Vísbending - 01.09.1995, Blaðsíða 1
V
V i k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
1.
september
1995
33. tbl. 13. árg.
Eignarhaldsfélag um stóriðju skapar
mikla möguleika
Islenska ríkið á meirihluta í
nokkrum verksmiðjum sem eru í
þunga- eða efnaiðnaði. Arðsemi
af þessum fyrirtækjum hefur verið
mismikil en í ilestum tilvikum hefur rikið
ekki fengið neinn arð af þeim. Bein af-
skipti ríkisins af rekstri hafa verið mis-
mikil. I engu til viki hefur sú þekking sem
myndast innan verksmiðjanna orðið til
þess að þær eða aðaleigandi þeirra, ríkið,
hæfu nýjan rekstur sem væri arðbær og
atvinnuskapandi. I hvertskipti sem teknar
hafa verið ákvarðanir um nýja
fjárfestingu af þessu tagi hefur verið horft
framhjá því sem fyrir er og tekin ný
ákvörðun eins og byrjað væri á
byrjunarreit. Verksmiðjurnarsemhéreru
teknar til athugunar eru Járnblendiverk-
smiðjan, Kísilgúrverksmiðjan, Áburðar-
verksmiðjan og Sementsverksmiðjan. í
töflu hér að neðan er yfirlit um helstu
stærðir í rekstri og efnahag þessara fyrir-
tækja árið 1994.
Hér á eftir verður reifuð sú hugmynd
að stofna eignarhaldsfélag um hlutabréf
í verksmiðjum í eigu íslenska ríkisins.
Það félag ætti í upphafi tæplega sex
milljarða króna í eiginfé og hefði veltu
upp áfimm milljarða íblönduðum rekstri.
Hugmyndin ereinföld, kostarnánastekki
neitt, en ef rétt er á haldið er hún gulls
ígildi.
Kostireignarhaldsfélags
Kostirnir við eignarhaldsfélag eru
einkum þessir:
a) Með því að stofna fyrirtækið væri
hægt að bjóða út nýtt hlutafé til stóriðju
hér á landi. Þeir sem kaupa nýtt hlutafé,
til dæmis vegna þess að eignarhaldsfé-
lagið ætlaði að gerast hluthafi í stækkun
álvers eða annarri stóriðju, væru þá ekki
bara að taka áhættuna af óvissum nýjum
framtíðarrekstri heldur hefðu þeir líka
tryggingu af því að eiga hlut í öllum
hinum verksmiðjunum, ef illa færi. Nýtt
hlutafé í eignarhaldsfélaginu gæti verið
boðið út á alþjóðlegum hlutabréfa-
markaði.
b) Þetta fyrirtæki væri svo stórt að það
væri álitlegur lántakandi við þær fram-
kvæmdir sem hér er lýst að framan.
Væntanlega yrði ekki um beinar lántökur
að ræðahjáeignarhaldsfélaginufyrstum
sinn, en það gæti veitt ábyrgðir og náð
betri kjörum en ný verksmiðja.
c) Með þessu móti væri búið að setja
á fót stórt íslenskt fyrirtæki sem gæti
virkað sem sterkur aðili í viðræðum við
útlendinga í nýjum fjárfestingum. Það
gæti stutt við einstök ný verkefni sem
yfirleitterualltofstórfyriríslenskaeinka-
aðila. Norðmenn hafa verið með Norsk
Hydro, sem er stórfyrirtæki á alþjóða-
vísu, j margskonar iðnrekstri.
d) I þessu fyrirtæki gæti byggst upp
sérþekking á iðnaði af ýmsu tagi vegna
beinna tengsla við rekstur hinna ýmsu
verksmiðja hér á landi. Hingað til hafa
menn setið hver í sínu horni og goldið
óhagkvæmni smæðarinnar. Ef við ætlum
okkur hlutdeild í stóriðju þá verðum við
að geta keppt við erlenda aðila sem
jafningjar, byggt upp mikilvæg viðskipta-
sambönd og tengsl, en þyrftum ekki að
mæta sern stafkarlar og afdalamenn á
fundi með erlendum viðmælendum.
e) Með þessu móti væri ríkið komið
með mun seljanlegri vöru til einka-
væðingar. Menn væru líklegri til þess að
vilja kaupa í fyrirtæki sem byði upp á
„blandaða áhættu“ fremur en að kaupa
til dæmis hlut í Sementsverksmiðjunni
einni.
Upp úrhjólförunum
Því miður þekkja allir þá stöðnun sem
ríkt hefur hér á landi um langt skeið. í
stóriðjumálum hafa Islendingar ekki
tekið frumkvæði. Nú er kominn tími til
þess að snúa taflinu við og nýta okkar
eignir til þess að laða að nýtt fjármagn,
nýjarhugmyndirog ný atvinnutækifæri.
Með óframfærni og innbyrðis
sundurlyndi hefurfólksflótti komið í stað
nýsköpunar, vonleysi í stað viðreisnar.
Með því að búa til eignarhaldsfélag
eins og hér er lýst værum við að skapa
verðmæti úr pappírum sem nú eru léleg
söluvara og velkjast sem verðlítil eign í
skúffum ráðuneyta. Þaðer vonum seinna
að við tökum frumkvæði í okkar hendur
og nýtum okkur öll þau tæki sem við
höfum til verðmæta- og atvinnusköpunar.
Enn djarfari hugmynd en hér hefur
verið sett fram væri sú að Landsvirkjun
yrði hluti af Stóriðju íslands hf. Þvígeta
fylgt ókostir, því Landsvirkjun þarf að
selja öllum fyrirtækjunum orku og erþví
viðsemjandi. Á móti vegur að fyrirtækið
yrði fjölbreytilegra og sterkara og þar með
álitlegra fyrir aðila með nýtt fjármagn.
Það hefur háð Islendingum fram að
þessu að vera þiggjendur í stóriðjumálum
en ekki gerendur. Það er löngu tímabært
að hér komi fram nýtt afl. I ljós kemur að
það er til nú þegar, við þurfum bara að
virkja það. Þá nást mörg markmið í senn:
Erlent fjármagn, atvinnutœkifœri,
einkavœðing, innlent frumkvœði og
sala á orku og þekkingu Islendinga á
stóriðjumálum.
• Stóriðja íslands hf
• Orkunýting
• Sanmingaferli í stóriðju
Verksmiðjur, tölur úr ársreikningum 1994 (millj. kr.)
Rckstrar- Hagn. Heild. Hlutdeild Verðmœti
tekjur 1994 eign Eiginfé ríkisins lil. ríkis
Kísiliðjan 380 50 800 760 51% 388
Áburðarv. 1.215 63 1.954 1.805 100% 1.805
Jámblendiv. 2.722 280 3.677 1.585 55% 872
Sementsv. 668 36 2.142 1.459 100% 1.459
Alls verksm. ríkisins 4.985 429 8.573 5.609 81% 4.523
Alverfáíetl.) 9.500 700 7.700 3.000 0% 0
Alls stóriðja með áli 14.485 1.129 16.273 8.609 53% 4.523
Landsvirkjun 6.917 -1.491 78.909 26.169 50% 13.085
v__________________________________________________________/