Vísbending


Vísbending - 01.09.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.09.1995, Blaðsíða 3
V ISBENDING Mynd 1. Samningsferli og þættir sem hafa áhrif á samningaviðræður Fyrirtækið Heimaland Markmið Markmið Utanaðkomandi áhrif 1) Hagnaður 2) Styrking markaða 3) Hráefnisöflun 1) Auknartekjur 2) Iðnaðarþróun 3) Aukin atvinna Utanaðkomandi áhrif Astand innan fyrirtækis Innri hvöt 1) Framboð af ódýru hráefni 2) Nýirmarkaðir 3) Pólitískur stöðugleiki og stuðningur Innri hvöt 1) Aðgangur að fjármagni 2) Aðgangur að tækni 3) Aðgangur að mörkuðum 4) Margfeldiáhrif í aðrar iðngreinar Innan- lands ástand y v y y Frumskilyrði 4) Aðrir kostnaðarlækkandi þættir Frumskilyrði Samningaviðræður Fyrri reynsla A iú ' -A Fyrri reynsla A Engin Qárfesting Fjárfesting á sér stað Samningsferli og erlend fjárfesting Jón Björn Skúlason Hér verður fjallað um samningsferli (e. bargaining process) sem er undanfari stóriðjusamninga og áhrif þess á staðsetningu iðjuvera. Samningsfeiii -undanfari stóriðju Furðu lítil áhersla hefur verið lögð á rannsóknir á samningsferli milli fyrirtækja annars vegar og ríkja hins vegar. Ákvörðun umerlendafjárfestingu fyrirtækja byggist að miklu eða öllu leyti á þeim samningum sem hægt er að ná við þau og ekkert land býr yfir þeim landfræðilegu séreinkennum að það eigi ekki í samkeppni viðeitthvertannaðland. Fæstir þættir sem ráða staðarvali iðnfyrirtækja eru fyrir fram ákveðnir: Orkuverð, skattamál, aðstöðugjöld, tollar, lóðir, mannvirki, umhverfismál og jafnvel vinnuafl eru allt þættirsem semja þarf sérstaklega um. Samkeppnishæfni samningsaðila (t.d. ríkis) kemur ekki í ljós fyrr en búið er að semja um þessa þætti og marga fleiri. Því máekki gleyma að samningsferlið er mun flóknara fyrir ríki en fyrirtæki, þar sem fyrirtækið er fyrst og fremst að semja um fjárhagsiega þætti en ríkið þarf að taka tillit til pólitískra og félagslegra þátta auk hinna efnahagslegu. Þetta getur veikt stöðu ríkisinsþarsemþað geturþurftað„fórna“ einhverjuákostnaðfjárhagslegaþáttarins sem fyrirtækið leggur svo mikla áherslu á. Samningsferlið er sýnt á mynd 1 og þar sést hvernig ýmsir þættir hafa áhrif á samningaviðræðurnar.Þegar samnings- ferlið hefst þurfa báðir aðilar að uppfy lla ákveðin frumskilyrði. Þar vegur mest efnahagsleg staða, bæði í heimalandi og erlendis (utanaðkomandi áhrif, sjá mynd 1), þá stefna/ástand innan ianda og fyrirtækja og loks reynsla af fyrri samningagerð. Séhægt aðuppfyllaþessi frumskilyrði þá getur samningsferlið haldið áfram. Eftir að samningaviðræður hafa hafist getur tímasetning skipt sköpum. Mynd 2 sýnir líkan af efnahagssveiflu sem verður í flestum hagkerfum (sveiflan gæti einnig átt við verð á framleiðsluvöru, t.d. áli). Semja verður á ákveðnum tíma, þ.e. í uppsveiflu. Hér er gert ráð fyrir að sveiflan spanni u.þ.b. 10 ár og því geta samningar ekki staðið lengur en í 1,5 - 2 ár. Standi þeir lengur er hætta á því að lenda í niðursveiflu um það bil sem byggingu fyrirtækisins lýkur og fyrirtækið byrjar reksturinn í slæmu árferði. Náist samningar hins vegar innan tímamarka er hægt að ljúka framkvæmdum tímanlega og starfsemi fyrirtækisins hefst ábesta tímaí efnahagssveiflunni. Réttur undirbúningur, sem felst t.d. í því að hafaorku tilbúnatilafhendingar,aðhafnir og samgöngukerfi séu í lagi og land og lóðir fyrir hendi, skiptir því gríðarlega tniklu máli. Samningsgerðin sjájf ræðst svo að mestu leyti af tvennu: í fyrsta lagi hvor aðilinn hefur sterkari samningsstöðu (e. bargaining power), og íöðru lagi afhæfni samningsaðila (e. bargaining ability). Samningsstaðan ræðst síðan að miklu leyti af því hvor aðilinn er tilbúinn að gefa meira eftir og hvað hann fær í staðinn. Það er því ekki erfitt að sýna fram á að samningsferlið hefur áhrif á staðsetningu iðnfyrirtækja. Algengterað hæfni fyrirtækja til þess að semja sé meiri en ríkja vegna þess að þau fyrrnefndu hafa sérþjálfaða aðila sem vinna eingöngu að þessum málum. Ríki skipta hins vegar oft út fólki og það starfar oft að öðru samhliða samningagerð. Samningsferli - Island - Stóriðjuver Uppbygging stóriðju á íslandi hófst þegar samningum milli Alusuisse og íslenska ríkisins lauk árið 1966. Samningaviðræður á milli þessara aðila byrjuðu 1960 og stóðu því yfir í 6 ár. Þetta var frumraun Islendinga á þessu sviði. Á þessum tíma voru ekki til nein lög um erlenda fjárfestingu og þurfti því að semja þau samtímis öðru. Islendingar voru hræddir við erlenda fjárfesta og líklegt er að slæm reynsla þeirra af yfirráðum erlendra ríkja hafi haft sitt að segja. Á þessum tíma var því einnig haldið fram að íslendingar væru lítil þjóð og að stórfyrirtæki úti í heimi gæti hreinlega gleypt allt sem það girntist hérlendis, ogjafnvel haft áhrif ápólitískar ákvarðanir. Samningurinn við Alusuisse á sínum tíma var góður, ekki eingöngu í efnahagslegu tilliti heldur hafði hann einnig mikil áhrif á þróun íslenska efnahagskerfisins. Án álversins hefði orkuframkvæmdum seinkað til muna og raforkukerfi landsins væri langt frá því að vera jafn fullkomið og það er í dag. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.