Vísbending


Vísbending - 21.05.1996, Qupperneq 1

Vísbending - 21.05.1996, Qupperneq 1
V V i k u ISBENDING jrit um viðskipti og efnahagsmál 21. maí 1996 18. tbl. 14. árg. Hver ber ábyrgð ef illa fer í rekstri? að er algengt að fyrirtæki verði gjaldþrota, ekki bara hér á landi heldur um víða veröld. Gjaldþrot geta verið af ýmsum toga. Þekkt eru dæmi þar sem óprúttnir einstaklingar hafa beinlínis stofnað til atvinnurekstrar með það í huga að svíkja fé út úr lánardrottnum. Því miðureru þessi tilvik svo algeng að margir hafa það á til- finningunni að gjaldþrot séu fyrst og fremst vegna óheiðarleika stjórnenda. Svo er þó alls ekki. Gjaldþrot geta orðið vegna slakrar stjórnunar, til dæmis vegna þess að þeir, sem rekstrinum stýrðu, festu fé óskynsamlega eða tóku aðrar rangar ákvarðanir. Mörg útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki hafa lent í slíkum hremmingum hér á landi. Veiði- og vinnsiugeta er langt umfram það sem kemur úr sjó. Á það var reyndar bent á meðan eyðslan stóð sem hæst, en fyrir- tækin héldu áfram, hvött áfram af stjórn- málamönnum og fjármálastofnunum. Oft er farið af stað út í rekstur sem aldrei getur gengið vegna þess að að frumherj ar eru blindaðir af bjartsýni. Hér má nefna fiskeldi, en dæmin eru mörg. Loks er að nefna fyrirtæki sem lenda í því að grund- völlurinn hverfur undan rekstrinum, jafnvel þótt mjög vel hafi gengið árum saman og lítið verið hægt að setja út á stjómun. I bókinni In Search of Excellence reyndu höfundarnir, Peters og Waterman, að draga lærdóm af best reknu fyrirtækjum Bandaríkjanna. Fáum árum síðar hafði rúmlega helmingur þessara úrvalsfyrirtækja lent í ógöngum. I þessari grein verður beint sjónum að þ ví hver ber ábyrgð þegar mistök eru gerð í rekstri. I því sambandi er rétt að hafa það í huga að menn verða á hverri stundu að gæta þess h vernig hægt er að lágmarka tap í framtíðinni. Þannig er það ekki síður mikilvægt að vita hvenær á að hætta von- lausri baráttu fremur en að sökkva meiri fjármunum í fenið. Allt of oft halda menn áfram löngu eftir að ljóst er að reksturinn er aðeins botnlaus hít. Spurningin er hver eigi að taka í taumana og skakka leikinn og sætta sig við að það sé tapað sem tapað er. Forstjóri Forstjóri er eðli málsins samkvæmt sá sem er í beinni snertingu við reksturinn og ætti manna fyrstur að komast að því, ef eitthvað fer úrskeiðis. Hann á þá þegar að taka í taumana og reyna að stýra fyrir- tækinu inn á réttar brautir. En stundum er ástæðan fyrir rekstrarerfiðleikum þess eðlis að forstjórinn á erfitt með að taka á vandamálinu með venjulegum aðferðum. Minni eftirspurn eða lægra verð á al- þjóðamarkaði eru aðstæður sem forstjóri framleiðslufyrirtækis getur átt erfitt með að bregðast við. Hann situr uppi með mannskap og verksmiðju sem bæði taka til sín fjármagn en ekki er hægt að full- nýta. Ein leið út úr ógöngunum er að segja upp starfsfólki, en hvað ef allir starfs- menn eru með langan starfsaldur, hafa unnið með forstjóranum frá upphafi starfsferils hans og sumir eru kannski ná- skyldir ættingjar? Forstjórinn ber vissu- lega ríka ábyrgð, en h ver getur láð honum að fallast hendur við þessar aðstæður? Jú, hluthafar sem tapa peningum á að- gerðaleysi forstjórans. Á þessari stundu ber forstjóranum að fara til stjórnar og skýra úl vandann sem við blasir. Hann ætti jafnframt að skýra frá því, að hann sjái engar lausnir og sé ófær um að leiða fyrirtækið út úr ógöng- um. Forstjóri sem bregst þannig við al- varlegum rekstrarerfiðleikum er vissu- lega vanhæfur, en hann erþó skárri en sá sem situr áfram og gerir ekki neitt. Stjórn Ef forstjórinn er óhæfur um að bregðast við erfiðleikunum eða sér þá ekki reynir áeftirlits-ogleiðsagnarhlutverkstjórnar. Það er alþekkt að stjórnir fyrirtækja taka hlutverk sitt ekki allar jafnalvarlega og eru mjög misjafnlega virkar. Bæði hér á landi og erlendis erþað algengt að stjórnir séu skipaðar forstjórum úr öðrum fyrir- tækjum. Þetta er gert meðal annars til þess að tryggja að stjórnarmenn hafi vit á rekstri, geti lesið úr ársreikningum og brugðist skynsamlega við breyttum að- stæðum. Nú kann því miður oft að vera misbrestur á þessari kunnáttu hjá stjórn- armönnum, en hitt er þó væntanlega al- gengara að þeir kynni sér ekki þau gögn sem fyrir liggja og séu alls ekki að leita að veilum í fyrirtækinu. Þeir treysta stjóm- endum fyrirtækisins og búast ekki við öðru en að allt sé í himnalagi. Þannig missa menn oft af tækifæri til þess að sjá fyrstu veikleikamerkin á ársreikningnum. Stundum er bent á það að sumir sitji víða í stjómum og hafi því ekki tíma til þess að kynna sér málin á hverjum stað. Þetta þarf alls ekki að vera rétt, því hæfir menn eiga auðvelt með að kynna sér málin á mörgum vígstöðvum og þjálfað auga er fljótt að sjá snögga bletti, ef það gefur sér tíma til þess að leita að þeim. Hins vegar eru stjórnir allt of oft granda- lausar um annars konar vandamál sem geta leitt til erfiðleika í rekstrí, til dæmis samstarfsvandamál innan dyra eða slæma ímynd fyrirtækis á markaði. Um það má líka eflaust deila hver ábyrgð stjórnar sé í slíkum tilvikum. Árs- reikningur og ársskýrsla eru hins vegar opinber plögg sem stjórnaimönnum ber skylda til þess að kynna sér vel. Það sama gildir um milliuppgjör og rekstraryfirlit. Stjórnarmenn sem ekki gera athuga- semdir þegar þeir sjá hættumerki í þeim gögnum sem þeim eru afhent eru að bregðast trausti hluthafa. 1 Danmörku varð allþekkt fyrirtæki, Nordisk fjer, gjaldþrota fyrir nokkrum árum. I stjórn þess sátu menn sem kalla mætti rjómann í dönsku viðskiptalífi. Þegar gengið var að fyrirtækinu kom í lj ós að það var eignalaust. Þeir vísu menn sem í stjórn fyrirtækisins sátu, og nutu góðra fríðinda að sögn blaða, höfðu ekki lagt á sig neina vinnu til þess að sann- reyna að reikningar félagsins væru réttir. Lánardrottnar og hluthafar sátu uppi með sárt ennið og sáu að tryggingin sem þeir þóttust sjá í flekklausum og reyndum stjórnarmönnum var einskis virði. Það fylgir ekki þessari sögu hvað stjórnendurnir reyndu að finna sér til af- sökunar, en alloft vísa stjórnarmenn bæði í það að þeir treysti forstjórum og endur- skoðendum. Þannig vísar hver á annan. Efni blaðsins í forsíðugrein er fjallað urn það hver ber ábyrgð þegar illa fer í rekstri. Hér á landi virðast menn gefa því allt of lítinn gaum aQfjölmargir aðilar eiga að grípa í taumana áður en til áfalla kemur. Kristín Halldórsdóttir skrifar um hagfræði umhverfispólitíkur. Þessi grein er sú fimmta í flokki greina sem stjórnmálamenn úröllum flokkum skrifa í Vísbendingu. Á bakhlið er fjallað um það hvers vegna verð breytist. \___________________________________J

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.