Vísbending - 23.11.1995, Síða 3
Lögregluhagfræði
Dr. Þorvaldur Gylfason
Menn þurfa ekki að vera ýkja
vel að sér í lögreglusögum
Agötu Christie eða annarra
höfunda til að vita hvemig morðrannsókn
fer fram: lögreglan leitar að kveikju, til-
efni, tilgangi. Sama aðferð getur skilað
mönnum langa leið við rannsóknir á
ýmsum öðrum meinsemdum mannfé-
lagsins.
Samgöngur, verð og
menntun
Við skulum taka örfá dæmi til um-
hugsunar.
• Hvers vegna eru vegirnir svona
vondirá Haítí? Þaðstafarafþví, að stjórn
Duvalier-feðganna, „Papa Doc“ og
„Baby Doc“, sem hrökklaðist að vísu frá
völdum fyrir fáeinum árum, vildi í raun
og veru, að vegirnir væru vondir, svo að
fólkið í landinu ætti þá erfiðara með að
fara langar leiðir á andspyrnufundi.
Stjórnarherramir leystu hins vegar sam-
gönguvanda sjálfra sín með því að fara
allra ferða sinna á torfærutækjum eins og
þeim, sem prýða bifreiðagey mslur banka
og ýmissa ráðuneyta í Reykjavík.
• Hvers vegna var póst- og síma-
kerfið í Sovétríkjunum sálugu ónothæft
og símaskrár ófáanlegar nema handa
nokkrum útvöldum? Það var vegna þess,
að einmitt þannig vildu stjórnvöld hafa
það til að torvelda samskipti venjulegs
fólks. Símasambandsleysið var tæki til
þess að halda almenningi í skefjum.
Símar leiðtoganna voru á hinn bóginn í
ágætu lagi.
• Hvers vegna var verðlagi þarna
austur frá haldið niðri með handafli? Og
hvers vegna var vöxtum og verði á gjald-
eyri haldið langt neðan við markaðsvirði
þar og víða í Afríku og annars staðar í
vanþróuðum löndum um árabil, enda þótt
stjórnvöld vissu (eða ættu a. m. k. að
vita), að of lágir vextir og of hátt gengi
skaða efnahagslífið til langframa? Þetta
stafar af því, að skorturinn fékk
skömmtunarstjórunum vald yfir öðru
fólki og fyrirtækjum. Þeir, sem höfðu
„góð“ sambönd og gátu tryggt sér að-
gang að ódýrum vörum, lánumoggjald-
eyri, höfðu einnig hag af þessari skipan.
Þeir, sem hagnast mest á miðstýringu og
halda henni við, reyna iðulega að villa á
sér heimildir með því að dásama
markaðsbúskap, einkaframtak og at-
hafnafrelsi í orði.
• Hversvegnaeigaskólarogmennta-
stofnanir í vök að verjast víða um heim,
þótt valdhafarnir tali mikið og fjálglega
um gildi menntunar og menningar við
ISBENDING
hátíðleg tækifæri og reyni yfirleitt að
senda börnin sín í beztu skóla, sem völ er
á? „Papa Doc“ var læknir að mennt, en
leyfði mörgum þegna sinna halda, að
hann væri göldróttur, til að halda þeim í
skefjum. Hann skildi að einræðisherrum
stafarhættaaf upplýstu fólki. Hví skyldu
óhæfir atvinnustjórnmálamenn reyna að
efla menntun og menningu? Þeir gera sér
yfirleitt grein fyrir því, að eitt hið fyrsta,
sem fólkið myndi nýta menntun sína til,
væri að fá sér betri foringja.
Atvinnuleysi
Og nú vaknar ein spurning enn: hvers
vegna er atvinnuley si svo þrálátt þjóðfé-
lagsböl víða um Evrópu, þótt allir segist
vera á móti því?
Svarið er einfalt: sumir hagnast á at-
vinnuleysi, þótt þeir geri sér e. t. v. ekki
glögga grein fyrir því. Hagsmunir þeirra
standa í vegi fyrir atvinnu handa öllum.
Skoðum þetta betur. Atvinnuleysi
stafar alls staðar og ævinlega af því, að
vinnuveitendur treysta sér ekki til að
greiða þann kostnað, sem ráðning fleira
fólks í vinnu hefði í för með sér, miðað
við afköst vinnunnar. Þessi kostnaður er
annars vegar laun til starfsmanna og hins
vegar launatengd gjöld til ríkisins.
Kaup og kjör eru víðast hvar í Evrópu
yfirleitt ákveðin þannig, að fjölmenn
verklýðsfélög semja við samtök vinnu-
veitenda fyrir hönd launþega. Vinnandi
fólk er þannig rofið úr nánum tengslum
við atvinnureksturinn, sem er uppspretta
launanna. Miðstýring kjarasamninga
leiðir til misræmis í launamynduninni,
þannig að stórir hópar launþega eru verð-
lagðir út af vinnumarkaðinum án þess að
fá rönd við reist. Þessum hópum er
meinað að selja vinnu sína við því verði,
sem vinnu veitendur eru fúsir og færir um
að greiða; þá er talað um „undirboð".
Þannig tekst sterkum launþegahópum,
sem telja sig sæmilega örugga um at-
vinnu sína, að semja um laun, sem leggja
atvinnuöryggi veikari hópaí hættu. Þetta
er segin saga víða um Evrópu.
A atvinnuleysistímum þarf raunveru-
legur launakostnaður að lækka og launa-
munur trúlega að aukast, til að full at-
vinna geti aftur komizt á að öðru jöfnu.
Þeir, sem hafa vinnu og telja sig ekki
þurfa að óttast um hana, hafa hag af því
að hindra þá launalækkun, sem dygði til
að útrýma atvinnuleysinu. I Rússlandi
hefur atvinnuleysi ekki aukizl að neinu
ráði síðustu ár þrátt fyrir hrun fram-
leiðslunnar, og ekki heldur í Eistlandi og
Lettlandi. Þetta stafar að miklu leyti af
því, að vinnumarkaðurinn þar austur frá
er nú orðinn frjáls og sveigjanlegur.
Vinnuveitendur þar semja nú yfirleitt
beint við launþega um kaup og kjör hver
fyrir sig eins og í Sviss og Austur-Asíu,
án milligöngu voldugra verklýðsfélaga
og fyrirtækjasamtaka.
Við þennan vanda bætast svo launa-
tengdu gjöldin, sem eru þungur baggi á
mörgum evrópskum fyrirtækjum. Ríkið
lelur sig ekki geta misst þessar tekjur,
því að þá færi stöðugleikinn í efnahags-
lífinu út í veður og vind. Ríkið telur sig
ekki heldur geta nýtt sér aðra hagfelldari
tekjustofna í staðinn með því t. d. að taka
upp umhverfisgjöld og veiðigjöld, því að
þá myndu væntanlegir gjaldendur rísa
upp til andmæla. Þeir, sem krefjast
mikillar þjónustu af ríkinu eða neita að
greiða fyrir umskipan skattheimtunnar,
knýja því óbeint á um skattlagningu, sem
stuðlar að áframhaldandi atvinnuleysi.
Þarna liggur hundurinn grafinn.
Takið eftir mynztrinu, því að það er
eins í öllum dæmunum að framan: sterkir
hópar reyna að skjóta sér undan kostnaði
og varpa honum yfir á aðra. Það er eðli-
legt, en þá ríður á því, að ríkisvaldið veiti
sérhagsmunahópunum viðnám og standi
heldur vörð um hag hinna, sem höllum
fæti standa.
Lág laun
Og þá kemur lokaspurningin: hvers
vegna er Island orðið að láglaunalandi,
þannig að ríkisstjórnin er farin að auglýsa
Island erlendis sem einhvers konar „lág-
launaparadís" handa erlendum fjár-
festurn, sbr. nýlegan landkynningar-
bækling frá iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytinu?
Þetta stafar af því, að miklir, en þröngir,
hagsmunir eru bundnir við óbrey tt ástand
íefnahagslífinu. Sterköfl standafastgegn
þeim efnahags- og stjórnskipunar-
umbótum, sem þjóðin þarf á að halda til
að snúa vörn í sókn. Þessi öfl ráða ennþá
lögum og lofum í þremur stærstu stjórn-
málaflokkum landsins og í banka- og fj ár-
málakerfinu og þá um leið í atvinnulífinu
að verulegu leyti, en þau hafa þó smám
saman verið að missa tökin annars staðar
í þjóðfélaginu, einkum í fjölmiðla-
heiminum og meðal menntamanna. Þessi
öfl verða brotin á bak aftur fyrr eða síðar,
en hætt er við því, að þau eigi eftir að
kallaenn meiri fátæktyfirfólkið ílandinu
frarn að því.
Höfimdur er prófessor við Háskóla
Islands
------♦----♦----♦------
Svartsýnir Ungverjar
I könnun sem gerð var meðal al-
mennings í Ungverjalandi í haust kom
fram að þrált fyrir að þeirhafi haft nokkurt
forskot á aðra Austur-Evrópubúa þegar
alræði kommúnista lauk, þá eru þeir
brúnaþungir þegar efnahagsmál ber á
góma. Þeir spá 33% verðbólgu og búast
við því að milli níu og tíu ár líði áður en
lífskjör batna.
3