Vísbending - 07.12.1995, Qupperneq 3
hafi þess tíunda, kemur aldrei til með að
greiða sín námslán til baka að fullu vegna
þeirra reglna sem giltu um endurgreiðslur
lánanna á þessum tíma. Eins og áður er
minnst á var endurgreiðslutíminn 40 ár í
námslánakerfinu á árunum 1982-1992
og tekjutengt greiðsluhlutfall 3,75% af
útsvarsstofni. I raun þýðir þetta að þeir
semtókuhærri lán enu.þ.b.3m.kr. rnunu
aldrei greiða viðbótina því árlegar af-
borganirm.v. 3,75% endurgreiðsluhlut-
fall og meðaltekjur duga ekki fyrir hærri
upphæð á 40 árum. Þeir sem fengu hæstu
námslánin á þessum tíma, einkum þeir
sem stunduðu dýrt framhaldsnám
erlendis, fengu því ríflega námsstyrki frá
ríkinu. Dæmi eru um að námsmaður hafi
fengið tæplega 15 m.kr. námslán og er
einfalt að reikna hversu stóran hluta ríkið
ber af kostnaði við framhaldsnám hans.
Rúmar lánsheimildir ásamt illa
ígrunduðum reglum um endurgreiðslur
námslána skýra að langstærstunr hluta
þá 6,3 ma.kr. sem LÍN hefur lagt til hliðar
í bókhaldi sínu. Mynd 2 segir rneira en
rnörg orð um þetta, en þar er sýnd heildar-
fjárbinding í lánum til einstaklinga sem
skulda meira en 3 m.kr. hjáLánasjóðnum,
flokkuð eftir fæðingarári lántakenda.
Hinhliðin
NýfjárhagsúttektRíkisendurskoðunar
sýnir glöggt að brey tingarnar sem gerðar
voru á lögum um LIN og úthlutunar-
reglum á árinu 1992 hafa dregið veru-
lega úr kostnaði ríkissjóðs af námslána-
kerfinu. Kemur þar bæði til að láns-
heimildir eru nú þrengri en áður og lán
skila sérmun hraðar til baka vegna hertra
endurgreiðsluákvæða. Aðþessu leyti má
segja að markmið löggjafans með
breytingunum hafi náðst.
Hin hliðin á málinu, þ.e. sú er snýr að
námsmönnum, er þó öllu dekkri. Þeim er
nú gert að greiða 5% af heildartekjum
sínum til greiðslu afborgana af náms-
lánum sínum, einungis tvei mur árum eftir
námslok. Eftir sjö ár frá námslokum
hækkar hlutfallið s vo í 7% þar til lán hafa
verið greidd að fullu. Ofanritaður benti á
í áðurnefndri grein sinni í Vísbendingu
að sé miðað við algengar ráðstöfunar-
tekjur háskólafólks að námi loknu getur
greiðslubyrði numið 6-10% eftir fjöl-
skyldugerðum þegar endurgreiðslu-
byrðin hefur náð hámarki. Svo þung
greiðslubyrði geturhæglegaleitt til veru-
legrar aukningar vanskila hjá Lána-
sjóðnum á næstu árum og þá einkum hjá
fólki sem leggur í íbúðarkaup að námi
loknu. Að óbreyttu gæti núverandi bali
því orðið skamm vinnur. Þetta ætti að vera
stjórnvöldum enn meiri hvatning en ella
til að gera róttækar breytingar á núver-
andi endurgreiðsluákvæðum Lánasjóðs-
laganna.
Höfundur er hagfrœðingur
Fullar bætur fyrir
fjártjón
Jón Steinar Gunnlaugsson
Vi'sbending mun vera tímarit sem
vill láta taka sig alvarlega.
Hefur það, eftir því sem best er
vitað, leitast við að birta greinar um þj óð-
félagsmál, sem fyrst og fremst eru
skrifaðar á fræðilegum forsendum, þó að
þar sé ekki forðast að birta skoðanir á
umdeildum málefnum. Slíka útgáfu hefur
lengst af vantað á Islandi og er það því
fagnaðarefni að forkólfar þessa tímarits
skuli vilja halda henni úti. En útgáfa af
þessu tagi krefst agaðra vinnubragða. Sé
þeim ekki beitt, er viðbúið að tiltrúin,
sem tímaritið þarfnast, hverfi sem dögg
fyrir sólu.
A forsíðu 45. tbl. 1995 birlist grein sem
er fjarri því að uppfylla ofangreindar
kröfur. Þar er tjallað um tillögur Gunn-
laugs Claessen hæstaréttardómara og
Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns
unt breytingar á skaðabótalögum nr. 50/
1993 með þeim hætti að furðu vekur.
A.m.k. er ljóst að grein þessi er ekki til
þess fallin að skoðast sem framlag til al-
varlegra umræðna um skaðabótarétt. Til-
lögunum er þama fundið flest til foráttu
en þó það helst, að iðgjöld í bíla-
tryggingum muni hækka ef lögunum
verði breytt á þann hátt, sem tillögumar
ráðgera. Eg sé ástæðu til að gera hér á
eftir nokkrar athugasemdir við greinina
og óska eftir að útgefendur tímaritsins
birti lilskrifið.
1. Það er meginatriði í skaðabótarétti,
að sá maður sem fyrir tjóni verður, með
þeim hætti að annar aðili beri skaðabóta-
ábyrgð á tjóninu, fái allt fjártjón sitt bætt.
Verkefni löggjafar, sem fjallar um bætur
fyrir líkamstjón á hendur skaðabóta-
sky Idum aðila, er því að ákveða h vað þurfi
til að koma til að um fullar íjártjónsbætur
verði að ræða. Þar skipta hugleiðingar
um iðgjöld í vátryggingum engu máli.
Þeir sem vilja mótmæla lagareglu um
fullar bætur fyrir fjártjón með því að vá-
tryggingaiðgjöld á sviði ábyrgðar-
trygginga muni hækka við lögleiðingu
slíkrar reglu, eru í reynd að krefjast þess,
að tjónþolar niðurgreiði iðgjöld með hluta
af tjónbótum sínum. Það er því nauðsyn-
legt að sleppa alveg vangaveltum um fjár-
hæð vátryggingaiðgjaldaþegarfjallaðer
umefnisreglurískaðabótarétti. Almenn-
ar skaðabótareglur eiga ekki bara við
kröfur sem vátryggingafélög ábyrgjast,
heldur skaðabólakröíur almennt.
2. Hugleiðingar Vísbendingar um að
vátry ggingaiðgjöld muni þurfa að hækka
eru ekki heldur efnislega sannfærandi.
Minnl skal á, að með hinum nýju skaða-
bótalögum voru tekin upp svokölluð fjár-
hagsleg örorkumöt, þar sem lagður skyldi
haldbetri mælikvarði en áður á örorku-
ÍSBENDING
tjón. Þó að það sé rétt sem fram kemur í
grein Vísbendingar, að lítil reynsla sé
komin á lögin, er engu að síður ljóst af
störfum örorkunefndar fram til þessa, að
örorkan lækkar verulega í fjöldanum
öllum af smærri málunum. Mín tilfinning
er, að sú lækkun muni vega mun þyngra
í heildardæminu en sú hækkun bóta sem
felst í tillögunum um breytingu á skaða-
bótalögunum. Að auki skal minnt á að
iðgjöld í bílatryggingum lækkuðu ekkert,
þó að skaðabætur til tjónþolanna væru
stórlega lækkaðar, fy rst með svonefndum
verklagsreglum vátryggingafélaga í
nóvember 1991 og síðan með gildistöku
skaðabótalaganna á árinu 1993. Það er
skrýtið af talnakunnugum mönnum að
birta útreikninga á hækkun iðgjalda á
þeimi grundvelli sem hér um ræðir.
3.1 málflutningi V ísbendingar er vísað
í dönsku skaðabótalögin til stuðnings því
fyrirkomulagi á ákvörðun bótafjárhæða
sem felst í íslensku lögunum, en eins og
kunnugt er voru þau sett að danskri fy rir-
mynd. Því er hins vegar sleppt að skýra
það út fyrir lesendum tímaritsins, sem
fram kemur í skýrslu tvímenninganna,
að reiknireglur dönsku laganna eru
byggðar á þeirri forsendu að unnt sé að
hafa yfir 15% raunvexti af tjónbótum
vegna framtíðartjóns. Byggðist hin
danska lagasetning á sínum tíma á
ruglingi milli nafnvaxta og raunvaxta,
sem við Islendingar teljum okkur fyrir
nokkru hafa skilið að ekki væri það sama
á verðbólgutímum. Vísbending hefur
áreiðanlega haft spurnir af því. Dönsku
reglurnar hafa hlotið verðskuldaða gagn-
rýni af þessum sökum þar í landi.
4. Sú aðferð sem tillögur Gunnlaugs
og Gests byggist á við útreikning fram-
tíðartjóns er sú sama og notuð er í rétti
allra Evrópuríkja, að Danmörku undan-
skilinni. Þessar aðferðir eru í grein Vís-
bendingar taldar „ekki endilega í sam-
ræmi við raunveruleikann“. Um þetta er
ekki annað að segja en að þessar aðferðir
fela í sér eins góða útreikninga á fjártjóni
vegna örorku og menn hafa talið unnl að
gera. Fyrir því öllu er gerð góð grein í
skýrslu tvímenninganna. Það er ekki
heldur nein tilviljun að þessar aðferðir
skuli notaðar um gjörvalla Evrópu.
Nokkuð skortir á, svo ekki sé meira sagt,
að baráttuglöðum V ísbendingarmönnum
takist að hrekja réttmæti þessara aðferða.
í grein Vísbendingar eru fleiri atriði
sem ástæða er til að finna að. Því verður
þó sleppt að sinni, enda verður varla talið
að blaðið sé heppilegur vettvangur fyrir
fræðilegar umræður um efni skaðabóta-
réttar á þessu sviði, svo sem blaðið hefur
tekið á rnálinu. Efni greinarinnar er með
þeim hætti að maður gæti haldið að hún
væri skrifuð af fyrirsvarsmönnum vá-
tryggingafélaga, sem ólmir vilja koma í
veg fyrir nauðsy nlegar brey tingar á skaða-
bótalögunum. Ef maður vissi ekki betur.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
3