá Almennum og hlut- deildarskírteini verðbréfasjóða væru góð 1 járfesting, fyrst verð þeirra hafði hækkað. Slíkar væntingar kunna að rætast þegar horft er skammt fram á við. En þegar ljárfest er til langs tíma er hæpnara að líta á reynsluna scm einhlítan fyrirboða. • Fjárfestingar • Fjárliagur kaupstaða • Gjaldeyrismarkaðir

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.