Vísbending


Vísbending - 09.02.1995, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.02.1995, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 9. febrúar 1995 6. tbl. 13. árg. / Utgjalda- vandi eykur fjárþörf sveitarfélaga Sveitarfélög hafa sótt mjög á inn- lendan skuldabréfamarkað síðustu misserin. Seðlabankinn hefur nýlega áætlað að kaupstaðir og hreppar hafi aflað um 5,9 milljarða króna lánsfjár á árinu 1994 með útgáfu skuldabréfa á almennum markaði, aðallega í lokuðum úlboðum. Sambærileg tala á árinu 1993 var um 3 milljarðar króna, en fyrir þann tíma voru skuldabréfaútboð á vegum þessara aðila nær óþekkt í einhverjum mæli. Hvati að þessari þróun hefurm.a. verið sú almenna vaxtalækkun sem varð í kjölfar aðgerða ríkisstjómarinnar síðla árs 1993 og ýmsar breytingar sem átt hafa sér stað í fjár- magnsviðskiptum hér á landi upp á síðkastið. Ekki síst hefur mjög versnandi fjárhagsstaða sveitarfélaga valdið stór- aukinni lánsfjárþörfþeirraogekki verður séð að úr henni muni draga umtalsvert á næstunni. Umskipd í afkomu á síð- ustu árum Afkomasveitarfélagahefurgjörbreyst til hins verra á síðustu árum. A árinu 1990 voru þau samanlagt rekin með tekju- afgangi, en síðan hefur stöðugur og vaxandi halli verið viðvarandi í rekstri þeirra. Á árinu 1993 voru sveitarfélögin rekin með um 4,7 milljarða króna tekju- halla og hafði afkoman ekki mælst verri á þeirri hálfu öld sem uppgjör Þjóðhags- stofnunar um afkornu þeiiTa nær til. Á síðasta ári áætlar stofnunin að hallinn hafi numið um 4,9 milljörðum króna, eða sem nemur tæplega 15% af tekjum þess árs. Afkoma einstakra kaupstaða og hreppa hefur rey ndar verið nokkuð mismunandi, en allt hefur þó hneigstti I sömu áttar. Árið 1991 vart.d. þriðjihverkaupstaðurrekinn með halla, en á árinu 1993 var afkontan neikvæð hjá tveimur kaupstöðum af hverjum þremur. Raunútgjöld og -tekjur sveitarfélaga á mann 1985-1995' 140 135 130 125 120 115 110 105 100 1 Á verðlagi 1990. Áætlun Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1994 og spá Vísbendingar fyrir árið 1995. /A™;/M:Þjóðhagsstofnun/JóhannRúnarBjörgvinsson. Útgjaldavandi Það er athyglisvert að skoða afkomu- þróunina í nánara ljósi. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun raunútgjalda- og tekna sveitarfélaga á mann frá árinu 1985 og eru tölurnar á bak við hana unnar upp úr erindi sem Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, flutti á ráðstefnu um fj ármál sveitarfélaga í lok nóvember 1994. Eins og sést hefur hvort tveggja gerst að tekjur sveitarfélaganna á hvem íbúa hafa minnkað og gjöld aukist frá árinu 1990. Nánari skoðun leiðir í ljós að á síðustu fjórum árurn hafa rauntekjur á rnann dregist lítillega saman, eða unt tæp 2%, en gjöld hafa hins vegar aukist um 15% á sama tíma. Versnandi afkomu sveitarfél- aga rná því fyrst og fremst rekja til útgjaldavanda, en síður til minnkandi tekna vegna deyfðar í efnahagslífi. eltir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, kemur fram að ónýttir tekjustofnar sveitarfél- aganna haft numið um 3 milljörðum króna á síðasta ári. Telur hann ástæðu þessa einkum þá að sveitarstjómarmenn hafi veigrað sér við því að auka álögur vegna skattahækkana ríkisins. Viðvarandi lánsfjárþörf Ónýttirtekjustofnar Ef grannt er skoðað sést á myndinni veruleg útgj aldasveifla í kringum sveitar- stjórnarkosningar, en árin 1990 og 1994 voru kosningaár eins og kunnugt er. Mörg sveitarfélög hafa ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir á undanförnum árurn í skóla- og leikskólamálum og með bygg- ingu íþróttamannvirkja og stofnana fyrir aldraða. Þetta starf hefur ekki einungis kallað á aukin framkvæmdaúlgjöld hcldur, og ekki síður, mikinn vöxt í almennum rekstrarútgjöldum. Hlutfall almennra rekstrarútgjalda af heildarút- gjöldum sveitarfélaga hefur verið að aukast jafnt og þétt og fór það t.d. úr um 78% á árinu 1992 í 85% á síðasta ári. Versnandi atvinnuástand hefur einnig hafl sitl að segja, en vegna þess hefur framkvæmdum verið flýlt og verulegunt fjárhæðunt verið veitl til atvinnuátaks- verkefna. Enn fremur hefur félags'eg þjónusta verið stóraukin, en nærri lætur að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til ein- staklinga hafi tvöfaldasl frá árinu 1992. Þrátt fyrir stóraukin útgjöld og minnkanditekjurvegnaefnahagsástands- ins hafa sveitarfélögin ekki nýtt sértil fulls þá tekjustofna sem þau hafa. I nýlegri grein Það segir sig sjálft að vegna þeirrar afkontuþróunar sem átt hefur sér stað á síðustu árum hafa skuldir sveitarfélaga vaxið hröðum skrefum. Á milli áranna 1988 og 1994 tvöfölduðust skuldirnarog námu um 30 ma.kr. í lok síðasta árs, eða ámóta upphæð og skalttekjur eins árs. Ljóst er, miðað við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga á þessu ári, að víða verði dregiðúrútgjöldum. Alltbendirþótilþess að mörg þeirra verði áfram rekin með halla. Sveitarfélögin eiga nú mun erfiðara nteð að lækka útgjöld en áður og kernur þar bæði tilað „sjálfvirk" útgjöld, eins og fjár- magnskostnaður, hafa aukist og hlutdeild almennra rekstrarútgjalda hefur stækkað, en oft hefur reynst auðveldara að draga úr framkvæmdum en skerða þjónustu sem þegar er komin á. Þá hefur atvinnuástand ekki batnað þrátt fyrir efnahagsbata. Af þessurn sökunt má gera ráð fyrir að 1 ánsfj árþörf s ve i tarfél aga verði umtalsverð á næstunni og ntunu þau því, ef að líkum lætur, heyja áframhaldandi samkeppni við ríkissjóð um sparifé landsmanna. • Fjárhagur sveitarfélaga • Slys hjá Metallgesellschaft • Magnesíumframleiðsla

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.