Vísbending - 23.11.1995, Síða 2
Á1 og ríkisfjármál
Þórður Friðjónsson
Skemmst er frá því að segja að
stækkun álversins í Straumsvík
er umtalsverður búhnykkur fyrir
Islendinga. Astæðurnar eru augljósar.
Stækkun i n örvar hagvöxt og leggur grunn
að betri lífskjörum í framtíðinni. Við bæ t-
ist táknrænt gildi stækkunarinnar sem
felst í trausti fjárfestanna til íslensks þjóð-
arbúskapar. Þetta traust örvar aðra fjár-
festa og getur jafnvel haft hagstæð áhrif
á lánskjör íslenskra fyrirtækja og þjóðar-
bús á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Þótt Iágt orkuverð sé meginhvatinn að
baki ákvörðun um stækkun álversins
koma aðrir þættir þar einnig til. Mestu
skipta efnahagsumbæturnar sem gerðar
hafa verið á undanförnum árum, einkum
öflugri markaðsbúskapur, opnir fjár-
magnsmarkaðir, aðild að EES og traustari
hagstjórn. Þessar umbætur hafa aukið til-
trú á íslensku efnahagslífi og leitt til
stöðugleika íþjóðarbúskapnum og hag-
stæðra vaxtarskilyrða fyrir atvinnulífið.
í þessu ljósi er undarlegt að þau sjónar-
mið hafi skotið upp kollinum að draga
mætti úr aðhaldi í ríkisfjármálum og
peningamálum vegna umræddrar
stækkunar. Þar eru menn á villigötum.
Augljóst er að auknar framkvæmdir og
umsvif kal la á aðgát í hagstjórn og þ ví er
brýnt að fylgja aðhaldssamari efnahags-
stefnu en áður var ráðgert til að sporna
við þenslu. Formerkin eru einfaldlega
röng í reikningum þeirra sem halda hinu
gagnstæða fram.
Jafnvægi í ríkisfjármálum -
kjami efnahagsstefnunnar
Kjarni efnahagsstefnu ríkis-
stjórnarinnar, eins og hún hefur verið
kynnt í þjóðhagsáætlun og fjárlagafrum-
varpi, er að koma á jafnvægi í ríkisfjár-
máium á næstu tveimur árum. Ef þetta
var skynsamleg stefna fyrir álvers-
stækkun er hún að sjálfsögðu ekki síður
skynsamleg eftir ákvörðunina um
stækkun. Þetta liggur í augum uppi.
En hvers vegna er skynsamiegt að
koma ájafnvægi í ríkisfjármálum? Ekki
er til neinn algildur sannleikur um hver
afkoma ríkissjóðs eigi að vera. Jafnvægi
er með öðrum orðum ekki markmið,
heldur er markmiðið að stjórna ríkisfjár-
málum þannig að hagvöxtur og lífskjör
verði sem best á varanlegum grunni.
Tværástæðurerufyrirþvíaðmikilvægt
er að ná jafnvægi í ríkisfjármálum eins
og nú horfir í þjóðarbúskapnum. Annars
vegar er þjóðhagslegur sparnaður of 1 ítill
og hins vegar eru erlendar skuldir þjóðar-
búsins of miklar. Síðara atriðið er augljóst
en rétt er að fjalla nánar um hið fyrra.
ISBENDING
Þjóðhagslegur sparnaður og fjárfesting 1980-2000
Hlutföll af landsframleiðslu
%
Þjóðhagslegan sparnað
þarf að auka
Hvers vegna telst þjóðhagslegur
sparnaðurveraoflítilláIslandi?Astæðan
er einföld. Hann er minni en fjárfestingin
þarf að jafnaði að vera til að standa undir
viðunandi hagvexti. Fyrir vikið hneigist
viðskiptajöfnuðurinn til að vera með halla
sem felur í sér þráláta skuldasöfnun
þjóðarbúsins. Ef þjóðhagslegur sparn-
aður, sem er munurinn á neyslu og þjóðar-
tekjum, er minni en fjárfestingin, er halli
á viðskiptajöfnuði og öfugt. Halli á við-
skiptajöfnuði þýðir að þjóðin eyðir um
efni fram og safnar því skuldum (eða
gengur á eignir).
Myndin sem fylgir hér með sýnir
annars vegarþjóðhagslegan sparnað sem
hlutfallaflandsframleiðslufráárinu 1980
og hins vegar tilsvarandi hlutfall fjár-
festingar. Flest árin er sparnaðurinn
minni en fjárfestingin enda hefur skulda-
halinn lengst sem því nemur. Nokkur
undanfarin ár eru þó undantekning frá
þessu. Eins og myndin sýnir skýrt stafar
það bæði af auknum sparnaði (brotna
línan) og minni fjárfestingu (heilalínan).
Sparnaðurinn hefur verið meiri en fjár-
festingin frá 1993 og endurspeglast það
í afgangi á viðskiptajöfnuði á sama tíma.
Þetta snýst hins vegar við á ný 1996 og
1997 vegna framkvæmdanna í tengslum
við stækkun álversins í Straumsvík. Eftir
það renna línurnar saman, gert er ráð fyrir
að umrædd hlutföll verði áþekk, og
nálgast smám saman 20% af landsfram-
leiðslu í lok aldarinnar. Þetta hlutfall má
telja æskilegt til jafnaðar, meðal annars
á grunni reynslu annarra þjóða, þótt ávallt
séutöluvertmiklarsveiflurífjárfeslingu.
I efnahagsáætlun fyrir næstu ár er sem
sagt gert ráð fyrir að þjóðhagslegur
sparnaður aukist jafnt og þétt. Að baki
liggur spá um að afkoma ríkissjóðs batni
í samræmi við markaða stefnu. Ef sú
verður ekki raunin er líklegt að þjóðhags-
legur spamaður verði áfram líti 11 og fyrir
bragðið halli á viðskiptajöfnuði. Afleið-
ingin yrði óhjákvæmilega framhald á
langvarandi skuldasöfnun við útlönd. Að
auki yrði stöðugleikanum og góðum
starfsskilyrðum atvinnuvega tellt í tví-
sýnu.
Halli annars staðar er ekki
rök fyrir halla hér
Oft er á það bent að halli ríkissjóða sé
víða meiri en hér. Þetta er rétt. En það er
rangt að réttlæta hallarekstur hér á landi
með slíkum samanburði. Það geta hins
vegar verið góðar og gildar ástæður til að
reka ríkissjóð tímabundið með halla.
Þannig er til dæmis verulegur halli á
rekstri hins opinbera í Japan um þessar
mundirenámóti veguraðþjóðhagslegur
sparnaður er þar mjög mikill, svo mikill
að þrátt fyrir hallann er afgangur á við-
skiptajöfnuði. Þá erengin þensla í Japan.
Við slíkar aðstæður er nokkur halli á hinu
opinbera ekki mikið áhyggjuefni.
Þetta er nefnt hér til að undirstrika að
það fer eftir aðstæðum hvort skynsam-
legt er að reka ríkissjóð með halla eða
afgangi. Ef íslensk heimili tækju til
dæmis skyndilega upp á því að spara á
japanska vísu kæmi að sjálfsögðu til álita
að vega þar á móti með auknum halla á
ríkissjóði. Ekki er hins vegar líklegt að
þetta verði áhyggjuefni í bráð.
Af þessu má sjá að afar mikilvægt er
að ríkissjóður bæti afkomu sína á næstu
árum og sluðli þar með að auknum þjóð-
hagslegum sparnaði. Þannig verður
grunnur hagvaxtar og batnandi lífskjara
best treystur. Engin efnahagsleg rök eru
fyrir því að ríkisfjármálastefnan, eins og
hún er sett fram í þj óðhagsáætlun og fjár-
lagafrumvarpi, sé of metnaðarfull. Og
stækkun álvers er að sjálfsögðu ekki til-
efni til aukinna ríkisútgjalda. Það segir
sig sjálft.
Höfundur er forstjóri Þjóðhags-
stofnunar
2