Vísbending


Vísbending - 14.07.1995, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.07.1995, Blaðsíða 2
V ISBENDING þorskveiði, var byggður á sandi og féll brátt saman. Síðan gat framleiðsla þjóðarbúsins ekki staðið undir þeim kröfum sem þjóðin gerði varðandi launakjör og neyslu. I kjölfarið sigldu erfiðar aðhaldsaðgerðir og hálfgert volæði sem allt varð til þess að tefja raunverulegar framfarir í landinu. Endurtekur sagan sig? Það er mikið umhugsunarefni hvort sagan frá 1986 sé að endurtaka sig eða hvort efnahagsbatinn standi nú á bjargi. Það er ljóst að framleiðsla og útflutningur hafa aukist, en engar róttækar breytingar hafa orðið, t.d. eru sjávarafurðir enn um 75% af vöruútflutningi. Almennur útflutningsiðnaður kann að státa af myndarlegri aukningu í prósentum talið, en umsvif hans eru enn mjög lítil miðað við heildina. Afgangi á viðskiptum við útlönd á undanförnum árum er fullt eins hægt að þakka lítilli neyslu innanlands sem og árangri í útflutningi. Það má sjá marga slæma fyrirboða. Oþols gætir hjá þjóðinni, en vegna langvinnar kreppu hafa Iaun og lífskjör hérlendis dregist mjög aftur úr því sem þekkist meðal nágrannaþjóða. Slíkt verður vart þolað til lengdar, sérstaklega Skilar veltuaukningin einhverju til ríkisins? Upphaflega var áætlað að virðisauka- hlutfallið yrði aðeins eitt, 22%, en undanþágur fáar eða engar. A þann hátt væri skilvirkni mest og minnst hætta á svikum. Þetta fór þó á annan veg. Virðisaukahlutfallið var ákveðið 24,5% og jafnframt var ákveðið að setja ýmsar undanþágur og endurgreiðslur inn í kerfið. T.d. var húshitun, menningar- starfsemi og viðhaldsvinna við íbúðar- húsnæði undanþegin og ákveðnar voru endurgreiðslur á virðisaukaskatti ýmissa lanþbúnaðarafurða. Arið 1993 var undanþágum fækkað, en jafnframt var útbúið nýtt 14% virðis- aukaþrep. I það þrep steig t.d. húshitunar- kostnaður, afnotagjöld Ríkisútvarps og bækur. Arið 1994 var enn krukkað í skattkerfið. Sum matvæli lækkuðu niður í 14% skattþrepið og ferðaþjónustan steig einnig upp í það þrep en hafði verið skattfrjáls áður. Þannig, eins og sjá má af töflu , hefur streymi virðisaukaskatts til ríkisins sífellt minnkað frá 1991. Athuga skal þó að þessar tölur eru eftir reikningum virðisaukaskattsskrifstofu Ríkisskaltstjóraáverðlagi apríl 1995. Þar er ekki tekið tillit til endurgreiðslna til sérstakra vöruflokka eða hvenær skatturinn er innheimtur. Því eru tölurnar lægri en lesa má í fjárlögum þar sem einungis er skráð hreint tekjustreymi. ekki þegar landshagur virðist vera að vænkast. Enda er nú rnikill þrýstingur á launahækkanir sem sífellt er erfiðara að standa gegn, sem tíð verkföll sanna. Útflutningsiðnaðurinn sem borið hefur uppi batanerviðkvæmurfyrirkostnaðar- hækkunum. Hagsældin getur hæglega fokið út í veður og vind ef ei er að gætt.í annan stað virðast ekki sérlega bjartar horfur í sjávarútvegi. I næstu kvóta- úthlutun verða aflaheimildir til veiða margra fisktegunda skertar drjúgum og hvergi auknar í neinni tegund. Vandi er um slíkt að spá Það er þó vandi að leggja þessa hluti út á einn veg. Landslýður hefur óneitanlega sýnt nokkra sjálfsafneitun frá veltárunum miklu 1986-87. Bílaflotinn hefur t.d. ekki verið endurnýjaður að neinu marki í 8 ár. Einkenni áranna 1986- 87 var mikil þensla, en nú er framleiðslugeta hagkerfisins ekki fullnýtt. Atvinnuleysi er gríðarlegt, verðbólgalítil ogvelta litlumeirienhún var árið 1991. Það ár gat varla talist neitt metár, en því miður eru engar veltitölur til fyrir 1986-87. Vísbending spáir því að velta aukist um 10% á þessu ári sem sjá má í töflu hér Minnkandi velta árin 1992 og 1993 var því eðlileg orsök minnkandi skatt- tekna. Arið 1994 jókst veltan en skatt- kerfisbreytingar urðu til þess að minnka skattanna. Hins vegar bregður svo við á fyrri hluta árs 1995 að þótt skattskyld velta ykist um 11,5 milljarða eða 9% minnkaði virðisaukaskattur um 0,5%. Ástæðan fyrirþessu er að innskatturjókst um 13% en útskattur aðeins um 8%. Fy rirtækin virðast hal'a key pt birgðir eða búnað. Þó bendir margt til þess að dæmið muni snúast við þegar líður á haustið og almenn neysla eykst, þannig að ríkis- sjóður gætu átt einhverja fjármuni í vonum. Spá Vísbendingargerirráð fyrir því að virðisaukaskattur aukist um 7% á þessu ári vegna 10% aukningu í veltu. Þá vekur athygli hversu stór hluti af veltu fellur nú utan 24,5% virðisauka- skattsþreps. Árin 1990-92 var um 70% að neðan. Það er þó 1 íklega fremur varlega áætlað, og ef sú spá rætist verður það alls ekki til að bylta hagkerfinu. Og eins og áður segir ná gögnin aðeins 5 ár aftur í tíman. Hins vegar skyldi taka allan vara á því að hengj a sig á tæknilegar forsendur þegar velta er annars vegar. Hér skiptir hugarástand þjóðarinnar a verulegu máli. En eins og dærnið frá 1991 sýnir geta smáar breytingar í umhverfi leitt til gerbrey ttrar hegðunar hj á ney tendum sem fyrirtækjum. Auk þess skipta aðgerðir stjórnvalda máli. En nú þegareyðslan er komin á skrið kann að líða nokkur tími þar til hún hægist aftur, e.t.v. eitt ár. Það virðist skýrt að hagkerfið er brátt að komast á topp upps veiflu og því meira sem það er þanið umfram raunverulegar efnahagsforsendur, þeim mun dýpri verður niðursveiflan, sem hlýtur að vera óhjákvæmileg. Sá árangur sem þegar hefur náðst í útflutningi stendur ekki undir stórkostlegum breytingum á launa- kjörum og neysluháttum þjóðarinnar. Innlend eftirspurn kann að valda mikilli veltuaukningu á þessu ári, en vafamál er hvort útflutningsgreinarnar hafi bolmagn til þess að fylgja henni eftir á næsta ári. Þetta er þó ekki svartagallsraus, aðeins þarf kapp með forsjá. S vo efnahagsbatinn glutrist ekki niður af misgáningi. afveltu íþvíþrepi,en 1994varhlutfallið komið niður ítæp 53%. Loks, nr.v. tölur fyrir 4 fyrstu mánuði þessa árs, virðist velta í 14% virðisaukaskattsþrepi aukast mun hraðar en velta í 24,5% skattþrepi. Súfyrrijókstum 14% en sú síðari aðeins um 9%. Margt sem ber 14% VSK, s.s. matvæli og orkusala, ættu að veranokkuð stöðugt, en einhver aukning gæti hafa orðið í ferðamannaiðnaði sem einnig er í þessu þrepi. I annan stað gæti sá grunur vaknað að þetta væri afleiðing þess að hafa mörg skattþrep og víðtækar undan- þágur. Einhverjar vörur gætu oltið ámilli skattþrepa af misgáningi, sérstaklega ef fyrirtæki höndla með bæði þrepin í einu. Eða þá álagning hafi aukist hlutfallslega meira á vörum með 14% VSK en þeim nteð 24,5% VSK. Vísbending spáir því að hlutfall veltu 14% VSK muni aukast um 1% af heildarveltu á þessu ári. Velta og virðisaukaskattur11990 -1995 (milljónir króna) Breyt. Breyt. Skipting veltu Velta m. ára VSK m. ára á milli skattþrepa 24,50% 14% 0% 1990 674.086 47.162 68,67% 0,00% 31,33% 1991 704.355 4,5% 50.312 6,7% 69,91% 0,00% 30,09% 1992 649.160 -7,9% 48.055 -4,5% 70,15% 0,00% 29,85% 1993 639.410 -1,5% 47.456 -1,3% 69,12% 1,65% 29,23% 1994 665.309 4,0% 46.616 -1,8% 52,58% 18,36% 29,06% 1995* 731.800* 10,0% 49.800* 7,0% 51,60% 19,40% 29,00% ’Fœrt ú verölug apríl 1995 miðað við framfœrsluvísitölu *Spá Vísbenamgarfyrirárið 1995 V Heimild: Virðisaukaskattskrifstafa Ríkisskattstjóra 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.