Vísbending


Vísbending - 14.07.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.07.1995, Blaðsíða 3
ISBENDING Öfugþróun / p* / a tjar- magnsmarkaði Yngvi Örn Kristinsson Veruleg umskipti hafa átt sér stað á lánamarkaði á undanförnum misserum. Helstu breytingarnar eru að fjáröflun á formi útboða, einkum lokaðra útboða, á verðbréfamarkaði hefur farið vaxandi samhliða því sem almennt hefur dregið úr eftirspurn el'tir útlánum hjá lánastofnunum. Aukning útboða á verðbréfamarkaði felur í sér tilflutning á lánastarfsemi frá hefðbundnum lánastofnunum til verðbréfamarkaðarins. Athyglisvert er að fjárfestar virðast ekki gera kröfu til þess að útboð séu á formi almennra útboða. Einnig virðist ávöxtunarkrafa fjárfesta vera tiltölulega ónæm fyrir mismunandi áhættuflokkum útgefenda. Minni eftirspurn eftir lánum Minni eftirspurn eftir lánum kemur fram hjá öllum fjármálastofnunum og upphaflega voru það fyrirtæki sem leiddu þá þróun en nú virðist svo sem eftirspurn heimila eftir lánunt sé einnig farin að dragast saman. Helstu undan- tekningamar frá þessari reglu eru s veitar- félög en hallarekstur stuðlar að mikilli lánsfjárnotkun afþeirrahálfu. Viðbrögð fjármálastofnana við þessari þróun eru m.a. þau að hefja virkari leit að væntanlegum lánþegum auk þess sem nú eru í boði sveigjanlegri lánsskilmálar en áður hafa tíðkast. Dæmi um þetta er sýnilegri lánaslarfsemi á vegum tryggingarlelaga, eignarleiga og nú síðast lífeyrissjóða sem leita lánþega með beinunt auglýsingum og annarri markaðsstarfsemi. Vaxtabreytingar orsökin Enginn vafi er á því að rekja má upphaf þeirra breytinga sem orðið hafa á lánamarkaðinum til vaxtalækkunar sem varð á innlendum lánamarkaði haustið 1993 og erlendra vaxtahækkana sem urðu á vormánuðum síðasta árs. Þessar breytingar hvöttu innlenda lántakendur til þess að flytja lánsfjáröflun sína yfir á innlendan markað auk þess sem neytt var færis og ýmis erlend lán greidd upp með sjálfsaflafé eða innlendum lántökum. Þannig voru afborganir umfram lántökur annarra en ríkissjóðs um 18 ma.kr. á árinu 1994 og voru 6 ma.kr. af því fyrirfrantgreiðsla fyrir gjalddaga. Eftir því sem leið á árið jókst misvægi milli innlendra og erlendra vaxta, innlendum vöxlunt í óhag. Afleiðingin varð sú að innlend fjáröflun ríkissjóðs og húsnæðislánakerfisins sem háð var vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar lenti í ógöngum þar sem fjárfestar sættu sig ekki við að kaupa þessi bréf á 5% eða lægri vöxtum. Þannig skapaðist aukið svigrúm á verðbréfamarkaði fyrir aðra aðila, svo sem sveitarfélög, fjárfestingarlánasjóði ogfyrirtæki. Hagstæðari lán utan bankakerfisins Ý msiraðrir þættir hafa vafalílið einnig stuðlað að aukinni verðbréfaútgáfu þessara aðila. Annars vegar má nefna þroska verðbréfamarkaðarins og hins vegar útlánakjör banka og annarra lánastofnana sem gerðu þessa starfsemi hagstæða. Svo virðist sem sveitar- félögum og traustari fyrirtækjum bjóðist ntun hagstæðari kjör utan lánastofnana og að fjárfestar séu reiðubúnir til að kaupa brél' þessara aðila með tiltölulega litlu álagi ofan á ávöxtun ríkistryggðra bréfa. Nefna má tvennt þessu til skýringar. Bankarnirvirðastekki hafafylgt til l'ulls þeirri vaxtalækkun sent varð á verðbréfamarkaði haustið 1993 auk þess sem kjör þeirra á óverðtryggðum lánum héldusthá. Þáþurfabankarog sparisjóðir að mæta útlánaafskriftum og vextir þeina eru því hærri en ella. Þetta gerir það að verkum að lántakar sent eiga þess kost að fara beint út á markaðinn geta fengið betri kjör en bankar bjóða. Lítil áhrif nýlegra vaxtabreytinga Á síðustu mánuðum hefuraflurdregið saman með vöxtum innanlands og erlendis í kjölfar vaxtahækkana á langtímaverðbréfum rrkissjóðs hérlendis og vaxtalækkana erlendis. Enn sér þó þess enginn staður að áhugi á erlendum lántökum sé að glæðast, en nokkuð virðist þó hafa dregið úr endurgreiðslum á erlendum lánum. Enginn vafi er á því aukin verðbréfa- útgáfa mun þegar fram í sækir hafa áhrif á vexti og kjörvaxtakerfi banka og sparisjóða á þann veg að þrýsta niður vöxtum á lánum traustari aðila. Slík þróun væri í samræmi við það vaxtaróf sem ríkir víðast erlendis, þar sem lán srnærri aðila með veikari tryggingunt, sérstaklega einstaklinga, bera mun hærri vexti en lán til fyrirtækja. Almenn og lokuð útboð Athyglisvert er að aukning útboða á verðbréfamarkaði er að rnestu leyti á fornti lokaðra útboða. En með því er átt við útboð sem ekki falla undir skil- greiningu Iaga urn verðbréfaviðskipti á almennum útboðum. Svo virðist sem fjárfestar geri lítinn eða engan greinarmun á því hvort útboð er almennt eða lokað, og úlgefendur hafi nánast engan hag af því að útboð vegna þeirra séu almenn. Þetta þýðir að fjárfestar nýta sér ekki það öryggi sent reglur unt almennt útboð veita, en þar er krafist ítarlegra upplýsinga um fjárhagsstöðu útgefanda og framtíðarhorfur. Jafnframt virðast fjárfestar ekki sækjast eftir því að verðbréfaflokkar séu skráðirá Verðbréfa- þingi sem bendir lil þess að fjárfestum sé ekki í mun að tryggja að bréf sem þeir kaupa á verðbréfamarkaðinum séu endurseljanleg. Öfugþróun Hér er um öfugþróun að ræða sem veikirþróun virks verðbréfamarkaðarog gerir jafnframt markaðinn ógegnsærri, þar sem ekki eru kvaðir um að lokuð útboð séu tilkynnt opinberlega. Það er jafnframt áhyggjuefni að fjárfestar virðast ekki sækjast eftir að nýta sér það öryggisnet sem riðið er með löggjöf um verðbréfaviðskipti. Ástæður þessa kunna að liggja í uppbyggingu fjármagnsmarkaðarins, þar sem lífeyrissjóðir eru langstærsta uppspretta nýsparnaðar. Lífeyrissjóða- kerfið hér er enn í uppbyggingu. Lífey rissjóðir hafa flestir, enn sem kornið er, litla þörf fyrir að losa þau verðbréf Almenn og lokuð útboð 1993-1994 (milljónir króna) 1993 1994 Breyting Almenn Lokuð Samt. Almenn Lokuð Samt. 93-94 Sveitarfélög 0 3.000 3.000 0 5.909 5.909 97% Lánastofnanir 8.280 200 8.480 3.722 2.804 6.526 -23% Atvinnufyrirtæki 100 0 100 1.425 1.584 3.009 2.909% Samtals: 8.380 3.200 11.58 5.147 10.297 15.444 33,4% v_________________________________________________________/ 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.