Vísbending


Vísbending - 25.01.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.01.1996, Blaðsíða 1
ISBENDING 25. janúar 1996 Viku Til bjargar heilbrigðis- kerfinu Almannatryggingakeyfið hefur fest sig í sessi hér a landi og nær allir telja að á samfélaginu hvíli sú skylda að tryggja sjúkum lág- marksþjónustu. Þessu sjónarmiði hefur hins vegar verið snúið þannig við að allir eigi kröfu á allri sjúkraþjónustu fráríkinu. Þannig getur fílhraustur maður, sem verður misdægurt, fengið þjónustu, niðurgreidda af ríkinu, á heilsugæslu- stöðvum sem reknar eru af því opinbera. Hér hefur slegið saman hugmyndum. I þessari grein verður rakið hvernig gera má úrbætur á þessu sviði þannig að fjár- munir nýtist betur og tryggð verði eðli- leg verkaskipting. I stuttu máli er með- alið einfalt; markaðskerfið kemur til bjargar eins og annars staðar í nútíma hagkerf i. Félagslega kerfið sér hi ns vegar um þá efnaminnstu. í upphafi var iðgjald Hérálandi byggirheilbrigðiskerfið í raun ekki lengur á tryggingum. Því er rétt að rifja upp umræður við upphaf al- mannatrygginga. Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, segirí Andvaraárið 1917: „En hvernig á þá að forða þeim mönnum, sem vegna elli, veikinda, slysa eða atvinnuskorts ekki geta séð sér far- borða, frá því að komast í þau kjör, að þeir þurfi að lenda á sveitinni? Það er þetta hlutverk, sem alþýðutryggingunum er ætlað að leysa. Eins og allar válryggingar byggjast alþýðutryggingamar á félagsskap þeirra, sem sama hættan vofir yfir, um það að bera í sameiningu tjón það, sem einhver þeirra verður fyrir.“ Upphafsmenn almannatrygginga litu einmitt á þær sem tryggingar, þar sem eðlilegt væri að menn greiddu iðgjald. Eftir því sem tryggingarnar urðu víð- tækari og voru farnar að greiða fyrir rneiri þjónustu varð iðgjald á mann orðið svo hátt að menn vildu fremur innheimta það í gegnum skattakerfið. En af þessari stuttu tilvitnun má einnig ráða að í upphafi var það alls ekki hugmynd manna að greitt og efnahagsmál yrði fyrir hvert smátilvik sem upp kynni að korna heldur einungis stóráföll. Upp- hafsmenn almannatrygginga hefðu talið það sjálfsagt að menn greiddu sjálfir fyrir sjúkravitjun og minni háttarlæknismeð- ferð. Niðurgreiðsla á hverju samtali við lækni, eins og nú tíðkast, erfjarri því sem stefnt var að. Hagfræðinemar á fyrsta námsári læra að niðurgreiðslur af þessu tagi valdahærraheildarverði en ella. Að- eins hluti af niðurgreiðslunni verður til þess að lækka verð til sjúklinga, hitt fer til lækna, m.a. vegna þess að eftirspurn verður óeðlilega mikil. Það yrði strax til þess að minnka heildarkostnað við heilbrigðiskerfið ef h ver eins takl i ngur þy rfti að bera að ful I u allan heilbrigðiskostnað upp að ákveðnu marki, til dæmis 50 þúsund krónum. Þannig væru almannatryggingar eins konar kaskótry ggingar með sj álfsáhættu. Viðbúið er að einhverjir lelji að slíkur kostnaður sé ósanngjarn og mismuni mönnum eftir efnahag. Það gildir hins vegar um svo margt annað. Enn dettur engum í hug að matur eigi að vera ókeypis, þótt vissulega sé hann öllum lífsnauðsyn. Vísitölufjölskyldan eyðir hundruðum þúsunda árlega í rekstur bif- reiða. Er henni vorkunn að eyða nokkrum tugum þúsunda í eigin heilsu? Þeir sem verst eru staddir hafa alltaf öryggisnet félagsmálastofnana. Meginmáli skiptir að skilið sé milli almannatrygginga, sem skilgreina jafnan rétt allra líkt og bifreiða- eða heimilistryggingar, og félagslegrar hjálpar fyrir þá sem minnst efni hafa. Skiljum Tryggingastofnun fráheilbrigðisráðuneytinu Sjúkrahús eru flest rekin af ríkinu með þeim hætti að þau fá ákveðna íjárhæð sem duga á fyrir rekstrinum í heild. Ekki er um hagnað að að ræða, því ef einhver stendur sig vel og eyðir ekki öllu því fé sem hann fær úthlutað, þá er skorið niður við fjárlög næsta árs. I öðrum greinum í blaðinu er rakið hversu fráleitt það er að ríkið þurfi að reka alla spítala og að ekki sé greitt fyrir hvert einstakt læknisverk eða aðgerð. Raunar er ríkið með tvenns konar fyrir- komulag í heilbrigðismálum: Annars vegar almenna kerfið sem rekið er beint á fjárlögum og hins vegar Trygginga- stofnun ríkisins, sem kaupir vöru og þjónustu af ýmsum aðilum með einka- rekstur, til dæmis læknum, lyfsölum og erlendum sjúkrahúsum. Ekki er til nein verðskrá um mörg læknisverk sem eru 4. tbl. 14. árg. unnin á spítölum eða heilsugæslu- stöðvum. Því er óhægt urn vik um hagræðingu og samkeppni lítil sem engin. Það sem verra er; þetta tvöfalda kerfi býður beinlínis upp á óhagræði eins og eftirfarandi dæmi sýnir: Yfirstjórn sjúkrahúsagetur „í hagræð- ingarskyni“ látið hætta að gera ákveðnar aðgerðir og þess í stað látið Trygginga- stofnun greiða fyrir þær erlendis, þar sem við bætast fargjöld og oft kostnaður vegna fylgdarmanns. Hér tapa allir; sjúkrahúsið þarfkannski að segjauppfærumlæknum, sj úklingurinn verður fyrir óþægindum og ríkið greiðir meira. Nær væri að stíga skrefið til fulls og skilja á milli umsjónar með sjúkra- þjónustu og kaupa á henni. Þá sæi heil- brigðisráðuneyti um þann þátt heil- brigðismála sem yrði á hendi ríkisins, en tryggingaráðuneyti, með Trygginga- stofnun sem kjarna, skilgreindi hver þjónustan ætti að vera og hve mikið væri greitt fyrir hana. I tengslum við þessa breytingu ermikil- vægt að endurvekja tryggingahugtakið í heilbrigðiskerfinu. Mjög mikilvægt er að iðgjöld verði endurvakin í trygginga- kerfinu og skattar lækkaðir sem þeim nemur. Þá gera ney tendur sér betur grein fyrir því að öll þjónusta kostar eitthvað og það er almenningi í hag að hún sé rekin með sem hagkvæmustum hætti. Dýrustu sjúkrahúsin lognast út af eða taka sig á með hagræðingu og ef til vill sér- hæfingu. Ekki verður þörf á miðstýrðum ákvörðunum um það hvar á landinu eigi að kaupa næsta lækningatæki eins og heyrst hefur í umræðum um ómsjá í fjöl- miðlum. Biðraðir hyrfu fljótt ef einstaklingar fengju að greiða fyrir að lappa upp á sjálfa sig, líkt og þeir mega greiða fyrir viðgerð á bílnum sínum. Það kann vel að vera að einhver svið lækninga séu svo sérhæfð að íslenskur markaður sé of srnár fyrir samkeppni. Markaðs- lögmálin myndu á skömmum tíma stór- bæta þjónustuna og lækka kostnað. Efni blaðsins Að þessu sinni er Vísbending helguð heilbrigðismálum. I heilbrigðis- og tryggingamál setur ríkið um 40% af fjárlögum, rúmlega 10% af VLF. Þjóðin eldist og lækniskoslnaður hækkar. Á forsíðu er fjallað um endurvakið iðgjaldakerfi. Bolli Héðinsson, hagfræð- ingur, vill breyta greiðslumfyrir lœknis- verk á sjúkrahúsum. Páll Torfi Onund- arson, læknir, leggur til að einkarekstur lœkna taki við af ríkisrekstri. V______________ __________________J

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.