Vísbending


Vísbending - 09.02.1995, Blaðsíða 4

Vísbending - 09.02.1995, Blaðsíða 4
ISBENDING S v a r t Hagtölur LB-r, frá fyrra tbl. Fjármagnsmarkaður Verðtryggð bankalán 8,3% 08.02 Óverðtr. bankalán 10,9% 08.02 Lausafjárhlutfall b&s 12,5% 12.94 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,93% 08.02 Spariskírteini, kaup (5-ára) 5,50% 08.02 M3 (12 mán. breyting) 2,2% 12.94 Þingvísitala hlutabréfa 1022 08.02 Fyrir viku 1024 Raunáv.-3 mán. 3% - ár 24% Lánskjaravísitala 3.396 02.95 spá m.v. fast gengi, 3.400 03.95 og ekkert launaskrið 3.406 04.95 3.456 05.95 3.473 06.95 Verðlag og vinnumark. Framfærsluvísitala 172,3 02.95 Verðbólga- 3 mán. 3,8% 02.95 -ár 1,7% 02.95 Framfvís.-spá 172,6 03.95 (m.v. fast gengi, 173,1 04.95 ekkert launaskrið) 173,6 05.95 174,1 06.95 Launavísitala 133,8 01.95 Árshækkun- 3 mán. 2% 01.95 -ár 1% 01.95 Kaupmáttur-3 mán. -0,6% 01.95 -ár -0,2% 01.95 Skorturávinnuafli 0,0% 09.94 fyrir ári -0,6% Atvinnuleysi 5,6% 12.94 fyrir ári 6,4% Gengi (sala) Bandaríkjadalur 67,5 08.02 fyrir viku 67,2 Sterlingspund 104,7 08.02 fyrir viku 107,1 Þýskt mark 44,0 08.02 fyrir viku 44,6 Japansktjen 0,680 08.02 fyrir viku 0,682 Erlendarhagtölur Bandaríkin Verðbólga-ár 2,7% 12.94 Atvinnuleysi 5,4% 12.94 fyrir ári 6,4% Hlutabréf (DJ) 3.941 08.02 fyrir viku 3.834 breyting á ári 0% Evróvextir-3 mán. Bretland 6,3% 06.02 Verðbólga-ár 2,9% 12.94 Atvinnuleysi 8,6% 12.94 fyrir ári 9,8% Hlutabréf (FT-SE 100) 3.069 08.02 fyrir viku 2.985 breyting á ári -10% Evróvextir-3 mán. Þýskaland 6,8% 06.02 Verðbólga-ár 2,3% 01.95 Atvinnuleysi 8,2% 12.94 fyrir ári 8,1% Hlutabréf (DAX) 2.090 06.02 fyrir viku 2.035 breyting á ári 0% Evróvextir-3 mán. Japan 5,0% 06.02 Verðbólga-ár 0,7% 12.94 Atvinnuleysi 2,8% 12.94 fyrir ári 2,8% , Hlutabréf-ár -8,7% 31.01 V J Minni afskriftaframlög bæta hag Islandsbanka Hagnaður varð af rekstri Islandsbanka áárinu 1994aðupphæðum 185 milljónir króna. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 1993, en þá var bankinn rekinn með um 654 milljóna króna tapi. Bent er á þennan umtalsverða árangur, eins og það er orðað, í frétt frá Islandsbanka. Þegar að er gáð kemur í ljós að afkonru- batinn stafar fyrst og fremst af lægra framlagi í afskriftasjóð útlána. Islands- banki lagði verulegarfjárhæðir í afskrifta- sjóð á árinu 1993, eða 2.204 milljónir króna, en á síðasta ári var samsvarandi upphæð 1.341 milljón króna. Framlagið lækkaði því um 863 milljónir. Hagur bankans batnaði hins vegar um 839 milljónir króna og er því ljóst að afkoma af almennum rekstri versnaði milli ára. -----------♦---♦----♦------ Talsvert minni verð- bólga en í ESB Framfærsluvísitalanfyrirfebrúarmán- uð reyndist 172,3 stig og hækkaði um 0,1% frá janúar samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Hagstofunni. Þetta er nokkru minni hækkun en gert var ráð fyrir í síðustu verðbólguspá Vísbendingar og stafar frávikið einkum af bensínverðs- lækkun olíufélaganna og verðlækkun á nýjum bílum. Matar- og drykkjarvörur hækkuðu hins vegar um tæp 2% sem getur gefið til kynna að áhrifa aukinnar eftirspurnar að undanförnu sé farið að gæta að einhverju rnarki í verðlagi. I frétt Hagstofunnar er birtur saman- burður á verðlagi hér og í ríkj um Evrópu- sambandsins. Samkvæmt honum hækk- aði neysluvöruverð í ESB um 3,1 % milli desembermánaða 1993 og 1994. A sama tíma voru verðlagsbreytingar hér á landi einungis um 0,5%. -----♦---♦----♦------ / Ovenjumikil hreyfing á hlutabréfamarkaði Alls átlu sér stað viðskipli með hluta- bréf á Verðbréfaþingi Islands og Opna tilboðsmarkaðinum fyrir um 354 millj- ónirkrónaíjanúarsl. Þetta eru mun meiri viðskipti en venja er í þessum mánuði eftir jólavertíðina á hlutabréfamarkaði í desember. I janúar 1994 námu hluta- bréfaviðskipti l.d. aðeins um 23 millj- ónum króna. Af einstökum félögum var mest hreyfing á bréfum í Islandsbanka, Olíufélaginu og Flugleiðum í síðasta mánuði. Aukin viðskipti nú má eflaust rekja til meiri bjartsýni meðal fjárfesta um afkomu fyrirtækja á síðasta ári. Stórauknar erlendar lán- tökur ríkissjóðs 1994 Halli á rekstri ríkissjóðs á greiðslu- grunni nam um 7,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Þetta er um 2,2 milljörðum króna lægri fjárhæð en gert var ráð fyrir í fjárlögum og má einkum rekj a til um 5Vi millj arðs króna tekj uaukn- ingar vegna meiri umsvifa í efnahagslífi, en gjöld fóru um 3,2 milljörðum fram úr fjárlögum. Frá árinu 1993 jukust tekjur um 4,1% að raungildi, þar af skatttekjur um 3,7%, og gjöld um tæp 2%. Mikil aukning lánsfjárþarfar hjá ríkis- sjóði á síðasta ári og fjármögnun hennar vekursérstaka athygli. Aðfrádreginnium 7,3 milljarða króna lánveitingu til Bygg- ingasjóðs ríkisins vegna erfiðleika hans við sölu húsnæðisbréfa var heildar- lánsfjárþörfin um 23,1 milljarður króna, en samsvarandi tala var 16,6 milljarðar á árinu 1993. Skýrist þelta eingöngu af mikilli aukningu í afborgunum af lánum, en erlendar afborgarnir jukust um tæpa 8,2 milljarða króna og innlendar um 1,5 milljarða milli ára. Alls voru tekin ný erlend lán að upphæð um 20,5 milljarðar króna á síðasta ári, en innlendar lántökur námu um 10 milljörðum. Erlendar lán- tökur hafa ekki verið jafn nriklar, frá árinu 1986 a.m.k. ------♦---♦----♦------ Seðlabankinn hækkar vexti Seðlabanki fslands hækkaði vexti í endurkaupaviðskiptum við innlánsstofn- anir um 40 punkta sl. mánudag (6. febrúar). Eftir hækkunina eru 10 daga endurkaupavextiráríkisvíxlum6,7%,en endursöluvextir 5,4%. Með þessu er bankinn að bregðast við hækkun skamm- tímavaxta í útlöndum, en bæði bandaríski seðlabankinn og Englandsbanki hækk- uðu vexti um 50 punkta í síðustu viku. Seðlabankinn hækkaði ávöxtunar- kröfu sína á þriggja mánaða ríkisvíxlum á Verðbréfaþingi úr 6,69% í 7,06%, eða urn 37 punkta, á föstudaginn 3. febrúar. Hækkunin kom í kjölfar víxlaúlboðs Lánasýslunnar daginn áður sem fól í sér nokkra hækkun vaxta. Eftir þessar breyt- ingar eru peningamarkaðsvextir hér á landi orðnir nokkru hærri en á helslu fjármagnsmörkuðum erlendis. Ritstj.ogábm.: SverrirGeirmundsson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561 -7575. Myndsendir: 561 -8646. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Umbrot: SverrirGeirmundsson. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.