Vísbending - 23.11.1995, Side 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
23.
nóvember
1995
45.tbl.13. árg.
Sótt að bíl-
eigendum
Nýlega lagði nefnd skipuð
tveimur iögmönnum fram til-
lögur sínar um bætur í skaða-
bótamálum. Niðurstaða nefndarinnar er
að hækka beri örorkubætur frá þeim
lögum sem nú gilda og munar þar víða
mjög miklu. Ef farið verður að tillögum
lögmannanna munu iðgjöld í ökutækja-
tryggingum hækka svo um munar.
Jafnframt hækkar framfærsluvísitala og
þar með skuldir landsmanna. Astæðan
fyrir þessum tillögum er sú að mikill
þrýstingur hefur verið frá nokkrum lög-
mönnum um að bætur verði í öllum til-
vikumjafnháarí nýjum skaðabótalögum
og áður var reiknað samkvæmt svo-
nefndum „tryggingafræðilegum út-
reikningum“ á tjónum.
Iðgjöld hækka stöðugt
Áður en lengra er haldið er rétt að rifja
upp forsögu þess að sett voru ný skaða-
bólalög sem tóku gildi árið 1993.
Rekslur ökutækja er dýr og tryggingar
bætast ofan á aðra þætti. Fólk fær oflast
ekkert út úr tryggingunum heldur bæta
þær tjón þannig aðtjónþoli erjafnsettur
eftir og áður. Ábyrgðartryggingar eru
vegna tjóna sem menn valda öðrum, oft
án þess að geta gert sér nokkra grein fyrir
umfangi skaðans. Loks er það svo að þótt
um sjötti hver ökumaður í þéttbýli valdi
árekstri árlega, þá eru það sem betur fer
aðeins bara um einn af hverjum hundrað
sem valda líkamsmeiðslum. Sly satjón eru
þannig mikill minnihluti tjónanna en
kostnaður vegna þeirra er miklu meiri en
þar sem aðeins verða skemmdir á öku-
tækjum. Slysakostnaður hefur á fáum
árum hækkað úr því að vera innan við
20% afheildartjónum ínálægt65%. Allt
þetta er flókið, sem leiðir til þess að um-
ræðaum tryggingareroftekki af neinum
skilningi á eðli þess kostnaðar sem að
baki iðgjöldum stendur. Margir virðast
ekki átta sig á því að nokkurt samband sé
milli iðgjalda og tjóna. í umræðunum
virðist stundum láta hæst í þeim sem
minnstan skilning hafa. Menn trúa öllu
upp á tryggingafélögin og þau hafa ekki
verið lagin við að koma upplýsingum á
framfæri.
1 ársbyrjun 1988 var svonefnd slysa-
trygging ökumanns og eiganda lögboðin,
en með henni fékk ökumaður sem slas-
aðist vegna eigin ökulags bætur til jafns
við aðra slasaða. Þetta var hrein viðbót
við aðrar tjónabætur og allt varð þetta til
þess að iðgj öld hækkuðu um liðlega 60%
að raungiídi árið 1988. Þrátl fyrir þetta
kom í ljós að ökumannstryggingin nýja
stóð ekki undir kostnaði við tjón og
iðgjöld í henni hækkuðu ár frá ári.
Tryggingafélögin töpuðu miklum
peningum á ökutækjatryggingum á
árunum 1984 til 1991 þráttfyririðgjalda-
hækkanir. Þær drógu hins vegar úr kaup-
mætti almennings. Ríkisvaldið og aðilar
vinnumarkaðarins höfðu marglýst yfir
áhyggjum af þessari þróun og árið 1993
tóku gildi ný lög sem gerbreyttu grund-
vellinum fyrir tjónabótum. í þeim fólst
m.a. að bætur vegna tiltöiulega lítillar
örorku lækkuðu frá því sem verið hefði
en hækkuðu vegna mikillar orku-
skerðingar. Þetta varþingnefndinni sem
um málið fjallaði vel ljóst. Þeir sem halda
öðru fram hafa ekki mikið álit á athyglis-
gáfu þingmanna.
Lögin nýju eru að mestu leyti byggð á
dönskum lögum um sama efni, nema
hvað íslenskar örorkubætur voru
ákveðnar um 25% hærri en þær dönsku.
Þótt nýju skaðabótalögin hafi verið í gildi
í liðlega tvö ár er þó ekki komin mikil
reynsla á þau. Síðastliðið vor féll dómur
í Hæstarétti þar sem breytt var vaxta-
prósentu sem nota skyldi þegar metið er
fjárhagslegt tjón. Þessi dómur leiddi til
þess að bætur vegna tjóna sem urðu fyrir
1. júlí 1993 hækkuðu. Munur milli gamla
og nýja tírnans á bótum, þar sem örorka
er lítil, óx enn.
Verðbólga eykst
í tillögum lögmannanna tveggja er
tekið mið af dómi Hæstaréttar og lagt til
að bætur vegna skertrar vinnugetu hækki
almennt. Samkvæmt útreikningum Vís-
bendingar er meðalhækkun örorkubóta
samkvæmt tillögunum nálægl 50%.
Y mislegt vekur athygli, t.d að lágmarks-
bætur eru miðaðar við laun rétt undir
meðallaunum skv. athugun Þjóðhags-
stofnunar og aldraðir fá bætur fyrir
fjárhagstjón, þótt þeir séu hættir vinnu.
Hvort tveggja stuðlar að því að menn séu
betur settir el'tir tjón en áður og er því brot
á grundvallarreglu í skaðabótarétti.
Þessir gallar á tillögunum veikja tiltrú
á þeim en það þarf þó ekki að koma í veg
fyrir að þeim verði hrundið í framkvæmd.
Það er því mikilvægt að gera sér grein
fyrir því hvaða áhrif þær hafa á bíl-
eigendur, sem áendanum borgabrúsann.
Stærstur hluti bóta er nú vegna slysa og
gera má ráð fyrir því að örorkubætur séu
milli helmingur og þrír fjórðu hlular
slysabótanna. Ekki er enn komin næg
reynsla af nýju lögunum til þess að meta
hlutfallið með meiri nákvæmni. Miðað
við þetta leiðir tillaga lögmannanna
tveggja til þess að bætur hækki um 15-
25% og hækkun iðgjalda verði litlu
minni. Meðaliðgjöld eru nálægt 35 þús-
und krónum í lögboðnum tryggingum
og heildarkostnaðarauki því nálægt 15
þúsundkrónumítveggjabílafjölskyldu.
Þetta kallar á 26 þúsund króna launa-
hækkun, þegar tekið er tillit til skatta.
Framfærsluvísitala myndi hækka um
0,4-0,5% og skuldir heimilanna hækka
um rúman milljarð á einni nóttu.
Allt væri þetta gott og blessað ef réttar-
bót væri að þessum breytingum. Megin-
atriði er að sá sem lendir í tjóni sé jafn-
settur peningalega fyrir og eftir tjón. Á
þessu Itafa litlar athuganir verið gerðar
og forsendur þær sem tryggingastærð-
fræðingar by ggðu útreikninga sína á eru
alls ekki endilega í samræmi við raun-
veruleikann. Dr. Pétur Blöndal hefur
kannað samspil fj árhagsafkomu fyrir og
eftir sly s og tekið mið af bótum almanna-
trygginga og lífeyrissjóða. Þær athuganir
benda til þess að vægi þeirra þátta hafi
verið stórlega vanmetið þegar fjárhags-
legt tjón vegna orkutaps er reiknað.
Rök hníga að því að sá grunnur sem
lögmennirnir tveir miða við í tillögum
sínum, það er bætur eftir gamla laginu,
sé rangur. Það væri rangt af þingmönnum
að leggja álögur á alla ökumenn, og
reyndar flesta landsmenn, með því að
leiða í lög skaðabótagrunn sem er jafn
ótraustur og sá sem þessar tillögur gera
ráð fyrir.
Efni blaðsins
í forsíðugrein um bílatryggingar er
sýnt fram á að iðgjöld í ökutœkjatrygg-
ingum og framfœrsluvísitala hœkka ef
farið verður að tillögum nefndar um
breytingar á skaðabótalögum.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, varar við því að horfið
verði frá markmiðum um jöfnuð í ríkis-
fjármálum, þótt betur horfi í efnahags-
lífinu eftir samning um álversstækkun.
Þorvaldur Gylfason, prófessor, svarar
því hvers vegna stjórnvöld velja oft stefnu
sem skerðir kjör meginhluta þjóðarinnar
í greininni Lögregluhagfrœði.
V__________________________________J