Vísbending


Vísbending - 13.05.1996, Page 4

Vísbending - 13.05.1996, Page 4
/ V ISBENDING / \ Hagtölur Fjármagnsmarkaöur Ný lánskjaravísitala 3.471 05.96 Verðtryggð bankalán 8,7% 11.05 Óverðtr. bankalán 12,4% 11.05 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,75% 13.05 Spariskírteini, kaup (5-ára)5,75% 13.05 M3 (12 mán. breyting) 4,3% 02.96 Þingvísitala hlutabréfa 1.770 13.05 Fyrir viku 1.753 Fyrir ári 1.096 Verölag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 176,9 05.96 Veröbólga- 3 mán. 3,9% 05.96 -ár 2,8% 05.96 Vísit. neyslu - spá 177,1 06.03 (Fors.: Gengi helst 177,5 07.04 innan ±6% marka) 177,8 08.05 Launavísitala 147,4 03.96 Árshækkun- 3 mán. 16,8% 03.96 -ár 7,9% 03.96 Kaupmáttur-3 mán. 3,1% 01.96 -ár 5,7% 01.96 Skortur á vinnuafli -0,2% 01.96 fyrir ári -0,4% Atvinnuleysi 4,0% 04.96 fyrir ári 5,5% Velta sept.-okt. ’95 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1994) Velta 120 8,6% VSK samt. 7.9 1,1% Hrávörumarkaðir Vísitala verðs sjávarafurða 105,0 04.01 Mánaðar breyting -1,7% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.635 10.05 Mánaðar breyting 4,5% Sink (USD/tonn) 1.045 10.05 Mánaðar breyting 0,5% Kvótamarkaður 10.5. (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 90 540 fyrir mánuði 95 540 Ýsa 7 127 fyrir mánuði 10 127 Karfi 45 160 fyrir mánuði 40 160 Rækja 76 335 fyrir mánuði 90 335 \____________________________/ Vísbending vikunnar í 12. tbl. var sagt frá því að viðskipli á Verðbréfaþingi með hlutabréf í Skinnaiðnaði hf hefðu verið lítil á síðasta ári. Þetta er rétt, en það var hins vegar rangt að draga þá ályktun að það væri vegna þess að sátt hefði ekki náðst um verð milli kaupenda og seljenda.Skinnaiðnaðurkomekki inn á markað fyrr en seinast á árinu 1995 og því rúm til viðskipta nær ekkert. A yllrstandandi ári hafa færri komist að en vildu til það kaupa hlutabréf, en viðskipti hafa verið talsverð. Bréfin virðast á hagstæðu verði en kaupum iylgir talsverð áhœtta í ljósi sögu viðskipta á þessu sviði. V___________________________V vælaframleiðslu. Almennt má telja að koltvísýringsaukning og önnur mengun- aráhrif dragi úr framleiðslu og geti leitt til hækkunar á matvælaverði í fram- tíðinni. Innlend framleiðsluskilyrði Hér á undan hafa verið leiddar líkur að því að ytri skilyrði fyrir matvælaút- Hutning verði hagstæð á næstu árum. En góð viðskiptakjör eru aðeins nauðsyn- legt en ekki nægjanlegt skilyrði fyrir auknum hagvexti hér á landi. Til þess að bætt ytri skilyrði nýtist er nauðsynlegt að reka matvælaframleiðslu á sem hag- kvæmastan hátt. Núverandi stjórnun fiskveiða leiðir ekki til hámarks arðsemi greinarinnar fyrir þjóðarbúið. Kvótaeigendur eru þegar öflugur þrýstihópur sem hefur að ýmsu ley ti and- stæða hagsmuni við þjóðfélagið að því leyti að aukning á þorskkvóta eða full nýting hans er ekki endilega hagkvæm frá sjónarhóli kvótaeigandans, einkum ef hann leigir kvótann út. Olíkt því sem gerist með jarðir í einkaeign þá geta eigendur kvótans ekkert gert til þess að yrkja og ávaxta sína eign í hafinu. Rök sem mæla með einkaeign á jarðnæði eiga því ekki við um kvótaeign. Tilraunir til að breyta kvótakerfinu eftir að eignaraðall hefur myndast sem lifir á óverðugri „sjávarrentu" mun leiða til stéttaátaka og hagsmunaárekstra sem veikja íslenskt þjóðfélag í framtíðinni. Uppboðskerfi leiðir óhjákvæmilega til hagkvæmustu nýtingar á fiskimiðum. Otti við að uppboðskerfi á veiðileyfum leggi óbærilegar byrðar á útgerðina er ástæðulaus ef kaup á kvóta eru með- höndluð sem rekstarkostnaður sem er frá- dráttarbær frá skatti. Jafnfram breytingum á kvótakerfi er nauðsynlegt að auka rannsóknar- og þróunarstarf í fiskiðnaði sem miðar að því að aukanýtingu fisktegunda til mann- eldis í stað verðminni afurða. Að vísu gæti verð á fiskimjöli hækkað ef eftir- spurn eftir kjöti vex í þróunarlöndunum en með sérhæfðri framleiðslu til mann- eldis í stað staðlaðrar mjölframleiðslu fást stöðugri markaðir og hærra verð. Helstu heimildarrit: Þjóðhagsstofnun: Sögulegt yfirlit hagtalna 1945-1994 FAQ Commodity Review and Outlook 1994-1995 Worldwatch Institute: State of the World 1996 UNCTAD: Handbook of Inter- national Trade and Development Statistics 1992 Höfundur starfar hjá Byggðastofnun Aðrir sálmar Hver er maðurinn? Sunnudaginn 5. maí skrifarM. íHelgi- spjalli Morgunblaðsins athyglisvertinn- legg í þjóðmálaumræðuna: „Eg erað tala um fólk sem útlendir fræðimenn kalla sýkópata en við gætum nefnt sið- blindingja. Margir þeirra sækjast eftir háum embættum og ná oft takmarki sínu í óþökk hæverskra áhorfenda sem hafa aðhald af dómgreind sinni og sjálfsvirð- ingu. ... |H]elztu einkenni þessa kvilla sem hefur orðið svo mörgum til fram- dráttar í framapotinu eru þessi (og getur þá hver og einn dregið sínar ályktanir): Sýkópatar eru heldur félagslyndir og þurfa samfélag til að spóka sig í. ... [Sýkópatinn þarf] ekki að þjást af neinni raunveruleikabrenglun. Hann er fljót- ráður og getur verið árásargjarn, en þó einkum yfirborðslegur í tilfinningasam- böndum. Hann getur verið erfiður í um- gengni og öðrum vandamál, en þó stundum verið hlýr og sjarmerandi án þess að ná sterku tilfinningasambandi við neinn. Hann skammast sín ekki og er sér- fræðingur í að afla sér yfirborðslegra vin- sælda hjá öðru fólki.... Hann er fyrst og fremst drottnunargjarn og sækist eftir völdum yfir öðrum. Hann leitar gjarnan að veikum blettum á öðru fólki og ræðst á andstæðinginn þar sem hann er veikastur fyrir. Þannig getur hann oft drottnað y fir umhverfi sínu þ ví að enginn hefur sérstakan áhuga á því að veiku blettirnir séu afhjúpaðir. Sjálfsálit sýkópatans getur verið allt að því tak- markalaust og í valdastreði sínu notar hann annað fólk eins og hann getur og lætur sér fátt um finnast þótt tilgangurinn helgi meðalið ef það yrði til þess að tak- markinu væri náð. Hann þarf helzt alltaf að vera í sviðsljósinu.... Hann getur þj áðst af tilfinningakulda og er sérfræðingur í hagsmunavináttu. Djúp, rækluð og fórn- fús vinátta er honum framandi. Hann er öðrum fremur sjálfhverfur og hömlulaus í sjálfsdýrkun sinni þótt hann geti haft sérstakt lag á því að breiða yfir þetta dekur. Hann getur því náð vinsældum og komizt langt, eins og sagt er. Samfélagið kallar oft, þótt ótrúlegt sé, þetla andsam- félagslega fyrirbrigði. Enginn veit skýringuna á þessari þjóðfélagslegu klikkun. Stundum má rekja hana til þess að hún sér ekki við sýkópatanum því að hann er bæði gáfaður og útsmoginn og vgetur kjaftað sig inná hvern sem er ...“ y Benedikt Jóhannesson, ritstj. og ábm. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.