Vísbending


Vísbending - 15.08.1994, Qupperneq 3

Vísbending - 15.08.1994, Qupperneq 3
V ISBENDING ágreining um ábyrgðarskuldbindingu vegna skuldabréfs Hafsíldar hf. á árinu 1988. Ábyrgðarskuldbindingar vegna fyrirtækja eru einnig mjög miklar íólafs- vík og á Olafsfirði, en ábyrgðarskuld- bindingar Dalvíkurbæjar minnkuðu mikið eftir áramót. Skuldir aukast ef tengd fyrirtæki eru talin með Nokkurt ósamræmi er í því hvað er fært hjá bæjarsjóði og hvað er fært sérstaklega. Peningastaða bæjarsjóðs batnar til dæmis verulega þegar íbúða- byggingar á vegum bæjarins eru færðar úr bókhaldi hans. I Olafsvík var félags- heimili tekið út úr bókhaldi bæjarsjóðs 1993, sem fyrr segir. Á Akureyri eru félagslegar íbúðir enn hluti af bókhaldi bæjarsjóðs. Bókfært verð íbúða í eigu Akureyrarbæjar var 550 milljónir króna um áramót, en það samsvarar rúmum þriðjungi af skatttekjum bæjarins árið 1993. Bæjarsjóðir bera áfram ábyrgð á skuldbindingum húsnæðisnefnda, þótt þær séu færðar sérstaklega, og hið sama má nefna um veitur, hafnir og önnur bæjarfyrirtæki. Til þess að fá yfirsýn yfir fjármál bæjannaer því gagnlegt að skoða samstœðureikninga. Flestir kaupstaðir leggja fram samstæðureikninga fyrir bæjarsjóð og bæjarfyrirtæki. Yfirleitt er peningaskuldin mun meiri á samstæðu- reikningi en hjá bæjarsjóði einum. Hér verður þó að gæta þess að yfirleitt koma fasteignir á móti skuldunum, oft tals- verðar. Oftast má gera ráð fyrir að veitur, hafnir, og húsnæðisnefndir geti sjálfar aflað sér tekna til þess að greiða skuld- irnar og að bærinn þurfi ekki að greiða þær með skatttekjum. Á þessu kunna þó að vera undantekningar. Nokkrar hita- veitur eru stórskuldugar, eins og belur verður rakið á eftir. Óvíst er að kaup- endurfyndust að mannvirkjum þeirra, ef reynt væri að selja þau upp í skuldir. Þar sem fólki fækkar kann jafnvel að reynast erfitt að selja íbúðir í bæjareigu. Hitaveitur skulda stórfé Skuld á samstæðureikningi er nálægt þreföldum skatttekjum á einu ári hjá Akureyrarbœ og Vestmannaeyjabœ og valda þar skuldugar hitaveitur miklu. S taða Akraness ogBorgarness er s vipuð ef skuldir Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar eru taldar með (þær koma ekki fram í samstæðureikningi). Fyrir nokkrunt árunt tók ríkissjóður á sig nokkur hundruð milljóna skuld hita- veitnanna. Jafnframt skuldbundu þær sig til þess að hækka verð á vatni í samræmi við byggingarvísitölu. Hita- veilur hafa síðan vísað í samkomulagið, þegar vatnsverð hefur hækkað, en áður höfðu gjaldskrárnar jafnan verið ágreiningsefni í bæjarstjórn. Á Akureyri skuldar Hita- og vatns- veitan rúmlega þrjá og hálfan milljarð króna umfram peningalegar eignir. Ríkissjóður hefur samþykkt að greiða 75% þeirra skulda sem kunna að verða umfram 2,7 milljarða króna árið 2000, rniðað við verðlag í upphafi 1994. Ef ekkertsérstaktáfalldynuryfirætti veitan þó sjálf að geta borgað skuldirnar. 1 Vest- mannaeyjum skuldar hitaveitan um helming af hreinni skuld á samstæðu- reikningi, tæplega 650 milljónir króna. Hilaveita Akraness og Borgarfjarðar skuldaði um áramót tæplega 1900 milljónirkróna. Stel'nt erað þvíað báðar þessar veitur borgi skuldir sínar sjálfar. Sveitarfélög reisa íbúðir þótt fólki fækki Á Blönduósi og íBolungarvíker skuld á samstæðureikningi hátt í þrefaldar skatttekjurbæjarsjóðs. Á Blönduósi má rekja rúman þriðjung hreinnar skuldar á samstæðureikningi til félagslegra íbúða, en hlutfall þeirra af húsnæði í bænunt er hærra en víðast hvar annars staðar. Nokkuð hefur verið byggt af lelagslegu húsnæði á Blönduósi undanfarin ár þrátt fyrir að íbúum hafi fækkað um 3% frá 1990. I Bolungarvík hefur bæjarfélagið reistþjónustufbúðirfyriraldraðaáundan- lornum árum, þó að íbúum l'ari heldur fækkandi. Ekki gengur vel að selja þær. Hrein peningaleg skuld húsnæðisnefndar var 123 milljónir króna um áramót en það er nteira en 90% af skatttekjum bæjarins á einu ári. Gjaldeyrismarkaðir: Dr. Sverrir Sverrisson Gjaldeyrismarkaðir hafa verið afar sveiflukenndirþað sem aferþessu ári og oftar en ekki þróast í öfuga ált við væntingar sérfræðinga. í upphafi árs reiknuðu l.a.m. flestir (þ.á.m. undir- ritaður) með því, að dollarinn rnyndi styrkjastgagnvarthelstu myntum á árinu cn jenið myndi að sama skapi veikjast. Þá var almennt reiknað nteð styrkingu pundsins á öðrum ársfjórðungi en það hafði veikst nokkuð á fyrstu mánuðum ársins. Eins og kunnugt er hefur enginn þessaraspádómagengiðeftir. Jenið náði sögulegu hámarki lyrr ísumar, dollarinn hefur fallið svo til samfleytt frá byrjun febrúarþartil um miðjan síðasta mánuð (frá 1,7685 í 1,5160 gagnvart þýsku marki), og slaða pundsins hefur farið versnandi þar til alveg nýverið. Titringurinn náði hámarki í kringum leiðtogafund sjö stærstu iðnríkjanna í byrjun júlí sl. þegar í ljós kom að engin samstaða ríkli meðal þátttakendanna um stefnu í gjaldeyrismálum. Það var ekki fyrr en eftir ört fall dollarans í kjölfar fundarins að samræmdar yfirlýsingar bárust frá fjármálaráðherrum og seðla- bankastjórum stærstu ríkjanna, þess el'nis að styrking dollarans væri nauðsynleg til að viðhalda stöðugleika á gjaldeyris- mörkuðum og vegna stöðu dollarans sem alþjóðagjaldmiðils. Ekki var gripið til samræmdra stuðningskaupa á dollar, ef til vill vegnaslæmrarreynslu frá 24. júní sl. þegar seðlabönkunum mistókst að hækka gengi dollars með kaupunt. Þess í stað var hann nú „talaður upp“. Nokkur ró hel'ur l’ærst yfir gjaldeyris- ntarkaði síðan, og dollarinn styrkst tölu- vert. Það var sérstaklega mikilvægt að bandarísk stjórnvöld gáfu nú í fyrsta sinn afdráttarlausar yfirlýsingar unt að allt y rði gert á þeim bæ til að styrkjadollarann, en markaðurinn var l'arinn að efast um vilja Clinton-stjórnarinnar í þeim málum. Markaðurinn hefur þó enn ekki náð fyrri stöðugleika og töluverð hætta er á að gengi dollars sígi niður á við á ný. Þá er ljóstaðgrundvallarbreytingarhafaorðið á hegðun markaðarins að undanförnu og má einkum rekja þær til aukinnar samtengingar markaða um allan heini. Hagfræðingarávilligötum Ef finna á skýringar á því hvers vegna erfitt hefur verið að spá fyrir um þróun á gjaldeyrismarkaði undanfarið, er nauðsynlegt að líta á hvaða þættir hafa áhrif á gengisntyndun. Hagfræðingar telja að elnahagsforsendur ákvarði gengisþróunina, sérstaklega þegar til lengri tíma cr litið. I hefðbundnum hag- fræðikenningum eru það þættir eins og verðbólga, raunvextir, ríkishalli, við- skiptajöfnuðurog þjóðarframleiðsla sem skipta máli. Þegar til skamms tíma er litið, og á tímum óvissu og umróta, eru það væntingar og sálfræði markaðarins sem ráða þróun á gjaldeyrismarkaði. í þessu sambandi hefur hlulverk tæknigreiningar aukist til muna á undanförnum árum. Hún er notuð af gjaldeyriskaupmönnum og byggist á að spá urn gengisþróun með því að lesa út úr línuritum með ákveðnum aðferðum. Sálfræði markaðarins er oft illskiljanleg og stundum gjörsamlega órökrétt. Scm dænti um það má nefna aðstæður þegar gjaldmiðill fellur í verði hvort sem birtar eru jákvæðar eða neikvæðar fréttir um elnahagsþróun í viðkomandi landi. Væntingar um gengisþróun gjaldmiðla Ostöðugleikinn í sögulegu samhengi 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.