Vísbending


Vísbending - 04.11.1994, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.11.1994, Blaðsíða 2
unum, eins og í Austurríki, Danmörku, Frakklandi, Hollandi ogSviss. Þettaolli því m.a. að hlutabréfaverð hækkaði víða nokkuð í apríl eftir almennar lækkanir, bæði í febrúar og mars. Þegar jákvæðar tölur fóru að berast urn efnahagsþróunina víða í Evrópu í sumar tóku sumir seðlabankar að breyta um stefnu og hófu aðhækka skammtímavexti til að stemma stigu við verðbólgu á sama hátt og bandaríski seðlabankinn. Þannig voru skammtímavextir t.a.m. hækkaðir í Svíþjóð. Þrátt fyrir vaxtahækkanirnar hækkaði gengi hlutabréfa víðast hvar, þveröfugt við það sem gerðist þegar bandaríski seðlabankinn hækkaði vextina. I þetta sinn beindu fjárfestar augum sínum meira að jákvæðu fréttunum sem fólust í bættri stöðu efnahagslífsins. I haust varð svo nokkur afturkippur á hlutabréfamörkuðum þegarljóst varð m.a. að verðvísitala framleiðenda í Bandaríkj- unum hafði hækkað meira í september en búist hafði verið við. Fjárfestar óttuðust að bandaríski seðlabankinn myndi hækka skammtímavextina og hækkunin myndi síðan breiðast út til annarra ríkja. Þákom einnig til að Englandsbanki hækkaði grunnvexti í fyrsta sinn í nærri fimm ár um 0,5 prósentustig. Frá byrjun október hefur gengi hlutabréfa hins vegar leitað upp á við víðast hvar. Litlar hækkanir í ár Eins og sést í töflunum á blaðsíðu 1 hafa almennt orðið litlar hækkanir á gengi hlutabréfa á þessu ári og sumstaðarhefur þróunin verið til lækkunar. í Norður- Ameríku og Evrópu hafa hlutabréf einung- is hækkað Iítillega að meðaltali, mælt í dollurum, og á Asíumarkaði hafa orðið gríðarleg umskipti ef J apan er undanskilið eins og sjá má. Til gamans er einnig í töflunum birt ávöxtun eins og hún hefði horft við íslenskum fjárfestum sem fjár- festu í hinum ýmsu löndum og lands væð- um í upphafi árs (án viðskiptakostnaðar). Það er Ijóst af tölunum að hérlendir fjárfestar, sem hafa keypt erlend hlutabréf eða hlutdeildarskírteini í erlendum hlula- bréfasjóðum á þessu ári, hafa ekki borið mikið úr býtum fram að þessu. Svipaða sögu er reyndar að segj a um skuldabréfin sem hafa lækkað mjög í verði. Þó verður að hafa í huga að hlutabréf eru yfirleitt langtímafjárfesting og því gefa skamrn- tímabreytingar oft villandi mynd. Eðlilega er erfitt að spá fyrir um þróun- ina á næstunni. Akveðnar vísbendingar má þó fá úr nýlegri skoðanakönnun sem breska tímaritið The Economist gerði meðal helstu verðbréfafyrirtækjaheimsins og birt er í nýlegu hefti þess. Þar kemur m.a. fram tilhneiging til að auka við hluta- bréfaeign í Japan og á öðrum Asímörk- uðum. Mörgverðbréfafyrirtækjannavilja hins vegar minnka eign sína á evrópskum hlutabréfum og þá einkum þýskum. A framfæri ríkisins Þór Sigfússon s Inýlegum tölum frá samtökum dansks iðnaðarkemur fram að um 2 milljónir Dana, eða 40% landsmanna, fái megin- hluta framfærslutekna sinna frá ríkinu í formi bóta, lána eða annarra greiðslna. Fyrir um 10 árum síðan var þessi fjöldi um l,6miIljónirmannaogþvíhefurþeim er fá framfærslutekjur frá danska ríkinu fjölgað um 25%. Auk þess eru opinberir starfsmenn í Danmörku um 800 þúsund og hefur þeim fjölgað svipað. I ljósi þessara upplýsinga er fróðlegt að skoða þróun þessara mála hér á landi á sama hátt og gert er í dönsku athuguninni. Rúmlega 40 þúsund manns fá framfærslutekjur frá rfki ISBENDING unnin hérlendis hjá ríkinu á árinu 1993. Ef sömu aðferð er beitt hér á landi kemur út að um 55 þúsund Islendingar, eða 20% þjóðarinnar, á lífsviðurværi sitt að mestu leyti undirríkinu. A árinu 1984varsam- svarandi fjöldi um 38 þúsund og hlutfall af heildarmannfjölda um 16%. Fjöldi þessara einstaklinga hefur því aukist um tæp 17 þúsund á síðastliðnum 9 árum eða um 45 %. A sama tíma fjölgaði ársverkum á vinnumarkaði um 5 þúsund eða um rúm 4% og landsmönnum fjölgaði um 22 þúsund manns. Þess má geta að á árinu 1993 greiddu um 25% landsmanna tekju- og eignarskatt þegar tekið hefur verið tillit til barna- og vaxtabóta. Arið 1984 var hlutfallið um 30%. Þeir sem hafa lífs viður- væri sitt af ríkinu verða því að líkindum orðnir fleiri en skattgreiðendur innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ef þeir eru einnig teknir með sem fá hluta framfærslutekna sinna frá ríkinu verður fjöldinn um 64 þúsund manns eða um 24% af heildarmannfjöldasamanborið við um 19% á árinu 1984. Þá hefur ekki verið tekið tillit til þess hóps sem vinnur hjá einkafyrirtækjum þar sem ríkið er aðalkaupandi þjónustunnar, en það myndi eðlilega hækka töluna enn. Á síðasta ári fengu um 25 þúsund manns framfærslutekjur frá ríkinu í formi framlaga frá almannatryggingakerfinu eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Auk þessa fengu rúmlega 9 þúsund elli- og örorkulífeyrisþegar hluta sinnar fram- færslu frá almannatryggingum og tæplega 6 þúsund námsmenn höfðu framfærslu sína af lánum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Samtals voru því rúmlega 40 þúsund manns með meirihluta fram- færslu sinnar frá ríkinu árið 1993. Áárinu 1984var þessi fjöldi um 26 þúsund. Um 55% aukning hefur því orðiðáfjölda þess- ara einstaklinga á þessu 9 ára tíma- bili. Einstaklingar sem voru að hluta eða öllu leyti á framfæri hinsopin- bera hér á landi voru um 15% al' mannfjölda á árinu 1993 samanborið við um 40% í Danmörku á sama tíma. Samanburður með rrkis- starfsmönnum I Danmörku eru opinberir starfsmenn um 800 þúsund eins og áður sagði. Efsá fjöldi er lagður við þá sem eru fá framfærslutekj ur úr félagslega kerfinu þar í Iandi hækkar hlutfall þeirra er hafa lífsviðurværi sitt afríkinuúr40%í55%af fólksfjölda. Um 24 þúsund ársverk voru Fremstir í flokki Stundum er haft á orði að við Islend- ingar stöndum vel að vígi í samanburði við aðrar Evrópuþj óðir þegar ums vif hins opinbera eru skoðuð eða þegar bornar eru saman tölur um ríkisstarfsmenn, rekslrarkostnað ríkisins o.þ.h. Þetta er rétt, en þegar litið er á aukið umfang þessara þátta á undanförnum árum erum við engir eftirbátar annarra Evrópuþjóða og á ýmsum sviðum erum við fremstir í flokki. Eins og fram kom hér á undan varð fjölgun þeirra sem eiga lífsviðurværi sitt að mestu undir ríkinu um 25% á síðastliðnum 10 árum í Danmörku en hins vegar um 45% hérlendis á 9 árum. Nær tvöföldun á fjölda örorkulífeyrisþega Það vekur sérstaka athygli að fjöldi örorkulífeyrisþega hefur hátt í tvöfaldast Fjöldi einstaklinga með framfærslu sína N frá ríkinu árin 1993 og 1984 1993 1984 93/84 EUilífeyrisþegar með óskerta tekjutryggingu 11.500 7.414 55% Örorkulífey risþegar með óskerta tekj utrygg. 3.300 1.830 80% Aðilarsem fengu greittfæðingarorlof 4.500 2.765 63% Atvinnulausir á atvinnuley sisbótum 5.600 1.480 278% Námsmenn á námslánum hjá LÍN 5.850 5.428 8% Einstaklingar með fulla framl'ærslu frá ríki 30.750 18.917 63% Ellilífeyrisþegarmeð skerta tekjutrygginu 7.440 6.276 19% Örorkulífeyrisþegar með skerta tekjutryggingu 2.060 855 141% Einstaklingar með framf. frá ríkinu samtals \ 40.250 26.048 55% 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.