Vísbending


Vísbending - 01.02.1996, Síða 1

Vísbending - 01.02.1996, Síða 1
ISBENDING 1. febrúar 1996 Viku r i t u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 5. tbl. 14. árg. Fólks- fækkun af góðærum? / slendingum hefur fjölgað ár frá ári í meira en heila öld. A fyrri öldum fækkaði þjóðinni oft vegna hallæra og til skamms tíma þekkti hvert manns- bam svartadauða, stórubólu og móðu- harðindi sem ógnvænlegavágesti. Síðast fækkaði fólki hér á landi vegna fólks- flutningatil Ameríku seint á 19. öld. Eftir það jókst mannfjöldi og með vaxandi hraða þar til aukningin varð mest á eftir- stríðsárunum 1945-’60. Þá breyttist fólksfjölgunarferillinn nokkuð. A máli stærðfræðinga breyttist hann úr veldis- falli í línulegan feril. Hagstofan birti ný- lega bráðabirgðatölur um mannfjölda 1. desember 1995. Þær gefatil kynna að nú styttist í það að þjóðin hafi náð hámarks- stærð. Það er j afnvel hugsanlegt að fólks- flutningar úr landi valdi því að fremur fækki en fjölgi einhvern tíma á næstunni. Jafnframt sýna þær svo ekki verður um villst að víða á landsbyggðinni, einkum á Vestfjörðum, fækkar fólki með þeim hraða að til landauðnar horfir. Mannfjöldaspár Vísbending hefur notað mannfjölda- líkan sem byggir á því að fjöldi barna á hverja konu sé rétt rúmlega 2,0 að með- altali. Þetta er í samræmi við reynslu undangenginna áraen þó hefurfæðingar- tíðnin sífellt farið lækkandi. Á Vestur- löndum er nú svo komið að ef ekki kæmu til fólksflutningar frá löndum þriðja heimsins þá myndi fólki fækka þegar til lengdar lætur. Á árinu 1995 var fæðingar- tíðni nákvæmlega 2,0 aðjafnaði áíslandi og myndi hún þannig nægja til þess að viðhalda jafnstórum kynslóðum í fram- tíðinni og nú eru. Aukið langlífi og fjölmennar kynslóðir miðaldra fólks verða hins vegar til þess að enn mun nokkur tími líða þar til jafnvægi næst milli fæðinga og dauðsfalla. 1 fyrra fæddust um 4.300 börn og til landsins flytja urn 3.000 rnanns. Á móti kemur að 1.900 deyja og 4.400 flytja úr landi. Að- eins tvisvar áður í íslandssögunni hefur viðlíka fjöldi flutt úr landi: Á árunum 1969-’70, þegar mönnum buðust störf í skipasmíðaiðnaði í Svíþjóð og árið 1887 þegar hvað mestur áróður var rekinn fyrir Ameríkuferðum. Að vísu máekki leggja allt of mikið upp úr tölum um aðflutta og brottflutta því stór hluti þeirra er náms- fólk og aðstæður þeirra kunna að vera alls óháðar efnahagsástandi og öðrum þeim þáttum sem almennt hafa áhrif á fólksflutninga. Á myndinni hér að ofan sést hvernig mannfjöldinn hefur þróast og þar kemur einnig fram spá Vís- bendingar næstu 25 árin. Árið 2020 væri fjöldinn orðinn 320 þúsund. Einnig er sýndur ferlill sem gefur til ky nna þróunina ef 500 flytja úr landi umfram aðflutta á ári hverju næstu 25 ár. Seinni ferillinn er áhyggjuefni. Samkvæmt honum fjölgar íslendingum ekki nema um 1.600 árlega að meðaltali næstu 25 árin. Það er ekki bara að með þessu móti sé stutt í fækkun landsmanna heldur skekkjast líka öll hlutföll í aldursdreifingu. Þeir sem flytja utan eru oft ungir og vel menntaðir. Þjóðin missir efnilegt fólk sem hefði getað staðið undir batnandi lífskjörum en eflir sitja gamalmenni. Víst hljómar þetta sent hrakspá en engu að síður er það stað- reynd að það færist sífellt í vöxt að ís- lenskir námsmenn setjist að erlendis að Efni blaðsins I forsíðugrein er fjallað um nýjar tölur Hagstofunnar urn mannfjölda 1. desem- ber síðastliðinn. Þær verða tilefni til spár um fólksfjölda næstu 25 árin. Flulningur á höfuðborgarsvæðið heldur áfrarn en flulningur úr landi er umhugsunarefni. Dr. PéturH. Blöndal, stærðfræðingur, bendir á það að breyttar neysluvenjur leiði til þess að vísitölur ofmeti verð- bólgu. Hann skýrir þetta með ímyndaðri framfœrsluvísitölu katta. Þórður Þórðarson, héraðsdómslög- maður, útskýrir fjölbankasamninga, kosti þeirra, undirbúning og framkvæmd. Skipting íslendinga milli lundshluta 1910-2020 2020 2005 1995 1980 1970 1950 1910 Höfuðborgarsvæði 66,1% 62,3% 59,2% 53,1% 53,4% 45,5% 17,6% Reykjavík 41,7% 40,2% 38,9% 36,5% 39,9% 39,1% 13,6% Suðumes 5,9% 5,9% 5,8% 5,8% 5,2% 3,5% 3,0% Vesturland 4,2% 4,8% 5,3% 6,5% 6,5% 6,9% 12,1% Vestfirðir 2,0% 2,8% 3,4% 4,6% 4,9% 7,8% 15,7% Norðurland vestra 2,8% 3,4% 3,8% 4,6% 4,8% 7,1% 10,6% Norðurland eystra 8,4% 9,2% 10,0% 11,2% 10,9% 12,8% 14,0% Austurland 3,6% 4,3% 4,8% 5,6% 5,5% 6,7% 11,4% Suðurland 6,8% 7,3% 7,7% 8,6% 8,8% 9,6% 15,6% Heimild: Hagstofa íslands, 2005,2020, spá Vísbendingar

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.