Vísbending


Vísbending - 19.04.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.04.1996, Blaðsíða 1
ISBENDING 19. apríl 1996 Vi k u u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 14. tbl. 14. árg. Hvers vegna Ásta Bjarnadóttir Sigurður J. Grétarsson eir sem fremja efnahagsbrot í starfi greina sig frá öðrum af- brotamönnum að ýmsu leyti, eru iðulega virtir, menntaðir, og vel stæðir. Brot þeirra vekja því oft undrun og kalla á sérstakar skýringar. Ý mislegt í fari þess brotlega getur þá virst grunsamlegt eftir áað hyggja. Ef dagfarog starfsferill duga ekki má alltaf leita skýringa í fjölskyldu- líf hans eða æsku. Það er sem sagt auð- velt að spinna upp skýringar á afbroti eftir að upp hefur komist. En torveldara er að sjá slíka hegðun fyrir. I athugunum sálfræðinga og stjórnunarfræðinga á efnahagsbrotum er þess freistað að greina starfsumhverfi og skapgerð fólks þannig að unnt sé að fækka brolunum með forvörnum. Hér er skýrt frá nokkrum niðurstöðum slíkra at- hugana. Umhverfi sem stuðlar að efnahagsbrotum Tilfinning fyrír ójöfnuði Oft er gagnlegt að meta hegðun með það í huga að í skiptum við aðra leita flestir eftirjöfnuði eða „skiptum á sléttu". Sá sem telur afrakstur sinn ekki í sam- ræmi við vinnuframlag rey nir að rétta hlut sinn; hann rýrir framlagið eða eykur ávinning sinn eftir heiðarlegum eða óheiðarlegum leiðum. Ef heiðarlegar leiðir reynast torfærar eykst alla jafna hætta á að slóð óheiðarleikans sé valin. Ef einstakir starfsmenn geta aukið ágóða vinnuveitanda svo um munar, til dæmis með sölu eða gerð samninga, en hljótaþó ekki sérstakaumbun fyrir, kann þeim sem skara framúr að þykja hlut- fallið milli ávinningsins og framlags óhagstætt. Til að fyrirbyggja það getur verið gagnlegt að tengja laun við frammi- stöðu. Þó er rétt að athuga að sé afkoma og frami starfsmanns algerlega háð tölu- legum vísbendingum um starfsárangur freistast hann frekar en ella til að beita blekkingum til að hagræða slíkum tölum sér í hag (Croall, 1989). Slík hætta er brjóta menn ; vitaskuld mest ef erfitt er að fylgj ast með starfsmanninum. Til að fyrirbyggja misferli vegna meints ój afnaðar þurfa stjórnendur því að þekkj a tilfinningar starfsmanna í garð fyrir- tækisins, veita þeim upplýsingar um af- komu þess og útskýra aðgerðir eins og launafrystingu eða aukið vinnuálag. Ef slíkar aðgerðir eru skýrðar áður en þær hafa áhrif minnka líkur á að þær raski tilfinningu starfsmanna fyrir jöfnuði. Greenberg (1990) greinir frá rannsókn þar sem laun starfsmanna í verksmiðju voru lækkuð tímabundið án viðhlítandi skýringa. Þjófnaður af hálfu starfsmanna jókst þá til muna en minnkaði svo aftur þegar laun voru hækkuð á ný. Andrúmsloft og viðhoif á vinnustað Fyrirmyndir og andrúmsloft á vinnu- stað hafa mikil áhrif. Trúi starfsmenn því að yfirmenn fari frjálslega með reglur eða fjármuni eykstmisferli. Starfsmanni sem hneigist til óheiðarleika virðist þá áhætta lítil og svikréttlætanleg. Starfsmenn sem játa misferli á vinnustað telja iðulega að yfir- og samstarfsmenn stundi sömu hegðun (Kamp og Brooks, 1991). Oljóst er þó h vort slíkt mat sé raunhæft cða eins konar tilraun til að réttlæta eigin gerðir. Ef óheiðarleiki hefur grafið unt sig getur reynst erfitt að uppræta hann. Nýir starfsmenn tileinka sér slæma siði eins og annað sem fyrir þeim er haft og sá sem streitist á móti er litinn hornauga. Til að vinna gegn óheiðarleika verða stjórn- endur að gefa skýrt til ky nna hvað sé við- unandi og hvað ekki. Eigi slík boð að hafa áhrif þarf að miðla þeim oft og stað- fastlega og fylgja eftir með viðurlögum við misferli sem gilda jafnt um alla. Ennfremur er mikilvægt að stjórnendur sýni gott fordæmi. Murphy (1993) bendir á að eigendur, sem láta í það skína að beita þurfi óheiðarlegum viðskipla- háttum til þess að reksturinn beri sig, stuðla að afbrotum starfsmanna, bæði til að draga sér og fyrirtækinu fé. Loks má nefna að fullkomnunarkrafa í lyrirtæki - þannig að starfsmaður sem gert hefur mistök getur ekki leilað að- stoðar nema stofna starfsöryggi sínu í voða - getur knúið starfsmann til refsi- verðar hegðunar til að breiða yfir mistök (Murphy, 1993). sér í starfi? Stuðla tiltekin persónuein- kenni að efnahagsbrotum? Oheiðarleg hegðun erekki tiltakanlega algeng, jafnvel við þær aðstæður sem að ofan er lýst. Og sumir brjóta af sér þó starfsumhverfi sé í besta lagi. Það bendir til þess að að einhverju leyti ætti að vera hægt að finna skýringu á misferli í einstaklingunum sjálfum, persónulegum aðstæðum þeirra eða persónugerð. Persónulegar aðstœður Rökrétt virðist að þeir sem eiga í fjár- hagskröggum, leiðist frekar en aðrir út í fjárdrátt. Þetta virðist þó ekki vera raunin. Ýfirgripsmikil könnun sem gerð var í Bandaríkjunum snemma á síðasta ára- tug bendir til þess að lágar fjölskyldu- tekjur eða fjárhagsáhyggjur starfsmanna tengist ekki auknum líkum á fjárdrætti (Hollinger og Clark, 1983). Persónuleikaeinkenni Dæmi um vandaða rannsókn á persónuleika þeirra sem brjóta af sér í starfi er rannsókn Collins og Schmidt (1993). Hún fól í sér ítarlegt mat á persónuleika og fortíð 365 dærndra efna- hagsbrotamanna í Bandaríkj unum og þeir bornir saman við heiðarlega menn sem gegndu s vipuðum stöðum og hinir höfðu gert. Unnt var að greina milli hópanna Efni blaðsins Siðleysi í viðskiptum er aðalefni Vís- bendingar að þessu sinni. Það þekkist í ýmsum myndum. I forsíðugrein fjalla þau Asta Bjarnadóttir og Sigurður J. Grétarsson umsálfrœðilegarskýringará hvítflihba- glœpum. Einnig koma þau að því hvort hægt sé að spá fyrir um slík afbrot og koma í veg fyrir þau. Guðmundur Haukur Frímannsson skril’ar urn siðleysi í viðskiptum. Jafn- framt ljallar hann umfjórar Iwfuðdyggð- ir sem prýða ættu þásem stunda viðskipti. Loks birtast tvö bréf frá skólastjórum sem gera athugasemdir við töflu um kostnað við skólahald í síðasta blaði. V J

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.