Vísbending


Vísbending - 19.04.1996, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.04.1996, Blaðsíða 3
sumir postular þessa opinberaðir sem sið- leysingjar og lögbrjótar. Þegar svo er komið að menn í al vöru trúa því að græðgi og ágirnd séu höfuðdyggðir í viðskiptum er hætta á að enginn munur verði á við- skiptum og svartamarkaðsbraski. Stærsti munur á þessu tvennu er að um það fyrra gilda reglur, skráðar og óskráðar, en ekki um það síðara. Þegar menn fara s vo villir vegar að enginn munur verði á þessu tvennu er ástæða til að draga fram þær hugmyndir sem viðskipti hvíla á. En víkjum aftur að siðleysi í fyrra skilningnum. Því heyrist stundum haldið fram að frjáls markaður sé óháður öllum siðferðilegum viðmiðunum. Hann sé skýrt dæmi um starfsemi í mannlegu fé- lagi sem er siðlaus í þeim skilningi að siðferðileg hugtök eigi ekki við. Þegar verið sé að taka ákvörðun í fyrirtæki eða hjá einstaklingi sé engin ástæða til að huga að siðferði eða viðmiðunum af því tagi. Er þessi skoðun sennileg? Hugum að nokkrum dæmum. Mútur í alþjóðaviðskiptum getur hæglega kom ið upp að maður þurfi að greiða opi n- berum starfsmönnum fyrir að fá aðgang að markaði, fyrir að fá pappíra stimplaða eða vörur tollafgreiddar innan eðlilegs tíma. I mæltu máli eru greiðslur af þessu tagi nefndar mútur. I alþjóðlegum við- skiptaheimi hafa komið upp mál sem snúast um mútugreiðslur og er þeirra frægast sennilega Lockheed málið. En Lockheed flugvélaverksmiðjurnar greiddu á sínum tíma umtalsverðar fjár- hæðir til japanskra embættis- og stjórn- málamanna til að tryggja pöntun á flug- vélum frá japanska fíugfélaginu All NipponAirways. Þetta mútugreiðslumál hefur skaðað fjölmarga japanska stjórn- málamenn og þeir stjómendur Lockheed sem báru ábyrgð á þessum greiðslum voru einnig dæmdir fyrir tiltækið. Eg hygg að flestir gætu orðið sammála um aðmúturséuein tegund spillingarjafnvel þótt viðurkennt sé að mútur viðgangist víða í veröldinni. Spilling er ein tegund siðleysis. Það er efalaust að einhverjir íslenzkir framkvæmdamenn hafi lent í því að þurfa að greiða mútur í viðskiptum sínurn við útlönd. Flestir þeirra fara með vitneskju sína eins og mannsmorð. Fyrir því er sú einfalda ástæða að þeir gera sér grein fyrir að þetta er athæfi sem þolir ekki dags- ljós. Þeir vita að þeir hafa annað hvort farið út yfir þau mörk sem viðskiptum eru sett eða eru alveg á mörkunum. Við- skipti eru nefnilega ekki undanþegin því að vera seld undir siðferðilegar við- miðanir. Þau eru ekki siðlaus. Það er mikilvægt að átta sig á að það breytir engu um þessa staðreynd hvorl mútur eru ólöglegar eða ekki. Eg veit ekki hvort mútugreiðslur eru ólöglegar alls ISBENDING staðar þótt mútugreiðslur til íslenzkra embættismanna séu það. A Islandi er það bæði ólöglegt að bjóða og þiggja mútur. Það sem er ólöglegt er að jafnaði sið- laust, en svo þarf ekki að vera. Lög geta verið siðlaus eins og viðskipli. Það er ólöglegt að brjóta slík lög en það er ekki siðlaust. Bréf frá lesendum Tvö bréf hafa borist vegna stuttrar greinar og töflu sem birtist á baksíðu síðustu V ísbendingar. Vegna plássleysis eru bréfin örlítið stytt. Dyggðir í viðskiptum Ein leiðin til að átta sig á siðleysi er að huga að því sem telst vera löstur. Nú er það svo að ólíkar starfsgreinar efla ólíkar dyggðir með mönnum. Viðskipti eru engin undantekning frá þessu. Það liggur kannski ekki í augurn uppi hverjar eru dyggðir þeirra sem starfa í viðskiptum og ugglaust væri hægt að setja saman ólíka lista. En ég ætla að stinga upp á fjórum dyggðum: Heiðarleika, sanngirni, trausti og hörku. Það er ástæða til að fara fáeinum orðum um þær. Andslæöaheiðarleika er sviksemi eða undirferli, semeru lestir. Þaðdylstengunr sem um það hugsar hve óæskileg svik- semi er. Allirsem hafaþurft að þolaundir- ferli í samningum forðast þá sem sýna slíka breytni eins og pestina. Sanngirni er eðlilegur þáttur í sam- skiptum fólks. Andstæða hennar er yfir- gangur, rangindi eða ósanngirni. Traust er sennilega einhver rnikil- vægasta dyggð í viðskiptalífinu. Þeir sem hefur tekizt að byggja upp traust á eigin vöru eða þjónustu eru í alll annarri og betri aðstöðu en hinir sem standa ekki við sitt. Harkan er kannski misskildasta dyggðin af þessum fjórurn. Hún er ekki ofbeldi og yfirgangur, sent hún getur hæglega orðið þegar menn halda að þeir eigi að vera hörkutól. En harkabyggist á því að í viðskiptum eiga rnenn að halda fast á sínu, þeim er trúað fyrir að gæta tiltekinna hagsmuna og þeir eiga ekki að víkja frá þeim nema full ástæða sé til. Allar þessar dyggðir fljóta af eðlis- eiginleikum viðskipta. Til þess að við- skipti geti orðið þurfa tveir aðilar eða fleiri að samþykkja þau; sumir selja, aðrir kaupa. Allir sem koma að viðskiptunum þurfa að geta treyst því að þcir hafi ekki verið hlunnfarnir og varan, þjónustan eða greiðslan verði eins og um var samið. Til þessað viðskipti séueðlileg máannar aðilinn ekki vera í óeðlilega sterkri að- stöðu, til dæmis hafa einokun og geta þannig þvingað fram viðskipti. Niðurstaðan er sú að markaður er stofnun sem reist er á siðalögmálum. Það er ástæða til að glöggva sig á þeim. Höfundur er forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri og hefur doktorsprófí siðfrœði Frá skólastjóra Hólaskóla f 13. tbl. Vísbendingar er fjallað urn virði menntunarog birttaflaumrekstrar- kostnað hinna ýmsu skóla á hvern innrit- aðan nemanda 1994.Þessi samanburðar- reikningur er alrangur hvað Bænda- skólann á Hólurn varðar. Nemendur skólans geta nú lokið 4 anna námi á einu samfelldu kennsluári sem áður tók hefðbundin tvö ár. Er þetta mun ódýrara fyrir nemandann og nýtir jafn- framt betur starfskrafta og fjárfestingar skólans. Fjöldi nemenda í töflunni, 39, miðast viðnýinnritaðanemendurískólann. Alls voru 52 nemendur í fullu námi við skólann 1994. Auk þess er skólinn með nemendur frá öðrum skólurn, innlendum sem erlendum, í sérhæfðum náms- áföngunr og rannsóknaverkefnum sem hluta af þeirra námi. Aðeins að teknu til- liti til þessara atriða myndi kostnaður Hólaskóla á hvern nemanda breytast mjög verulega. Heildarkostnaður við hvern skóla er ekki aðeins það fjármagn sem veitt er til hans klippt og skorið á fjárlögum nkisins eða lokatölur í ársuppgjöri skólans heldur og hluti sameiginlegs kostnaðar við rekstur menntamálaráðuneytis, skóla- þáttur sveitarstjórna og síðast en ekki síst beinn kostnaður, fjárframlög og verð- mæti vinnu (eða launatap) nemendanna sjálfra við nárnið, sem oft gleymist í þessum talnaleikjum. Þessi kostnaður samanlagður ætti svo að deilast á brautskráða nemendur hvers skóla að teknu tilliti til einingafjölda námsins. Þá kæmu raunhæfari sarnan- burðartölur út en Vísbending leikur sér að í umræddri töflu. Þessi tafla Vísbendingarerreyndaral- veg fáránleg. Engin skil eru gerð á hvort nemendur eru í fullu námi eða hluta. Vinna þeirra sem þurfa að endurtaka námsáfanga eða falla alveg frá námi á ferlinum er líka kostnaður hvers skóla sem hlýlur að deilast á lokaafurðina, brautskráða nemendur. Við Hólaskóla er staðið að kennslu og öðru starfi af þeim metnaði að langflestir nemendur sem innritast ljúka náminu á eðlilegum tíma. Verklegt nám og starfstengt er mun dýrara en bóklegt. Því er nú sem er í menntunarmálum landsmanna. Jón Bjarnason

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.