Vísbending


Vísbending - 06.04.1995, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.04.1995, Blaðsíða 2
ÍSBENDING Vísbendingar Það sem skín í gegnum breytingarí þeim innflutningsflokkum sem hér hafa verið teknirtilskoðunareraðbyggingariðnaður muni rétta all verulega úr kútnum á þessu ári, enda er mikil aukning innflutnings á efnum til slíkrar iðju, t.d. timbri, parketi, steypustyrktarjámi, sperrum o.fl. Aukþess virðist iðnaður og verksmiðjuframleiðsla hvers konar vera í sókn sem sést af stórauknum innflutningi á umbúðum og vélum og vélarhlutum sem ekki eru til heimilisnota. Loks virðist sjávarútvegur einnig vera að sækja í sig veðrið. Það gæti þýtt að þrátt fy rir aukinn innflutning muni vöruskiptajöfnuður ekki versna að miklum mun vegna aukins útflutnings. Þetta ætti að vera góðs viti út frá þjóðhagfræðilegum forsendum og vera vísbending um stóraukna fjárfestingu eða uppsveiflu í íslensku hagkerfi. Síðan má svo deila um það hvort téðar bendingar séu traustar, þ.e. hvort hér sé um tímabundið ris að ræða, en það mun skýrast á næstu mánuðum. Skammtímaspá Fjárfesting og atvinna Á þessari stundu er erfitt að spá fyrir um efnahagsframvindu á árinu 1995, slík eróvissan.Stóriðja, Hvalfjarðargöngeða gamalkunnuríj árfesti ngaandihjáþjóðinni gæti aukið hag vöxt, en skortur á fj ármagni og vaxtahækkanirgætu dregið úr. Stefnan í ríkisfjármálum er óviss að loknum kosningum, en ljóst er að ríkissjóðshalli mun þrengjamjög að vexti atvinnugreina. Loks er sj ávarút vegur og veiðar á úthöfum mikið óvissuatriði. Að öllu þessu athuguðu hefur Vísbending tekið þann kost að áætla 7% aukningu í fjárfestingu sem er Iíklega fremur varlega áætlað. Af öðrum hagstærðum er það að segja að það kænti á óvartefhagvöxturfæri undir 4% á þessu ári, en atvinnuleysi mun þó vart getafarið mikið niðurfyrir 4%. Líklega þarf um 3% hagvöxt á ári til þess eins að haldaatvinnuleysiíhorfinuogtakaámóti þeim fjölmennu árgöngum sem koma út á vinnumarkað á hverju ári. Langtímaspá Fjárfesting og atvinna Eðli fjárfestinga mun breytast á næstu árum, en áður var nóg af ódýru fjármagni (jafnvel meðneikvæðumraunvöxtum), en skortur á vinnuafli sem var hlutfallslega dýrt. Nú hefur dæmið snúist við: fjármagn skortir og raunvextir eru háir, en gnótt er af vinnuafli. Þetta mun móta fjárfestinga- stefnu landsmanna á næstu árum og líklega mun meiri áhersla vera lögð á vinnuaflsfrekan iðnað, t.d. pökkun og fullvinnslu á sjávarfangi. Hins vegar mun fjármagnsskortur brátt verða alvarlegt vandamál. Landsmenn hafa veitt stórum hluta af fjármagni sínu til ney slu af ýmsum toga eða óarðbærra fjárfestinga undir ríkisforsjá. Hlutdeild ríkisútgjalda af landsframleiðsluhefuraukist frá um 15% 1971-1980 í um 20% 1994. Einnig er viðbúið að sterkir straumar fjármagns renni út úr landinu í framtíðinni í formi vaxtagjalda og afborgana. Sá myndi ekki teljast góður bóndi sem æti fjárstofn sinn í stað þess að láta hann tímgast, en lifði svo sællífi með skuld- setningu. En svo hefur þjóðin farið með bú sitt á undanfömum árurn og erfingjar landsins munu líklega blóta því gjálífa búaliði sem verið hefur í ráðsmennsku á síðasta áratug. Eins og staðan er í dag getur fernt hent Islendinga: 1) Að einhver heppni skili óvæntum fjármunum eða landsmenn konti ein- hverjumafnáttúruauðlindumsínumíverð með auðveldum hætti og fái annað tækifæri. 2) Að núverandi neyslu- og skulda- þróun haldi áfram og Island verði land með lága þjóðarframleiðslu og mikið atvinnuleysi sem hefur lítil tök á því að byggja upp atvinnuvegi sína. 3) Aðlslendingargrípi til sársaukafullra aðgerða og skeri niður neyslu- og ríkisútgjöld með róttækum hætti og gefi atvinnulífi ráðrúm til þess að vaxa. 4) Að útlendingar komi með fjármagn til landsins og by ggi atvinnuvegi upp fyrir þjóðina. ------*---♦----«----- Útgáfa Vísbendingar Nú fara páskar í hönd og næstu tvær vikur munu útgáfudagar Vísbendingar hitta á hátíðisdaga. Þess vegna er næsta tölublaðs ekki að vænta fyrr en 27. aprfl eftirsléttarþrjárvikur. Ritstjórnin verður þó ekki iðjulaus, heldur hefur undir- búning að veglegu vorblaði sem kemur út í maí. Lesendum er bent á kynningarefni Talnakönnunar hf. á Internetinu, á heimasíðu Strengs hf. Ritstjórnin biður lesendur Vísbendingar vel að lifa og óskarþeim gleðilegrapáska. Breytingar í innflutningi nokkurra flokka jan. og feb. 1995 miðað við sama tímabil 1994 Vörunúmer Vöruflokkur Wl.kr.'95 Breyting 39- Plast og plastvörur 565 38% 39239009 Til pökkunar á vörum 23 178% 48- Pappírogpappi 603 28% 48191001 Öskjur og box til útflutnings 28 342% 44- Viður og viðarvörur 467 61% 44071009 Mótatimbur 221 165% 44182030 Karmar og þröskuldar 5 95% 44183000 Parket 55 80% 72- Járn og stál 160 70% 72131001 Steypustyrktarjárn 30 2.135% 73- Vörur úr járni og stáli 419 39% 73089001 Þök, veggirog sperrur 4 253% 73269001 notaðar í vél- eða verksmiðjum 4 179% 73121000 Kaðlar úrjámi eða stáli (togvír) 74 38% 73269008 Vörur til veiðafæra 26 107% 74-83 Aðrir málmar og vörur úr þcim 385 37% 84- Vclarogtæki 1.771 42% Tilheimilisnota 13 -6% 85- Rafbúnaðurog rafmagnstæki 1.597 20% 87- Ökutæki 773 13% 87042191 Vöru- og sendibilagrindur með díselhrey fli i 27 300% 94- Húsgögn og húsbúnaður 346 39% 94039000 Hlutaríhúsgögn 25 57% 94060001 Ytri klæðning í þak og veggi 26 1.192% 94060009 Aðrar forsmíðaðar byggingar 21 98% Heimild: Hagstofa lslands 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.