Vísbending


Vísbending - 25.01.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 25.01.1996, Blaðsíða 2
ISBENDING Dæmi um kostnaðarútreikning: Kostn. við einfalda hálskirtlatöku. Háls-, nefog eyrnalæknir. Viðtal (n. k. „startgjald") Teknir hálskirtlar Samtals: Svæfingalæknir. Viðtal („startgjald") Svæfing við kirtlatöku Samtals: 9,5 ein. (kódi: 1-11) 50.0 ein. (kódi: 4-13-2) 59,5 ein. áI35,-kr.: 8.033 kr. Hlutur sjúklings: 3.933 kr. GreiðslaTryggingastofnunar: 4.100 kr. Samtals: 8.033 kr. 9,0 ein. (kódi: 1-27) 50.0 ein. (kódi: 4-13-2) 59,0 ein. á 135,- kr.: Hlutursjúklings: Greiðsla T ry ggingastofnunar Samtals: Samtals kostnaður við hálskirtlatöku: þ.a. hluli sjúklings: 7.965 kr. 3.906 kr. 4.059 kr. 7.965 kr. 15.998 kr. 7.839 kr. Minni afköst - meiri hagnaður. Þversagnir úr rekstri sjúkrahúsa Bolli Héðinsson Rekstur íslenskra sjúkrahúsa er einstakur þegar notaðir eru venjulegir mælikvarðar um frammistöðu og venjulegt mat á árangri af starfi. Því minna sem þau afkasta, þeim mun betri afkomu sýna þau. Astæðuna má rekja til þess að árangur af starfi sjúkrahúsa er ekki áþreifanlegur með sama hætti og annarra fyrirtækja eða stofnana, heldur verður að beita til þess öðrum aðferðum og sértækari. Þessi þver- sögn, sem þætti óásættanleg í öllum venjulegum rekstri, er afleiðing þess að spítalarnir, sem stjórnunarlegar heildir, lúta ekki almennum rekstrarlögmálum um tekjur, mannahald, forgangsröðun verkefna, tækjakaupog aðra fjárfestingu. Ástæðan fyrir því að þetta er látið viðgangast er að erfitt er að benda á nei- kvæðar afleiðingar af minnkandi af- köstum, á meðan öllu því er sinnt sem talið er brýnt, en annað situr á hakanum. Árlegar lokanir sjúkrahúsdeilda, tog- streita um fjármagn og sjónarspil stjórn- enda spítalanna, þar sem mis- viðkvæmum sjúklingahópum er beitt í baráttunni við fjárveitingavaldið, eru orðnir árlegir viðburðir sem þjóðin er þ ví miður farin að líta á sem eðlilegt ástand. Breytt rekstrarfyrirkomulag spítalanna í þá átt, sem verður lýst hér á eftir, út- heimtir nýja og framandi hugsun. Almenn sátt er um að efnahagslegt og þjóðfélagslegt réttlæti eigi að gilda um heilbrigðisþjónustu ,en þaðer óháðþví hver sér um reksturinn. Þannig er ekkert sem mælir gegn því að félög í eigu einka- aðila, sveitarfélagaeðalíknarfélaga reki sjúkrahús, því þjóðfélagslegu jafnrétti er fullnægt með því að opinber stofnun, fjármögnuð af almannafé (sjúkrasamlög eða tryggingastofnun/stofnanir), kaupir aðgerðir og aðhlynningu af sjúkra- stofnunum. Samningar um verð á þjónustu Svo sem sjá má á meðfylgjandi töflu þágreiðirT ryggingastofnun ríkisins, m.v. gildandi samninga stofnunarinnar við Læknafélag Reykjavíkur, rétt um helming þess sem það raunverulega kostar að láta fjarlægja hálskirtla. I einingafjölda þeim sem læknunum er greiddur eru innifalin laun, efni og áhöld, afnotafhúsnæði o.s. frv. Greiðslan gerir ráð fyrir launum til læknanna og þess starfsfólks sem þeir þurfa síðan sjálfir að greiða laun til, s.s. hjúkrunarfræðinga, starfsmanna í móttöku, sjúkraliða o.fl. Með greiðslum fyrir áhaldanotkun eru reiknaðar inn afskriftir (þó það sé ekki tilgreint sérstaklega í töflunni) sem gera lækninum kleift að ákveða sjálfur hvort og þá hvenær hann endurnýjar eigin tækjakost og hvernig hann fjármagnar hann. Taflan sýnir að til er metinn, út- reiknaður einingafjöldi við kirtlatöku þannig að umfang slíkra læknisverka er þekkt og ekkert sem mælir gegn því að slíkur samningur yrði jafnframt gerður við sjúkrahús. Tryggingastofnun gerir nú samninga við fjölda heilbrigðisstétta um verkefni sem þeim er falið að sinna á eigin stofum. Hin nýja og framandi hugsun á þessum vettvangi gerir ráð fyrir því að ekki þurfi endilega að semja við einstaklinga í viðkomandi heilbrigðis- stéttum eða samtök þeirra, heldur megi allt eins semja við fyrirtæki sem hafa verið stofnuð í því skyni að veita þá þjónustu sem Tryggingastofnun vill kaupa. Af þeim stéttum, sem Trygginga- stofnun semur við, eru sérfræðilæknar í flestum tilvikum jafnframt starfandi sjúkrahússlæknar sem þiggja því laun sín fráríkinu áa.m.k. tveimur stöðum. Sögu- leg skýring þessa fyrirkomulags á vafa- laust rætur að rekja til þess tíma er hörg- ull var á sérfræði læknum og kraftar þei rra nýttust betur með slíkri skiptingu. Því er ekki til að dreifa lengur. Eftirlit með framkvæmd Veiki hlekkurinn við að taka upp það kerfi við fjármögnun sjúkrahúsa sem hér um ræðir er eftirlitshlutinn, þ.e. hvemig hagá eigi eftirliti kaupanda þjónustunnar með því hvað gert er við hvem sjúkling og síðan hvað verið er að innheimta gjald fyrir. T.d. hvort verið sé að misnota taxla með þ ví að rannsaka atriði sem ekki getur lalist eðlilegt að rannsaka m. v. sjúkdóms- ástand sjúklingsins. Gildir þetta jafnt hvort sem um er að ræða fjármögnun sjúkrahúsa eða þær greiðslur sem nú eru inntar af hendi lil sérfræðilækna. Þetta hefur verið vandamál stofnana sem sambærilegar eru Try ggingastofnun ríkisins um heim allan og við því hefur verið brugðist með ýmsumhætti. I Noregi hafa menn reynt að setja málin í ákveðinn, umsaminn farveg með reglubundnu eftir- liti samningsaðila og skyndiskoðunum. Eftirlit þar hefur leitt til endurkröfu of- greiddrar þjónustu af hálfu norsku trygginganna og í öfgafyllstu tilvikunum leitt til málsóknar. Þetta eru reyndar allt kunnar aðferðir frá Tryggingastofnun ríkisins en ljóst er að þær þyrfti að nota með ákveðnari hætti og í stærri stíl með fjármagni og mannskap sem slíkt út- heimtir. Skilningur hefur verið að aukast á því, að þær rekstrarlegu forsendur sem ís- lenskum sjúkrahúsum er boðið upp á standastekki einföldustu kröfur nútíma- legrar stjórnunar. Á meðan ríkissjóður ábyrgist rekstur spítalanna í einni eða annarri mynd, eða sjúkrahúsum er ekki gert kleift að bæta afkomu sína með hagræðingu, þá er hvatinn til hagræðingar til muna minni en ella. Ein- föld grundvallaratriði almenns rekstrar gilda um sjúkrahús. Til að svo geti orðið, verður verðlagningin á þeim verkum sem þar eru unnin að vera klár, svo fyrir þau megi greiða. Sá ætti einn að vera hlutur ríkisins í sjúkratryggingum. Höfundur er hagfrœðingur og formaður tryggingaráðs 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.