Vísbending - 02.06.1995, Blaðsíða 2
V
ISBENDING
útfl utningstekna af VLF hljóti að hækka
sjálfkrafa.
Það er hægt að rökstyða þá fullyrðingu
að vægi milliríkjaviðskipta aukist með
hagvexti og efnahagslegum framförum.
Það sem einkum styður þessa ályktun er
aðmilliríkjaverslun hefureflsthraðaren
landsframleiðsla heimsins. Þá eru einnig
þærkenningar til semtelja aðákveðnar
útflutningsgreinar séu leiðandi í
hagvaxtarþróun hvers lands, eins og
sjávarútvegur hefur verið hér á landi.
Kenningarnar byggja á því að þessar
greinar hafi meiri dýnamík, og því sé
meiri gróska íþeirri starfsemi sem tengist
milliríkjaviðskiptum. Þessi regla er
reyndar ekki án undantekninga eins og
sést af dæminu um Japan, helsta
hagvaxtar- og útflutningsundri tíma-
bilsins frá 1960-1990, í töflunni hér fyir
neðan.
Þótt þessi kenning gangi ekki upp fyrir
Japan þá fær hún vissan stuðning þegar
íslenskar hagtölur eru skoðaðar. I mynd
á blaðsíðunni á undan eru sýnd 10 ára
meðaltöl af vægi útflutnings í
landsframleiðslu og 10 ára meðaltöl
hagvaxtar, mælt með árlegum meðal vexti
þjóðartekna á föstu verðlagi. I báðum
tilfellum eru meðaltölin miðuð við
síðasta árið þannig að talan fyrir 1970 er
meðaltal af vægi útflutnings fyrir árin
1961-1970 og meðaltal hagvaxtar á
árunum 1960-1970. Fylgni raðanna, sem
mælist 76%, er augljós af myndinni.
Auðvitað sannar þessi fylgni ekki að
um orsakasamband sé að ræða, en óhætt
ætti að vera að fullyrða að þær
upplýsingar sem hér hefur verið bent á
gefi vísbendingar um að vandamál
íslenska hagkerfisins kunni að vera að
það sé ekki nógu opið.
Höfundur er hagfrœðingur á
Þjóðhagsstofnun
'Pciul Krugman: Tilhögun gengismála
á Islandi: kostir við stefnumörkun;
Fjármálatíðindi nr. 3, 1991.
2Heimildirfyrir tölum íþessari töflu eru
OECD (ritið National Accounts 1960-
1993) og Þjóðhagsstofnun.
3Sbr. greinina Aukning útflutnings er
forsenda góðra lífskjara eftir Jóhannes
Nordal og Sigurgeir Jónsson í
Fjármálatíðindum nr. 3, 1968.
Stefnumótun
hjá opin-
berum
stofnunum
Ólafur Gunnarsson
Uppi eru tvö meginsjónarmið um
hvernig lítaberi ástefnumótun. Annars
vegar er litið á stefnumótun sem
áætlanagerð og er þá gengið út frá að spá
megi um framtíðina með nokkuri vissu.
En hins vegar er það sjónarmið að
umhverfið sé svo óútreiknanlegt að ekki
sé hægt að gera raunhæfar áætlanir og
markmið stefnumótunar eigi að vera
uppbygging stjómkerfis sem gerir kleift
að bregðast skjótt við síbreytilegu
umhverfi. Ytriaðstæðurráðanokkruum
það hvort er betur við hæfi, en almennt er
nauðsynlegt að taka tillit til beggja
sjónarmiða við stefnumótun. Skilgreina
má stefnumótun opinberra stofnana með
eftirfarandi hætti:
Öguð vinnubrögð við töku grund-
vallarákvarðana og framkvœmd
aðgerða sem móta eðli staifseminnar
og vísa veginn um livert halda skuli í
starfsemi stofnunarinnar.
S tefnumótun einkafy rirtækj a tekur mið
af samkeppni, en stefnumótun opinberra
fyrirtækja snýst meira um samvinnu
þeirra aðila sem eru ábyrgir fyrir stjórn
stofnunarinnar. Stefnumótun felur í sér
að spurt er spurninga eins og hvað erum
við að gera, hvað við getum gert, og hvað
við eigum að gera.
Nýjar áherslur við stjórn
ríkisstofnana
Auknar kröfur til ríkisfyrirtækja og
minni stöðugleiki í starfsumhverfi þeirra
valda því að leita þarf nýrra leiða við
stjórnun þeirra. Margar ríkisstofnanir
standa frammi fyrir því að framlög lil
þeirra hafa staðið í stað eða minnkað á
sama tíma og kröfur um árangur hafa
aukist. Stefnumótun er eitt þeirra tækja
sem stjórnendur opinberra stofnana geta
beitt til að lakasl á við síbreytilegt
starfsumhverfi og kröfur um betri
árangur.
Stefnumótunarvinna
f sinni einföldustu mynd felst
stefnumótunarvinna í því að stjórnendur
og þeir sem hafa ákvarðanavald yfir
- n
Útflutningur sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
Sæti Sæti
1960 1960 1993 1993
Lúxemborg 85,80% 1 85,60% 1
Belgía 38,40% 5 68,80% 2
írland 30,30% 7 67,70% 3
Holland 45,70% 2 50,60% 4
Noregur 41,30% 4 43,30% 5
Austurríki 24,30% 9 37,90% 6
Sviss 29,30% 8 36,40% 7
Danmörk 32,20% 6 34,90% 8
Finnland 22,50% 11 33,30% 9
ísland 43,00% 3 32,80% 10
Svíþjóð 22,70% 10 32,80% 11
V-þýskaland 19,00% 14 31,90% 12
Nýja Sjáland 22,00% 12 31,00% 13
Kanada 17,20% 15 29,50% 14
Bretland 20,90% 13 25,30% 15
Portúgal 15,40% 16 24,10% 16
Ítalía 13,00% 19 23,40% 17
Frakkland 14,50% 17 22,60% 18
Grikkland 9,10% 21 22,20% 19
Spánn 8,90% 22 19,30% 20
Astralía 14,20% 18 19,30% 21
Tyrkland 4,50% 25 14,20% 22
Mexíkó 8,80% 23 12,40% 23
Bandaríkin 5,20% 24 10,30% 24
Japan 10,70% 20 9,40% 25
v________________________________________________________y
2